Innlent

Guðni fluttur á Bessastaði og hjólaði í leikskólann

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðni ásamt yngstu börnum sínum tveimur í morgunsólinni á Bessastöðum í morgun.
Guðni ásamt yngstu börnum sínum tveimur í morgunsólinni á Bessastöðum í morgun. Mynd af Facebook-síðu Forseta Íslands

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og eiginkona hans Eliza Reid eru flutt á Bessastaði ásamt fjölskyldu sinni. Flutningurinn dróst nokkuð vegna viðgerða sem ráðast þurfti í á Bessastöðum en Guðni upplýsir á Facebook-síðu sinni í morgun að flutningum sé lokið.

„Einstök fegurð blasti við í morgunsárið; geislar morgunsólarinnar lágt á himni, húsin á höfuðborgarsvæðinu sveipuð ljóma, stilltur hafflötur og ferskt loft, fjallahringurinn í fjarska, hrossin úti á túni, álftirnar kvakandi,“ segir Guðni en færslunni fylgir mynd þar sem forsetinn er kominn á reiðhjólið sitt, klæddur í endurskinsvesti, með barnasæti og vagn aftur í.

Reikna má með því að Guðni hafi verið að hjóla með yngstu börnin í leikskólann en hann upplýsti í kosningabaráttunni að hann myndi halda áfram að taka virkan þátt í barnauppeldinu, meðal annars með því að hjóla með þau á leikskólann á morgnana.

„Þetta er fallegt land, Ísland,“ segir Guðni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.