Innlent

Guðni fluttur á Bessastaði og hjólaði í leikskólann

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðni ásamt yngstu börnum sínum tveimur í morgunsólinni á Bessastöðum í morgun.
Guðni ásamt yngstu börnum sínum tveimur í morgunsólinni á Bessastöðum í morgun. Mynd af Facebook-síðu Forseta Íslands
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og eiginkona hans Eliza Reid eru flutt á Bessastaði ásamt fjölskyldu sinni. Flutningurinn dróst nokkuð vegna viðgerða sem ráðast þurfti í á Bessastöðum en Guðni upplýsir á Facebook-síðu sinni í morgun að flutningum sé lokið.„Einstök fegurð blasti við í morgunsárið; geislar morgunsólarinnar lágt á himni, húsin á höfuðborgarsvæðinu sveipuð ljóma, stilltur hafflötur og ferskt loft, fjallahringurinn í fjarska, hrossin úti á túni, álftirnar kvakandi,“ segir Guðni en færslunni fylgir mynd þar sem forsetinn er kominn á reiðhjólið sitt, klæddur í endurskinsvesti, með barnasæti og vagn aftur í.Reikna má með því að Guðni hafi verið að hjóla með yngstu börnin í leikskólann en hann upplýsti í kosningabaráttunni að hann myndi halda áfram að taka virkan þátt í barnauppeldinu, meðal annars með því að hjóla með þau á leikskólann á morgnana.„Þetta er fallegt land, Ísland,“ segir Guðni.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.