Vísindaráð almannavarna fundar: Katla virðist vera að ræskja sig Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. september 2016 11:44 Öflug jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu síðastliðinn sólarhring. Nokkrir stórir skjálftar hafa orðið en sá stærsti mældist 3,7. Vísindaráð almannavarna kemur saman í dag til að ræða stöðuna. Fagstjóri jarðvár hjá Veðurstofunni segir virknina óvenjulega, Katla virðist vera að ræskja sig og vísindamenn búi sig undir hræringarnar séu fyrirboði um eitthvað meira. Jarðskjálftahrinan hófst um hádegi í gær og stendur enn. Hún er sú mesta á svæðinu síðan árið 2011. Vísindamenn Veðurstofu Íslands fylgjast vel með Kötlu. „Svona upp úr hádegi í gær þá fór að aukast heilmikið jarðskjálftavirknin í Kötlu. Hún hefur verið mjög öflug bæði í gærkvöldi og í alla nótt. Þessi virkni heldur áfram. Við höfum fengið nokkra skjálfta sem eru stærri en þrír. Sá stærsti 3,7 varð eldsnemma í morgun og þessi virkni hún er öll á svipuðum slóðum svona afmarkað svæði sunnarlega í öskjunni. Það sem við vitum er að þetta er mjög grunn virkni. Hún virðist vera bara alveg í efstu kílómetrunum. Kannski efstu tveimur kílómetrunum,“ segir Kristín Jónsdóttir fagstjóri jarðvár hjá Veðurstofu Íslands.Kristín Jónsdóttir.Vísir„Þetta er óvenju mikil virkni og hún er alveg svona tíföld bakvirkni. Þannig að hún er óvenjuleg svo sannarlega,“ segir Kristín. Vísindaráð almannavarna kemur saman eftir hádegið til að ræða stöðuna. „Það getur vel farið svo að Katla gjósi í framhaldinu og þá myndum við búast við því að sjá merki á mælunum okkar um það þá sjáum við svona titring eða gosóróa sem kemur skýrt fram á jarðskjálftamælunum. Við erum ekki farin að sjá það enn þá en það getur vel farið svo. Við getum líka séð það að það myndi fara að bráðna eitthvað, án þess þó að það yrði gos og við fengjum hlaup, sem að líklegast er að kæmi þá fram í Múlakvísl en við verðum bara dálítið að bíða og sjá hvað gerist núna,“ segir Kristín. Hún segir að áfram verði fylgst náið með stöðunni á svæðinu. „Katla virðist vera að ræskja sig eitthvað núna og við búum okkur undir það að þetta gæti orðið eitthvað meira,“ segir Kristín. Tengdar fréttir Mikið dregið úr jarðskjálftavirkni í Kötlu Tíðni skjálfta í dag sú mesta frá árinu 2011. 29. september 2016 19:41 Stórir skjálftar í Kötlu í nótt Þrír stórir skjálftar mældust í Kötlu í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. september 2016 07:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Sjá meira
Öflug jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu síðastliðinn sólarhring. Nokkrir stórir skjálftar hafa orðið en sá stærsti mældist 3,7. Vísindaráð almannavarna kemur saman í dag til að ræða stöðuna. Fagstjóri jarðvár hjá Veðurstofunni segir virknina óvenjulega, Katla virðist vera að ræskja sig og vísindamenn búi sig undir hræringarnar séu fyrirboði um eitthvað meira. Jarðskjálftahrinan hófst um hádegi í gær og stendur enn. Hún er sú mesta á svæðinu síðan árið 2011. Vísindamenn Veðurstofu Íslands fylgjast vel með Kötlu. „Svona upp úr hádegi í gær þá fór að aukast heilmikið jarðskjálftavirknin í Kötlu. Hún hefur verið mjög öflug bæði í gærkvöldi og í alla nótt. Þessi virkni heldur áfram. Við höfum fengið nokkra skjálfta sem eru stærri en þrír. Sá stærsti 3,7 varð eldsnemma í morgun og þessi virkni hún er öll á svipuðum slóðum svona afmarkað svæði sunnarlega í öskjunni. Það sem við vitum er að þetta er mjög grunn virkni. Hún virðist vera bara alveg í efstu kílómetrunum. Kannski efstu tveimur kílómetrunum,“ segir Kristín Jónsdóttir fagstjóri jarðvár hjá Veðurstofu Íslands.Kristín Jónsdóttir.Vísir„Þetta er óvenju mikil virkni og hún er alveg svona tíföld bakvirkni. Þannig að hún er óvenjuleg svo sannarlega,“ segir Kristín. Vísindaráð almannavarna kemur saman eftir hádegið til að ræða stöðuna. „Það getur vel farið svo að Katla gjósi í framhaldinu og þá myndum við búast við því að sjá merki á mælunum okkar um það þá sjáum við svona titring eða gosóróa sem kemur skýrt fram á jarðskjálftamælunum. Við erum ekki farin að sjá það enn þá en það getur vel farið svo. Við getum líka séð það að það myndi fara að bráðna eitthvað, án þess þó að það yrði gos og við fengjum hlaup, sem að líklegast er að kæmi þá fram í Múlakvísl en við verðum bara dálítið að bíða og sjá hvað gerist núna,“ segir Kristín. Hún segir að áfram verði fylgst náið með stöðunni á svæðinu. „Katla virðist vera að ræskja sig eitthvað núna og við búum okkur undir það að þetta gæti orðið eitthvað meira,“ segir Kristín.
Tengdar fréttir Mikið dregið úr jarðskjálftavirkni í Kötlu Tíðni skjálfta í dag sú mesta frá árinu 2011. 29. september 2016 19:41 Stórir skjálftar í Kötlu í nótt Þrír stórir skjálftar mældust í Kötlu í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. september 2016 07:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Sjá meira
Mikið dregið úr jarðskjálftavirkni í Kötlu Tíðni skjálfta í dag sú mesta frá árinu 2011. 29. september 2016 19:41
Stórir skjálftar í Kötlu í nótt Þrír stórir skjálftar mældust í Kötlu í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. september 2016 07:15