Vísindaráð almannavarna fundar: Katla virðist vera að ræskja sig Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. september 2016 11:44 Öflug jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu síðastliðinn sólarhring. Nokkrir stórir skjálftar hafa orðið en sá stærsti mældist 3,7. Vísindaráð almannavarna kemur saman í dag til að ræða stöðuna. Fagstjóri jarðvár hjá Veðurstofunni segir virknina óvenjulega, Katla virðist vera að ræskja sig og vísindamenn búi sig undir hræringarnar séu fyrirboði um eitthvað meira. Jarðskjálftahrinan hófst um hádegi í gær og stendur enn. Hún er sú mesta á svæðinu síðan árið 2011. Vísindamenn Veðurstofu Íslands fylgjast vel með Kötlu. „Svona upp úr hádegi í gær þá fór að aukast heilmikið jarðskjálftavirknin í Kötlu. Hún hefur verið mjög öflug bæði í gærkvöldi og í alla nótt. Þessi virkni heldur áfram. Við höfum fengið nokkra skjálfta sem eru stærri en þrír. Sá stærsti 3,7 varð eldsnemma í morgun og þessi virkni hún er öll á svipuðum slóðum svona afmarkað svæði sunnarlega í öskjunni. Það sem við vitum er að þetta er mjög grunn virkni. Hún virðist vera bara alveg í efstu kílómetrunum. Kannski efstu tveimur kílómetrunum,“ segir Kristín Jónsdóttir fagstjóri jarðvár hjá Veðurstofu Íslands.Kristín Jónsdóttir.Vísir„Þetta er óvenju mikil virkni og hún er alveg svona tíföld bakvirkni. Þannig að hún er óvenjuleg svo sannarlega,“ segir Kristín. Vísindaráð almannavarna kemur saman eftir hádegið til að ræða stöðuna. „Það getur vel farið svo að Katla gjósi í framhaldinu og þá myndum við búast við því að sjá merki á mælunum okkar um það þá sjáum við svona titring eða gosóróa sem kemur skýrt fram á jarðskjálftamælunum. Við erum ekki farin að sjá það enn þá en það getur vel farið svo. Við getum líka séð það að það myndi fara að bráðna eitthvað, án þess þó að það yrði gos og við fengjum hlaup, sem að líklegast er að kæmi þá fram í Múlakvísl en við verðum bara dálítið að bíða og sjá hvað gerist núna,“ segir Kristín. Hún segir að áfram verði fylgst náið með stöðunni á svæðinu. „Katla virðist vera að ræskja sig eitthvað núna og við búum okkur undir það að þetta gæti orðið eitthvað meira,“ segir Kristín. Tengdar fréttir Mikið dregið úr jarðskjálftavirkni í Kötlu Tíðni skjálfta í dag sú mesta frá árinu 2011. 29. september 2016 19:41 Stórir skjálftar í Kötlu í nótt Þrír stórir skjálftar mældust í Kötlu í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. september 2016 07:15 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Öflug jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu síðastliðinn sólarhring. Nokkrir stórir skjálftar hafa orðið en sá stærsti mældist 3,7. Vísindaráð almannavarna kemur saman í dag til að ræða stöðuna. Fagstjóri jarðvár hjá Veðurstofunni segir virknina óvenjulega, Katla virðist vera að ræskja sig og vísindamenn búi sig undir hræringarnar séu fyrirboði um eitthvað meira. Jarðskjálftahrinan hófst um hádegi í gær og stendur enn. Hún er sú mesta á svæðinu síðan árið 2011. Vísindamenn Veðurstofu Íslands fylgjast vel með Kötlu. „Svona upp úr hádegi í gær þá fór að aukast heilmikið jarðskjálftavirknin í Kötlu. Hún hefur verið mjög öflug bæði í gærkvöldi og í alla nótt. Þessi virkni heldur áfram. Við höfum fengið nokkra skjálfta sem eru stærri en þrír. Sá stærsti 3,7 varð eldsnemma í morgun og þessi virkni hún er öll á svipuðum slóðum svona afmarkað svæði sunnarlega í öskjunni. Það sem við vitum er að þetta er mjög grunn virkni. Hún virðist vera bara alveg í efstu kílómetrunum. Kannski efstu tveimur kílómetrunum,“ segir Kristín Jónsdóttir fagstjóri jarðvár hjá Veðurstofu Íslands.Kristín Jónsdóttir.Vísir„Þetta er óvenju mikil virkni og hún er alveg svona tíföld bakvirkni. Þannig að hún er óvenjuleg svo sannarlega,“ segir Kristín. Vísindaráð almannavarna kemur saman eftir hádegið til að ræða stöðuna. „Það getur vel farið svo að Katla gjósi í framhaldinu og þá myndum við búast við því að sjá merki á mælunum okkar um það þá sjáum við svona titring eða gosóróa sem kemur skýrt fram á jarðskjálftamælunum. Við erum ekki farin að sjá það enn þá en það getur vel farið svo. Við getum líka séð það að það myndi fara að bráðna eitthvað, án þess þó að það yrði gos og við fengjum hlaup, sem að líklegast er að kæmi þá fram í Múlakvísl en við verðum bara dálítið að bíða og sjá hvað gerist núna,“ segir Kristín. Hún segir að áfram verði fylgst náið með stöðunni á svæðinu. „Katla virðist vera að ræskja sig eitthvað núna og við búum okkur undir það að þetta gæti orðið eitthvað meira,“ segir Kristín.
Tengdar fréttir Mikið dregið úr jarðskjálftavirkni í Kötlu Tíðni skjálfta í dag sú mesta frá árinu 2011. 29. september 2016 19:41 Stórir skjálftar í Kötlu í nótt Þrír stórir skjálftar mældust í Kötlu í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. september 2016 07:15 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Mikið dregið úr jarðskjálftavirkni í Kötlu Tíðni skjálfta í dag sú mesta frá árinu 2011. 29. september 2016 19:41
Stórir skjálftar í Kötlu í nótt Þrír stórir skjálftar mældust í Kötlu í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. september 2016 07:15