Innlent

Mikið dregið úr jarðskjálftavirkni í Kötlu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Sigketill í Kötlu.
Sigketill í Kötlu. vísir/haraldur Guðjónsson
Jarðskjálftahrina stendur enn yfir í Kötlu, en mikið hefur dregið úr virkni síðan klukkan 17. Alls voru rúmlega 100 skjálftar staðsettir síðan á miðnætti, þar af meira en helmingur eftir hádegi í dag.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að tíðni skjálfta í dag sé sú mesta sem mæld hafi verið í Kötlu síðan árið 2011. Allir skjálftarnir séu mjög grunnir. Þá sé skjálftavirknin rétt sunnan við Kötluöskjuna, um 1,5 kílómetrum norður af sigkatli 16.

Rennsli í Múlakvísl hefur farið minnkandi síðan á þriðjudag og er rafleiðni nú 190 µS/cm sem er frekar hátt gildi miðað við árstíma. Í tilkynningunni kemur fram að engar verulegar breytingar hafi sést á yfirborði jökulsins eða sigkötlum þegar flogið hafi verið yfir Mýrdalsjökul í fyrradag. GPS mælingar sýni heldur engar breytingar og að engin merki sjáist um gosóróa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×