Rúrík í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn
Stefán Árni Pálsson skrifar
Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason er á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar.
Rúrik leikur með þýska B-deildarliðinu Nürnberg og hefur verið hluti af íslenska landsliðinu undanfarin ár.
Rúrik er í 14. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.