Sjáðu fyrstu kappræður Trump og Clinton í heild sinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2016 02:30 *Uppfært 02.40* Fyrstu kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum er lokið. Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata og Donald Trump, forsetaefni Repúblikana tókust á um stefnu sína í efnahagsmálum, löggæslumálum, alþjóðamálum og ýmsu öðru í hressilegum kappræðum sem fram fóru í Hofstra-háskólanum í New York í nótt. Voru þetta fyrstu kappræðurnar af þremur sem áætlaðar eru. Næstu kappræður eru á dagskrá 9. október en 4. október takast varaforsetaefnin Tim Kaine og Mike Pence á. Sjá má kappræðurnar í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan auk þess fletta má í gegnum umræðuna á Twitter þar fyrir neðan. Kappræðurnar hefjast þegar um ein klukkustund og 45 mínútur eru eftir af útsendingunni.Umræðan á Twitter#uskos16 Tweets Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í nótt. Spennan er gríðarleg enda hefur bilið á milli frambjóðendanna tveggja minnkað gríðarlega. Herlegheitin hefjast klukkan eitt í nótt og búist er við að um 100 milljónir Bandaríkjamanna muni horfa á fyrstu sjónvarpskappræðurnar af þremur, sem fram fara í Hofstra háskóla í New York. Blaðamaður NBC, Lester Holt mun stýra umræðunum en athygli vekur að hann er skráður Repúblikani þrátt fyrir að Trump hafi kvartað yfir því að Holt væri Demókrati.90 mínútur. Engin auglýsingahlé. Fyrirkomulagið er einfalt. Kappræðurnar standa yfir í níutíu mínútur en engin auglýsingahlé verða á útsendingunni. Kappræðunum er skipt í sex hluta. Fyrstu tveir munu fjalla um hvaða stefnu Bandaríkin muni taka, næstu tvær munu fjalla um efnahagsmál og síðustu tveir um öryggismál og utanríkisstefnu. Reiknað er með fimmtán mínútum á hvern hluta sem hefst á spurningu sem frambjóðendur fá tvær mínútur til þess að svara. Því næst verða tíu mínútur nýttar í umræðu. Hillary Clinton mun fá fyrstu spurninguna en hún sigraði í hlutkesti þess efnis. Í næsta hluta mun Trump fá fyrstu spurninguna og svo koll af koli. Trump hefur sótt gríðarlega á Clinton að undanförnu sem hefur átt í vök að verjast frá því að hún þurfti frá að hverfa frá minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna í New York 11. september 2001. Ekki er langt síðan hún var með afar örugga forystu en í byrjun ágúst voru um 90 prósent líkur á sigri Clinton samkvæmt sérstöku tölfræðilíkani FiveThirtyEight.Sama líkan sýnir nú að sigurlíkur Clinton eru nú taldar um 55 prósent gegn 45 prósentum Trump. Samkvæmt samantektarkönnun RealClearPolitics er munurinn á milli Clinton og Trump rétt um tvö prósent í skoðanakönnunum í Bandaríkjunum. Mikil spenna ríkir því fyrir kappræðum næturinnar en til þess að koma sér í gírinn er við hæfi að skoða upphitun bandarísku vefsíðunnar Vox.com hér að neðan þar sem farið er yfir helstu lykilþætti. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00 Stefnir í einn stærsta sjónvarpsviðburð sögunnar Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum. 26. september 2016 21:00 Reikna með áhorfsmeti þegar Hillary og Trump mætast í nótt Sjaldan hefur áhuginn á kappræðum tveggja forsetaframbjóðenda verið meiri. Búist er við að 100 milljónir Bandaríkjamanna muni fylgjast með. 26. september 2016 11:34 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
*Uppfært 02.40* Fyrstu kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum er lokið. Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata og Donald Trump, forsetaefni Repúblikana tókust á um stefnu sína í efnahagsmálum, löggæslumálum, alþjóðamálum og ýmsu öðru í hressilegum kappræðum sem fram fóru í Hofstra-háskólanum í New York í nótt. Voru þetta fyrstu kappræðurnar af þremur sem áætlaðar eru. Næstu kappræður eru á dagskrá 9. október en 4. október takast varaforsetaefnin Tim Kaine og Mike Pence á. Sjá má kappræðurnar í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan auk þess fletta má í gegnum umræðuna á Twitter þar fyrir neðan. Kappræðurnar hefjast þegar um ein klukkustund og 45 mínútur eru eftir af útsendingunni.Umræðan á Twitter#uskos16 Tweets Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í nótt. Spennan er gríðarleg enda hefur bilið á milli frambjóðendanna tveggja minnkað gríðarlega. Herlegheitin hefjast klukkan eitt í nótt og búist er við að um 100 milljónir Bandaríkjamanna muni horfa á fyrstu sjónvarpskappræðurnar af þremur, sem fram fara í Hofstra háskóla í New York. Blaðamaður NBC, Lester Holt mun stýra umræðunum en athygli vekur að hann er skráður Repúblikani þrátt fyrir að Trump hafi kvartað yfir því að Holt væri Demókrati.90 mínútur. Engin auglýsingahlé. Fyrirkomulagið er einfalt. Kappræðurnar standa yfir í níutíu mínútur en engin auglýsingahlé verða á útsendingunni. Kappræðunum er skipt í sex hluta. Fyrstu tveir munu fjalla um hvaða stefnu Bandaríkin muni taka, næstu tvær munu fjalla um efnahagsmál og síðustu tveir um öryggismál og utanríkisstefnu. Reiknað er með fimmtán mínútum á hvern hluta sem hefst á spurningu sem frambjóðendur fá tvær mínútur til þess að svara. Því næst verða tíu mínútur nýttar í umræðu. Hillary Clinton mun fá fyrstu spurninguna en hún sigraði í hlutkesti þess efnis. Í næsta hluta mun Trump fá fyrstu spurninguna og svo koll af koli. Trump hefur sótt gríðarlega á Clinton að undanförnu sem hefur átt í vök að verjast frá því að hún þurfti frá að hverfa frá minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna í New York 11. september 2001. Ekki er langt síðan hún var með afar örugga forystu en í byrjun ágúst voru um 90 prósent líkur á sigri Clinton samkvæmt sérstöku tölfræðilíkani FiveThirtyEight.Sama líkan sýnir nú að sigurlíkur Clinton eru nú taldar um 55 prósent gegn 45 prósentum Trump. Samkvæmt samantektarkönnun RealClearPolitics er munurinn á milli Clinton og Trump rétt um tvö prósent í skoðanakönnunum í Bandaríkjunum. Mikil spenna ríkir því fyrir kappræðum næturinnar en til þess að koma sér í gírinn er við hæfi að skoða upphitun bandarísku vefsíðunnar Vox.com hér að neðan þar sem farið er yfir helstu lykilþætti.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00 Stefnir í einn stærsta sjónvarpsviðburð sögunnar Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum. 26. september 2016 21:00 Reikna með áhorfsmeti þegar Hillary og Trump mætast í nótt Sjaldan hefur áhuginn á kappræðum tveggja forsetaframbjóðenda verið meiri. Búist er við að 100 milljónir Bandaríkjamanna muni fylgjast með. 26. september 2016 11:34 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00
Stefnir í einn stærsta sjónvarpsviðburð sögunnar Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum. 26. september 2016 21:00
Reikna með áhorfsmeti þegar Hillary og Trump mætast í nótt Sjaldan hefur áhuginn á kappræðum tveggja forsetaframbjóðenda verið meiri. Búist er við að 100 milljónir Bandaríkjamanna muni fylgjast með. 26. september 2016 11:34