Trump ánægður með frammistöðuna í kappræðunum: Vildi ekki gera Clinton vandræðalega Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2016 08:42 Trump í kappræðunum á mánudaginn. vísir/getty Donald Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Flórída á kosningafundi í nótt og gerði meðal annars fyrstu sjónvarpskappræður sínar við Hillary Clinton að umtalsefni, en þær fóru fram á mánudag. Hann sagði stuðningsmönnum sínum að hann hefði verið að halda aftur af sér því hann vildi ekki „gera hana vandræðalega.“ Í umfjöllun Guardian um kosningafundinn kemur fram að Trump hafi sagt að hver einasta könnun sýndi að hann hefði unnið kappræðurnar en vitnaði þó einungis í internetkannanir. Að því er fram kemur í frétt Guardian hafa allar vísindalegar kannanir sem gerðar hafa verið á frammistöðu þeirra Trump og Clinton sýnt að áhorfendur telja þá síðarnefndu hafa staðið sig betur. Trump gagnrýndi fjölmiðla harðlega á kosningafundinum og sagði stóru fjölmiðlarisana vera spillta. Þá gagnrýndi hann einnig Lester Holt, fréttamann NBC, sem stjórnaði kappræðunum en á kosningafundinum lýsti Trump því hvernig honum hefði liðið þegar hann steig á sviðið. „Ég dró andann djúpt og ímyndaði mér að ég væri að fara að tala við fjölskylduna mína,“ sagði Trump. Hann rifjaði síðan upp það sem hann sagði vera bestu frasana sína úr kappræðunum, eins og til dæmis „Þú ert með reynslu en reynslan þín er slæm,“ auk þess sem hann hrósaði sjálfum sér fyrir að standa sig vel þegar kom að því að ræða alþjóðaviðskipti. Þá ítrekaði hann þá fullyrðingu sína, sem hrakin var af staðreyndavakt fjölmargra fjölmiðla á meðan á kappræðunum stóð, að hann hefði ekki stutt innrásina í Írak. „Og trúa mér ekki allir þegar ég segi að ég var á móti innrásinni í Írak?“ spurði hann á kosningafundinum í gær. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38 Það besta úr kappræðum Clinton og Trump: „Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti“ Það er ekki ofsögum sagt að mikil spenna hafi verið fyrir fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt. 27. september 2016 10:16 Satt og logið hjá Clinton og Trump Trump var óneitanlega duglegri við að teygja á sannleikanum en mótframbjóðandi sinn. 27. september 2016 12:30 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Donald Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Flórída á kosningafundi í nótt og gerði meðal annars fyrstu sjónvarpskappræður sínar við Hillary Clinton að umtalsefni, en þær fóru fram á mánudag. Hann sagði stuðningsmönnum sínum að hann hefði verið að halda aftur af sér því hann vildi ekki „gera hana vandræðalega.“ Í umfjöllun Guardian um kosningafundinn kemur fram að Trump hafi sagt að hver einasta könnun sýndi að hann hefði unnið kappræðurnar en vitnaði þó einungis í internetkannanir. Að því er fram kemur í frétt Guardian hafa allar vísindalegar kannanir sem gerðar hafa verið á frammistöðu þeirra Trump og Clinton sýnt að áhorfendur telja þá síðarnefndu hafa staðið sig betur. Trump gagnrýndi fjölmiðla harðlega á kosningafundinum og sagði stóru fjölmiðlarisana vera spillta. Þá gagnrýndi hann einnig Lester Holt, fréttamann NBC, sem stjórnaði kappræðunum en á kosningafundinum lýsti Trump því hvernig honum hefði liðið þegar hann steig á sviðið. „Ég dró andann djúpt og ímyndaði mér að ég væri að fara að tala við fjölskylduna mína,“ sagði Trump. Hann rifjaði síðan upp það sem hann sagði vera bestu frasana sína úr kappræðunum, eins og til dæmis „Þú ert með reynslu en reynslan þín er slæm,“ auk þess sem hann hrósaði sjálfum sér fyrir að standa sig vel þegar kom að því að ræða alþjóðaviðskipti. Þá ítrekaði hann þá fullyrðingu sína, sem hrakin var af staðreyndavakt fjölmargra fjölmiðla á meðan á kappræðunum stóð, að hann hefði ekki stutt innrásina í Írak. „Og trúa mér ekki allir þegar ég segi að ég var á móti innrásinni í Írak?“ spurði hann á kosningafundinum í gær.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38 Það besta úr kappræðum Clinton og Trump: „Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti“ Það er ekki ofsögum sagt að mikil spenna hafi verið fyrir fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt. 27. september 2016 10:16 Satt og logið hjá Clinton og Trump Trump var óneitanlega duglegri við að teygja á sannleikanum en mótframbjóðandi sinn. 27. september 2016 12:30 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38
Það besta úr kappræðum Clinton og Trump: „Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti“ Það er ekki ofsögum sagt að mikil spenna hafi verið fyrir fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt. 27. september 2016 10:16
Satt og logið hjá Clinton og Trump Trump var óneitanlega duglegri við að teygja á sannleikanum en mótframbjóðandi sinn. 27. september 2016 12:30