11. september 15 árum síðar: Þúsundir glíma við veikindi og tala látinna hækkar enn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. september 2016 14:45 Óttast er að á næstu fimm árum muni fleiri hafa látist vegna veikinda sem rekja megi til atburðanna 11. september en í árásunum sjálfum. Vísir/Getty Að minnsta kosti eitt þúsund manns hafa látist af völdum veikinda eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. Reiknað er með að fleiri muni látast af þessum völdum en létu lífið í árásanum sjálfum.Sjá einnig:15 ár frá árásinni á TvíburaturnanaVíða um heim er þess minnst í dag að fimmtán ár eru frá því að hryðjuverkamenn tengdir hryðjuverkasamtöknum Al-Qaide létu til skarar skríða í Bandaríkjunum. Flugvélum var flogið á Tvíburaturnanna í New York og Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington. Alls létust 2.996 manns í árásunum, þar af 2.763 vegna árásanna á Tvíburaturnana.Á vef Guardian er fjallað sérstaklega um þá fjölmörgu sem glímt hafa við veikindi í kjölfar 11. september.Fjölmargir buðu fram krafta sína til þess að hreinsa upp rústir turnanna en síðar hefur komið í ljós að í rústunum, sem gengu undir nafninu „The Pile“ eða „Hrúgan,“ mátti finna baneitraða blöndu asbests, blýs, glers, þungmálma, eitraða gastegunda í sambland við þotueldsneyti og líkamshluta. „Þetta var ógeðslegt,“ segir Merita Zejnuni,“ sem var að störfum í byggingu skammt frá World Trade Center að morgni árásanna. „Þetta þakti háls manns og andlit. Þetta var út um allt. Ég leit út eins og draugur.“Ryk- og öskuskýið frá turnunnum þakti nærliggjandi svæði.Vísir/GettySagt að loftgæði í kringum „Hrúguna“ væru í góðu lagi Zenjuni þjáðist af alvarlegum, krónsískum hósta á árunum eftir árásirnar og glímir í dag við brjóstakrabbamein sem rekja má beint til þess að hafa komist í snertingu við þessa eitruðu blöndu sem leystist úr læðingi eftir árásirnar. „Á innan við fimm árum munum við standa á þeim tímamótum að fleiri hafi látist vegna veikinda í tengslum við árásirnar 11. september en létust í árásunum sjálfum,“ segir Jim Melius, læknir hjá Verkalýðssamtökum New York en yfir 37 þúsund manns glíma við veikindi eftir að hafa komist í snertingu við eiturblönduna. Talið er að á næstu fimm árum megi rekja fimm þúsund dauðföll beint til veikinda vegna 11. september. Yfirvöld í New York, ásamt Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) sögðu skömmu eftir árásirnar að loftgæði á svæðinu í kringum rústirnar væru óskert. Þáverandi yfirmaður EPA hefur nú beðist afsökunar á slíkum yfirlýsingum og segir að það hafi verið mistök að gefa slíkt út.Fjölmargir komu að björgunar- og hreinsunarstörfum við hrikalegar aðstæður.Vísir/GettyVonast til þess að reist verði sérstakt minnismerki um þá sem látist hafa af veikindum Þeir sem komu að björgunar- og eða hreinsunarstörfum og fundu fyrir veikindum síðar háðu mikla baráttu fyrir því að fá bætur og árið 2010 samþykkti bandaríska þingið hin svokölluðu Zadroga-lög þar sem fjórir milljarðar dollara voru lagðir í sjóð til þess að bæta hreinsunar- og björgunarstarfsfólki skaðann. Lögin voru skírð eftir lögregluforingja sem lést árið 2006 vegna öndunarfærasjúkdóms eftir að hafa starfað við björgunarstörf við World Trade Center. Ári síðar var sérstöku verkefni komið á fót þar sem þeir sem komu að björgunar- og hreinsunarstarfi geta sótt sér heilsugæslu vegna veikinda sem rekja má til 11. septembers. 75 þúsund hafa skráð sig í heilsugæsluna. Engin gögn eru til um það hversu margir létust af völdum slíkra veikinda á árunum 2001 til 2011 og er óttast að sú tala sé mun hærri en þau þúsund tilvik sem vitað er um. Hafa ættingar þeirra sem látist hafa af þessum völdum óskað eftir því að sérstakt minnismerki verði reist á minningarreit fórnarlamba árásanna sem finna má á þeim stað sem turnarnir stóðu á áður. Vonast þeir til þess að það verði reist í tæka tíð fyrir 11. september á næsta ári. Tengdar fréttir 15 ár frá árásinni á Tvíburaturnana Þann 9. september árið 2001 var mannskæðasta hryðjuverkaárás sögunnar framin í New York. 11. september 2016 14:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Að minnsta kosti eitt þúsund manns hafa látist af völdum veikinda eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. Reiknað er með að fleiri muni látast af þessum völdum en létu lífið í árásanum sjálfum.Sjá einnig:15 ár frá árásinni á TvíburaturnanaVíða um heim er þess minnst í dag að fimmtán ár eru frá því að hryðjuverkamenn tengdir hryðjuverkasamtöknum Al-Qaide létu til skarar skríða í Bandaríkjunum. Flugvélum var flogið á Tvíburaturnanna í New York og Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington. Alls létust 2.996 manns í árásunum, þar af 2.763 vegna árásanna á Tvíburaturnana.Á vef Guardian er fjallað sérstaklega um þá fjölmörgu sem glímt hafa við veikindi í kjölfar 11. september.Fjölmargir buðu fram krafta sína til þess að hreinsa upp rústir turnanna en síðar hefur komið í ljós að í rústunum, sem gengu undir nafninu „The Pile“ eða „Hrúgan,“ mátti finna baneitraða blöndu asbests, blýs, glers, þungmálma, eitraða gastegunda í sambland við þotueldsneyti og líkamshluta. „Þetta var ógeðslegt,“ segir Merita Zejnuni,“ sem var að störfum í byggingu skammt frá World Trade Center að morgni árásanna. „Þetta þakti háls manns og andlit. Þetta var út um allt. Ég leit út eins og draugur.“Ryk- og öskuskýið frá turnunnum þakti nærliggjandi svæði.Vísir/GettySagt að loftgæði í kringum „Hrúguna“ væru í góðu lagi Zenjuni þjáðist af alvarlegum, krónsískum hósta á árunum eftir árásirnar og glímir í dag við brjóstakrabbamein sem rekja má beint til þess að hafa komist í snertingu við þessa eitruðu blöndu sem leystist úr læðingi eftir árásirnar. „Á innan við fimm árum munum við standa á þeim tímamótum að fleiri hafi látist vegna veikinda í tengslum við árásirnar 11. september en létust í árásunum sjálfum,“ segir Jim Melius, læknir hjá Verkalýðssamtökum New York en yfir 37 þúsund manns glíma við veikindi eftir að hafa komist í snertingu við eiturblönduna. Talið er að á næstu fimm árum megi rekja fimm þúsund dauðföll beint til veikinda vegna 11. september. Yfirvöld í New York, ásamt Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) sögðu skömmu eftir árásirnar að loftgæði á svæðinu í kringum rústirnar væru óskert. Þáverandi yfirmaður EPA hefur nú beðist afsökunar á slíkum yfirlýsingum og segir að það hafi verið mistök að gefa slíkt út.Fjölmargir komu að björgunar- og hreinsunarstörfum við hrikalegar aðstæður.Vísir/GettyVonast til þess að reist verði sérstakt minnismerki um þá sem látist hafa af veikindum Þeir sem komu að björgunar- og eða hreinsunarstörfum og fundu fyrir veikindum síðar háðu mikla baráttu fyrir því að fá bætur og árið 2010 samþykkti bandaríska þingið hin svokölluðu Zadroga-lög þar sem fjórir milljarðar dollara voru lagðir í sjóð til þess að bæta hreinsunar- og björgunarstarfsfólki skaðann. Lögin voru skírð eftir lögregluforingja sem lést árið 2006 vegna öndunarfærasjúkdóms eftir að hafa starfað við björgunarstörf við World Trade Center. Ári síðar var sérstöku verkefni komið á fót þar sem þeir sem komu að björgunar- og hreinsunarstarfi geta sótt sér heilsugæslu vegna veikinda sem rekja má til 11. septembers. 75 þúsund hafa skráð sig í heilsugæsluna. Engin gögn eru til um það hversu margir létust af völdum slíkra veikinda á árunum 2001 til 2011 og er óttast að sú tala sé mun hærri en þau þúsund tilvik sem vitað er um. Hafa ættingar þeirra sem látist hafa af þessum völdum óskað eftir því að sérstakt minnismerki verði reist á minningarreit fórnarlamba árásanna sem finna má á þeim stað sem turnarnir stóðu á áður. Vonast þeir til þess að það verði reist í tæka tíð fyrir 11. september á næsta ári.
Tengdar fréttir 15 ár frá árásinni á Tvíburaturnana Þann 9. september árið 2001 var mannskæðasta hryðjuverkaárás sögunnar framin í New York. 11. september 2016 14:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
15 ár frá árásinni á Tvíburaturnana Þann 9. september árið 2001 var mannskæðasta hryðjuverkaárás sögunnar framin í New York. 11. september 2016 14:00