Segir ásakanirnar hafa verið hraktar Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. september 2016 07:00 Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson kynntu skýrsluna í gær. Fréttablaðið/Ernir „Þetta eru ásakanir og stóryrði sem hafa verið sett fram áður af Vigdísi og Víglundi Þorsteinssyni,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, um nýja skýrslu meirihluta fjárlaganefndar. Í tilkynningu sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sendi fjölmiðlum vegna útgáfu skýrslunnar segir að hún varpi „ljósi á seinni einkavæðingu bankanna“. Þar segir að skýrslan taki af allan vafa um áhættu skattgreiðenda þegar kröfuhafar tóku yfir eignarhluti í Íslandsbanka og Arion. Ríkissjóður hafi tekið á sig 296 milljarða króna áhættu í þágu kröfuhafa bankanna. Steingrímur segir að fjallað hafi verið um þessar ásakanir fimm eða sex sinnum. „Það er skemmst frá að segja að fram til þessa hefur þetta allt verið hrakið.“ Steingrímur segir að fjármálaeftirlitið og fjármálaráðuneytið hafi séð ástæðu til að senda frá sér tilkynningar á fyrri stigum þar sem mismunandi þættir í ásökununum séu hraktir „Síðan auðvitað líka ágæt skýrsla frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem Brynjar Níelsson leiddi vinnuna,“ segir Steingrímur, „þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin eða að ekki hafi verið farið eðlilega að í þessum tilvikum.“ „Það er umhugsunarefni fyrir Alþingi að þegar svona mál hefur verið til umfjöllunar í þar til bærri nefnd, hún lokið sinni vinnu, að þá spretti upp formaður og varaformaður í annarri nefnd,“ segir Steingrímur. Formaður og varaformaður fjárlaganefndar geri ekkert með fyrri vinnu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar heldur haldi vinnu sinni áfram út frá eigin forsendum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir „Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
„Þetta eru ásakanir og stóryrði sem hafa verið sett fram áður af Vigdísi og Víglundi Þorsteinssyni,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, um nýja skýrslu meirihluta fjárlaganefndar. Í tilkynningu sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sendi fjölmiðlum vegna útgáfu skýrslunnar segir að hún varpi „ljósi á seinni einkavæðingu bankanna“. Þar segir að skýrslan taki af allan vafa um áhættu skattgreiðenda þegar kröfuhafar tóku yfir eignarhluti í Íslandsbanka og Arion. Ríkissjóður hafi tekið á sig 296 milljarða króna áhættu í þágu kröfuhafa bankanna. Steingrímur segir að fjallað hafi verið um þessar ásakanir fimm eða sex sinnum. „Það er skemmst frá að segja að fram til þessa hefur þetta allt verið hrakið.“ Steingrímur segir að fjármálaeftirlitið og fjármálaráðuneytið hafi séð ástæðu til að senda frá sér tilkynningar á fyrri stigum þar sem mismunandi þættir í ásökununum séu hraktir „Síðan auðvitað líka ágæt skýrsla frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem Brynjar Níelsson leiddi vinnuna,“ segir Steingrímur, „þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin eða að ekki hafi verið farið eðlilega að í þessum tilvikum.“ „Það er umhugsunarefni fyrir Alþingi að þegar svona mál hefur verið til umfjöllunar í þar til bærri nefnd, hún lokið sinni vinnu, að þá spretti upp formaður og varaformaður í annarri nefnd,“ segir Steingrímur. Formaður og varaformaður fjárlaganefndar geri ekkert með fyrri vinnu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar heldur haldi vinnu sinni áfram út frá eigin forsendum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir „Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
„Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40