Þórólfur sagður styðja Sigurð Inga Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2016 10:04 Samkvæmt pistli, sem innanbúðarmaður í Framsókn ritar, brugga menn þar hver öðrum banaráð. Samkvæmt nafnlausum skrifum á Pressunni styður Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðarkróki, Sigmund Davíð Gunnlaugsson ekki. Það sætir nokkrum tíðindum, því Þórólfur er sagður ráða lögum og lofum innan Framsóknarflokksins.Sigurður Ingi varaður við því að fara framHuldupenni Pressunnar, sem hefur sýnt sig í að vera afar handgenginn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknarflokksins, og skrifar í dálk sem heitir „Orðið á götunni“, veitir fágæta innsýn í herbúðir Sigmundar. Pistillinn hefur vakið mikla athygli meðal áhugamanna um pólitík, því þó pistillinn sé skrifaður í véfréttastíl er hann afar upplýsandi. Hann kallast „Nótt hinna löngu hnífa“. (Sem reyndar má heita sérkennileg líking – þetta vísar til þess þegar Hitler hreinsaði út úr SA sveitunum og lét myrða helstu menn á borð við Ernst Röhm.) Í pistlinum er varað mjög eindregið við því að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra fari fram gegn Sigmundi í formannsslag: „Flestir innan Framsóknarflokksins viðurkenna að staðan sé mjög snúin. Allir vita að það fylgja því erfiðleikar að fara í kosningabaráttu með Sigmund Davíð í forystu, enda varla til umdeildari menn, en vita um leið að það fylgja því jafnvel meiri erfiðleikar að gera það ekki.“Sigmundur gefst ekki upp fyrir skíthælumStíllinn er sérstakur, er gripið til líkingamáls líkt og fyrirsögn pistilsins gefur til kynna, þar sem menn brugga hver öðrum banaráð. Samkvæmt pistlinum logar allt innan Framsóknarflokksins og ekki þarf að efast um að innanbúðarmaður í Flokknum skrifar því hann vitnar í orð Sigmundar Davíðs á fundi með Skagfirðingum á dögunum, hvar hann var spurður hvort hann hafi ekki hugleitt að hætta. „Ætli þetta sé ekki þrjóska. Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig frá því ég byrjaði í pólitík. Ef þeim tekst ætlunarverk sitt verður það aðeins með því að þeim takist að fá framsóknarmenn sjálfa, fólkið sem ég hef verið að vinna fyrir til að sjá um aftökuna.“Gunnar Bragi svíkur Þórólf?En, það sem einkum sætir tíðindum í pistlinum er að þar er því slegið föstu að Þórólfur kaupfélagsstjóri, sem löngum hefur verið sagður ráða lögum og lofum í flokknum, styðji Sigurð Inga til formennsku og sæki það fast að hann fari fram í formannsslag. Þetta stangast á við það sem löngum hefur verið talið, sem er að Gunnar Bragi Sveinsson sjávar- og landbúnaðarráðherra, sem í gær vann stóran sigur þegar honum tókst að koma Búvörusamningi í gegnum þingið, hreyfi sig helst ekki nema bera það undir Þórólf. Þá ætti Þórólfur, sem er eindreginn andstæðingur ESB, að vera ánægður með það þegar Gunnar Bragi sleit einhliða viðræðum við ESB. Gunnar Bragi lýsti yfir eindregnum stuðningi við Sigmund Davíð í viðtali við Fréttablaðið í dag. Og er að velta því fyrir sér að fara fram sem varaformaður. Þannig vekur pistillinn ótal spurningar þó upplýsandi sé; um dilkadrætti í Framsóknarflokknum. Eina eðlilega ályktunin að draga er sú að Gunnar Bragi hafi hlaupist undan merkjum, eða forframast í höfuðborginni og sé ekki lengur handgenginn kaupfélagsstjóranum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45 Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Ýmislegt bendir til þess að Sigurður Ingi muni venda sínu kvæði í kross og fara fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. 12. september 2016 10:27 Íhugar varaformannsframboð Gunnar Bragi Sveinsson segir að til greina komi að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins. Hann mun ekki styðja Sigurð Inga sem formann og telur rétt að Sigmundur Davíð verði áfram í forystu. 14. september 2016 06:30 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Samkvæmt nafnlausum skrifum á Pressunni styður Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðarkróki, Sigmund Davíð Gunnlaugsson ekki. Það sætir nokkrum tíðindum, því Þórólfur er sagður ráða lögum og lofum innan Framsóknarflokksins.Sigurður Ingi varaður við því að fara framHuldupenni Pressunnar, sem hefur sýnt sig í að vera afar handgenginn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknarflokksins, og skrifar í dálk sem heitir „Orðið á götunni“, veitir fágæta innsýn í herbúðir Sigmundar. Pistillinn hefur vakið mikla athygli meðal áhugamanna um pólitík, því þó pistillinn sé skrifaður í véfréttastíl er hann afar upplýsandi. Hann kallast „Nótt hinna löngu hnífa“. (Sem reyndar má heita sérkennileg líking – þetta vísar til þess þegar Hitler hreinsaði út úr SA sveitunum og lét myrða helstu menn á borð við Ernst Röhm.) Í pistlinum er varað mjög eindregið við því að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra fari fram gegn Sigmundi í formannsslag: „Flestir innan Framsóknarflokksins viðurkenna að staðan sé mjög snúin. Allir vita að það fylgja því erfiðleikar að fara í kosningabaráttu með Sigmund Davíð í forystu, enda varla til umdeildari menn, en vita um leið að það fylgja því jafnvel meiri erfiðleikar að gera það ekki.“Sigmundur gefst ekki upp fyrir skíthælumStíllinn er sérstakur, er gripið til líkingamáls líkt og fyrirsögn pistilsins gefur til kynna, þar sem menn brugga hver öðrum banaráð. Samkvæmt pistlinum logar allt innan Framsóknarflokksins og ekki þarf að efast um að innanbúðarmaður í Flokknum skrifar því hann vitnar í orð Sigmundar Davíðs á fundi með Skagfirðingum á dögunum, hvar hann var spurður hvort hann hafi ekki hugleitt að hætta. „Ætli þetta sé ekki þrjóska. Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig frá því ég byrjaði í pólitík. Ef þeim tekst ætlunarverk sitt verður það aðeins með því að þeim takist að fá framsóknarmenn sjálfa, fólkið sem ég hef verið að vinna fyrir til að sjá um aftökuna.“Gunnar Bragi svíkur Þórólf?En, það sem einkum sætir tíðindum í pistlinum er að þar er því slegið föstu að Þórólfur kaupfélagsstjóri, sem löngum hefur verið sagður ráða lögum og lofum í flokknum, styðji Sigurð Inga til formennsku og sæki það fast að hann fari fram í formannsslag. Þetta stangast á við það sem löngum hefur verið talið, sem er að Gunnar Bragi Sveinsson sjávar- og landbúnaðarráðherra, sem í gær vann stóran sigur þegar honum tókst að koma Búvörusamningi í gegnum þingið, hreyfi sig helst ekki nema bera það undir Þórólf. Þá ætti Þórólfur, sem er eindreginn andstæðingur ESB, að vera ánægður með það þegar Gunnar Bragi sleit einhliða viðræðum við ESB. Gunnar Bragi lýsti yfir eindregnum stuðningi við Sigmund Davíð í viðtali við Fréttablaðið í dag. Og er að velta því fyrir sér að fara fram sem varaformaður. Þannig vekur pistillinn ótal spurningar þó upplýsandi sé; um dilkadrætti í Framsóknarflokknum. Eina eðlilega ályktunin að draga er sú að Gunnar Bragi hafi hlaupist undan merkjum, eða forframast í höfuðborginni og sé ekki lengur handgenginn kaupfélagsstjóranum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45 Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Ýmislegt bendir til þess að Sigurður Ingi muni venda sínu kvæði í kross og fara fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. 12. september 2016 10:27 Íhugar varaformannsframboð Gunnar Bragi Sveinsson segir að til greina komi að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins. Hann mun ekki styðja Sigurð Inga sem formann og telur rétt að Sigmundur Davíð verði áfram í forystu. 14. september 2016 06:30 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00
Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45
Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Ýmislegt bendir til þess að Sigurður Ingi muni venda sínu kvæði í kross og fara fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. 12. september 2016 10:27
Íhugar varaformannsframboð Gunnar Bragi Sveinsson segir að til greina komi að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins. Hann mun ekki styðja Sigurð Inga sem formann og telur rétt að Sigmundur Davíð verði áfram í forystu. 14. september 2016 06:30
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent