Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. september 2016 18:45 Sigurður Ingi Jóhannsson við komuna til Keflavíkur í dag Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Tveir fyrrverandi formenn Framsóknarflokksins telja að Sigmundur Davíð geti ekki setið áfram sem formaður flokksins á meðan hann geri ekki hreint fyrir sínum dyrum og bæti fyrir þann trúnaðarbrest sem ríki milli hans og hluta flokksmanna. Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins hefur ekki útilokað að hann muni bjóða sig fram til formanns. Mikil ólga er innan Framsóknarflokksins þegar aðeins 18 dagar eru til flokksþins. Mikill styrr hefur staðið um Sigmund Davíð, frá því að Wintris-málið kom upp í apríl síðast liðnum. Átök hafa farið vaxandi innan flokksins frá því hann sagði af sér embætti forsætisráðherra en ákvað að sitja áfram sem formaður. Þunginn í gagnrýni á formanninn jókst þegar Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður flokksins sagði í viðtali við Fréttablaðið í dag að Sigmundur gæti skaðað flokkinn í komandi kosningum. Nokkrir Framsóknarmenn hafa gangrýnt þetta í dag, þar á meðal Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi flokksins og sömuleiðis eiginkona Sigmundar Davíðs. Gunnlaugur Sigmundsson faðir Sigmundar Davíðs sagði á Vísi í dag að Guðni hefði valið tímasetningu sína til árása á formanninn vel til að reyna að skaða hann sem mest. En vildi að öðru leiti ekki tjá sig. Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins hefur eins og Guðni áhyggjur af stöðunni og sagði í samtali við fréttastofu að staða Sigumundar Davíðs yrði erfiðari og erfiðari á meðan hann geri ekki hreint fyrir sínum dyrum. „Hann þarf að gera þetta í snatri og ég skil ekki að hann skuli ekki vera búinn að því. Ég hvet hann til þess að gera grein fyrir sínum málum og hreinsa til fyrir sínum dyrum og ég er viss um það að þá eru margir tilbúnir til þess að fyrirgefa honum en það er óskiljanlegt að hann skuli ekki vera búinn að því og ef hann getur það ekki þá liggur hann svo illa við höggi og þá er ekki hægt að styðja hann,“ sagði Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins í samtali við fréttastofu í dag. Öll spjót beinast nú að varaformanni Framsóknarflokksins sem hefur gefið því undir fótinn að bjóða sig fram til formanns en á miðstjórnarfundi flokksins á Akureyri um liðna helgi sagði Sigurður Ingi að hann gæti ekki boðið sig fram til endukjörs í varaformannsstólinn í óbreyttri stjórn flokksins. Hann hefur verið í opinberri heimsókn forsætisráðherra í Danmörku síðustu daga og kom heim í dag og vildi lítið tjá sig um stöðu flokksins eða sína stöðu við komuna til Keflavíkur.Kemur þú til með að bjóða þig fram til formanns á komandi flokksþingi?„Ég er bara að koma heim eftur Danmerkurferðina og ég vildi gjarna bara fá tækifæri til þess að fá að fara yfir það og svo skal ég tala við ykkur. En ég get ekki talað við ykkur um hluti sem ég hef ekki fengið tækifæri til þess að setja mig inn í.“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins. Tengdar fréttir Stirt milli formanns og forsætisráðherra Menn eru sammála um að samræður á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina hafi verið hreinskiptar og hreinsað andrúmsloftið. 12. september 2016 06:30 Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Tveir fyrrverandi formenn Framsóknarflokksins telja að Sigmundur Davíð geti ekki setið áfram sem formaður flokksins á meðan hann geri ekki hreint fyrir sínum dyrum og bæti fyrir þann trúnaðarbrest sem ríki milli hans og hluta flokksmanna. Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins hefur ekki útilokað að hann muni bjóða sig fram til formanns. Mikil ólga er innan Framsóknarflokksins þegar aðeins 18 dagar eru til flokksþins. Mikill styrr hefur staðið um Sigmund Davíð, frá því að Wintris-málið kom upp í apríl síðast liðnum. Átök hafa farið vaxandi innan flokksins frá því hann sagði af sér embætti forsætisráðherra en ákvað að sitja áfram sem formaður. Þunginn í gagnrýni á formanninn jókst þegar Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður flokksins sagði í viðtali við Fréttablaðið í dag að Sigmundur gæti skaðað flokkinn í komandi kosningum. Nokkrir Framsóknarmenn hafa gangrýnt þetta í dag, þar á meðal Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi flokksins og sömuleiðis eiginkona Sigmundar Davíðs. Gunnlaugur Sigmundsson faðir Sigmundar Davíðs sagði á Vísi í dag að Guðni hefði valið tímasetningu sína til árása á formanninn vel til að reyna að skaða hann sem mest. En vildi að öðru leiti ekki tjá sig. Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins hefur eins og Guðni áhyggjur af stöðunni og sagði í samtali við fréttastofu að staða Sigumundar Davíðs yrði erfiðari og erfiðari á meðan hann geri ekki hreint fyrir sínum dyrum. „Hann þarf að gera þetta í snatri og ég skil ekki að hann skuli ekki vera búinn að því. Ég hvet hann til þess að gera grein fyrir sínum málum og hreinsa til fyrir sínum dyrum og ég er viss um það að þá eru margir tilbúnir til þess að fyrirgefa honum en það er óskiljanlegt að hann skuli ekki vera búinn að því og ef hann getur það ekki þá liggur hann svo illa við höggi og þá er ekki hægt að styðja hann,“ sagði Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins í samtali við fréttastofu í dag. Öll spjót beinast nú að varaformanni Framsóknarflokksins sem hefur gefið því undir fótinn að bjóða sig fram til formanns en á miðstjórnarfundi flokksins á Akureyri um liðna helgi sagði Sigurður Ingi að hann gæti ekki boðið sig fram til endukjörs í varaformannsstólinn í óbreyttri stjórn flokksins. Hann hefur verið í opinberri heimsókn forsætisráðherra í Danmörku síðustu daga og kom heim í dag og vildi lítið tjá sig um stöðu flokksins eða sína stöðu við komuna til Keflavíkur.Kemur þú til með að bjóða þig fram til formanns á komandi flokksþingi?„Ég er bara að koma heim eftur Danmerkurferðina og ég vildi gjarna bara fá tækifæri til þess að fá að fara yfir það og svo skal ég tala við ykkur. En ég get ekki talað við ykkur um hluti sem ég hef ekki fengið tækifæri til þess að setja mig inn í.“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins.
Tengdar fréttir Stirt milli formanns og forsætisráðherra Menn eru sammála um að samræður á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina hafi verið hreinskiptar og hreinsað andrúmsloftið. 12. september 2016 06:30 Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Stirt milli formanns og forsætisráðherra Menn eru sammála um að samræður á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina hafi verið hreinskiptar og hreinsað andrúmsloftið. 12. september 2016 06:30
Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00
Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55