Reykjavíkurborg hefur gengið illa að ráða í stöður á leikskólum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. september 2016 19:00 Ráða þarf í 71 stöðugildi á leikskólum borgarinnar svo þeir geti starfað eðlilega. Manneklu má meðal annars rekja til uppgangs í samfélaginu þar sem launakjör á almennum vinnumarkaði eru betri bjóðast á leikskólum. Ástandið kemur illa við marga foreldra. Manneklan á leikskólum landsins er farinn að hafa áhrif víða nú þegar vetrarstarf er að komast í fullan gang. Undirmönnun á leikskólum landsins hefur keðjuverkandi áhrif til að mynda á foreldra en í dag þá hafa leikskólar þurft að senda hóp barna snemma heim til þess að þeir geti starfað eftir þeim reglum sem þeim eru settar. Formaður Félags leikskólakennara segir að vandamálið sé ekki nýtt af nálinni en í lögum segir að menntaðir leikskólakennarar eigi að vera 2/3 hluti þeirra sem stafa á leikskólum en illa hefur gengið að ráða í stöður í haust. „Eins og staðan er í dag og það er svo sem ekkert nýtt vandamál þá vantar um 1300 leikskólakennara á landsvísu til að uppfylla lágmarkskröfu laganna,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara. Fram hefur komið í fréttum í dag að manneklan sé slík og til að mynda hafi á einum leikskóla þurft að senda allt að fjórðung barna fyrr heim svo leikskólastarf geti starfað með eðlilegum hætti. „Reykjavíkurborg hefur gengið illa að manna stöður með leikskólakennurum og það er bara leiðinleg staðreynd. Við höfum átt mjög góð samtöl við forsvarsmenn Reykjavíkurborgar og menn taka þennan vanda mjög alvarlega og líta á þetta alvarlegum augum og það sem að ég tel og ég veit að Reykjavíkurborg er sammála mér í því að það þurfi að fara í langtíma aðgerðir að vinna að því hvernig við ætlum í sameiningu að fjölga leikskólakennurum,“ segir Haraldur. Haraldur segir að ástandið megi meðal annars rekja til þess að uppgangur sé þjóðfélaginu sem verði til þess að fólk leiti í betur launaðri störf. Sömuleiðis hafi ekki náðst að halda í við nýliðun innan stéttarinnar og... „...og svo getur auðvitað niðurskurður til langs tíma, hann hjálpar ekki, þannig að þetta er uppsafnaður vandi,“ segir Haraldur. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hélt fund með stjórnendum leikskóla Reykjavíkur í dag þar sem farið var yfir þessi mál og að honum loknum kom fréttatilkynning til fjölmiðla þar sem boðað er til fréttamannafundar í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun þar sem aðgerðaáætlun vegna skólamála verður kynnt. Tengdar fréttir Vantar starfsfólk á nær helming leikskóla Reykjavíkurborgar Fimmtíu stöðugildi ómönnuð í leikskólum. Börn send heim vegna manneklu. Starfsfólk flýr í önnur störf. 7. september 2016 06:45 Mótmæla að neyðarástand ríki í leiksskólunum Framsókn og flugvallarvinir vilja skipa neyðarhóp um skólamál í borginni. Meirihlutinn vísaði tillögunni frá, ætlar að snúa vörn í sókn en mun ekki endurskoða hagræðingu upp á 670 milljónir króna. 8. september 2016 07:00 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Ráða þarf í 71 stöðugildi á leikskólum borgarinnar svo þeir geti starfað eðlilega. Manneklu má meðal annars rekja til uppgangs í samfélaginu þar sem launakjör á almennum vinnumarkaði eru betri bjóðast á leikskólum. Ástandið kemur illa við marga foreldra. Manneklan á leikskólum landsins er farinn að hafa áhrif víða nú þegar vetrarstarf er að komast í fullan gang. Undirmönnun á leikskólum landsins hefur keðjuverkandi áhrif til að mynda á foreldra en í dag þá hafa leikskólar þurft að senda hóp barna snemma heim til þess að þeir geti starfað eftir þeim reglum sem þeim eru settar. Formaður Félags leikskólakennara segir að vandamálið sé ekki nýtt af nálinni en í lögum segir að menntaðir leikskólakennarar eigi að vera 2/3 hluti þeirra sem stafa á leikskólum en illa hefur gengið að ráða í stöður í haust. „Eins og staðan er í dag og það er svo sem ekkert nýtt vandamál þá vantar um 1300 leikskólakennara á landsvísu til að uppfylla lágmarkskröfu laganna,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara. Fram hefur komið í fréttum í dag að manneklan sé slík og til að mynda hafi á einum leikskóla þurft að senda allt að fjórðung barna fyrr heim svo leikskólastarf geti starfað með eðlilegum hætti. „Reykjavíkurborg hefur gengið illa að manna stöður með leikskólakennurum og það er bara leiðinleg staðreynd. Við höfum átt mjög góð samtöl við forsvarsmenn Reykjavíkurborgar og menn taka þennan vanda mjög alvarlega og líta á þetta alvarlegum augum og það sem að ég tel og ég veit að Reykjavíkurborg er sammála mér í því að það þurfi að fara í langtíma aðgerðir að vinna að því hvernig við ætlum í sameiningu að fjölga leikskólakennurum,“ segir Haraldur. Haraldur segir að ástandið megi meðal annars rekja til þess að uppgangur sé þjóðfélaginu sem verði til þess að fólk leiti í betur launaðri störf. Sömuleiðis hafi ekki náðst að halda í við nýliðun innan stéttarinnar og... „...og svo getur auðvitað niðurskurður til langs tíma, hann hjálpar ekki, þannig að þetta er uppsafnaður vandi,“ segir Haraldur. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hélt fund með stjórnendum leikskóla Reykjavíkur í dag þar sem farið var yfir þessi mál og að honum loknum kom fréttatilkynning til fjölmiðla þar sem boðað er til fréttamannafundar í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun þar sem aðgerðaáætlun vegna skólamála verður kynnt.
Tengdar fréttir Vantar starfsfólk á nær helming leikskóla Reykjavíkurborgar Fimmtíu stöðugildi ómönnuð í leikskólum. Börn send heim vegna manneklu. Starfsfólk flýr í önnur störf. 7. september 2016 06:45 Mótmæla að neyðarástand ríki í leiksskólunum Framsókn og flugvallarvinir vilja skipa neyðarhóp um skólamál í borginni. Meirihlutinn vísaði tillögunni frá, ætlar að snúa vörn í sókn en mun ekki endurskoða hagræðingu upp á 670 milljónir króna. 8. september 2016 07:00 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Vantar starfsfólk á nær helming leikskóla Reykjavíkurborgar Fimmtíu stöðugildi ómönnuð í leikskólum. Börn send heim vegna manneklu. Starfsfólk flýr í önnur störf. 7. september 2016 06:45
Mótmæla að neyðarástand ríki í leiksskólunum Framsókn og flugvallarvinir vilja skipa neyðarhóp um skólamál í borginni. Meirihlutinn vísaði tillögunni frá, ætlar að snúa vörn í sókn en mun ekki endurskoða hagræðingu upp á 670 milljónir króna. 8. september 2016 07:00