Reykjavíkurborg hefur gengið illa að ráða í stöður á leikskólum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. september 2016 19:00 Ráða þarf í 71 stöðugildi á leikskólum borgarinnar svo þeir geti starfað eðlilega. Manneklu má meðal annars rekja til uppgangs í samfélaginu þar sem launakjör á almennum vinnumarkaði eru betri bjóðast á leikskólum. Ástandið kemur illa við marga foreldra. Manneklan á leikskólum landsins er farinn að hafa áhrif víða nú þegar vetrarstarf er að komast í fullan gang. Undirmönnun á leikskólum landsins hefur keðjuverkandi áhrif til að mynda á foreldra en í dag þá hafa leikskólar þurft að senda hóp barna snemma heim til þess að þeir geti starfað eftir þeim reglum sem þeim eru settar. Formaður Félags leikskólakennara segir að vandamálið sé ekki nýtt af nálinni en í lögum segir að menntaðir leikskólakennarar eigi að vera 2/3 hluti þeirra sem stafa á leikskólum en illa hefur gengið að ráða í stöður í haust. „Eins og staðan er í dag og það er svo sem ekkert nýtt vandamál þá vantar um 1300 leikskólakennara á landsvísu til að uppfylla lágmarkskröfu laganna,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara. Fram hefur komið í fréttum í dag að manneklan sé slík og til að mynda hafi á einum leikskóla þurft að senda allt að fjórðung barna fyrr heim svo leikskólastarf geti starfað með eðlilegum hætti. „Reykjavíkurborg hefur gengið illa að manna stöður með leikskólakennurum og það er bara leiðinleg staðreynd. Við höfum átt mjög góð samtöl við forsvarsmenn Reykjavíkurborgar og menn taka þennan vanda mjög alvarlega og líta á þetta alvarlegum augum og það sem að ég tel og ég veit að Reykjavíkurborg er sammála mér í því að það þurfi að fara í langtíma aðgerðir að vinna að því hvernig við ætlum í sameiningu að fjölga leikskólakennurum,“ segir Haraldur. Haraldur segir að ástandið megi meðal annars rekja til þess að uppgangur sé þjóðfélaginu sem verði til þess að fólk leiti í betur launaðri störf. Sömuleiðis hafi ekki náðst að halda í við nýliðun innan stéttarinnar og... „...og svo getur auðvitað niðurskurður til langs tíma, hann hjálpar ekki, þannig að þetta er uppsafnaður vandi,“ segir Haraldur. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hélt fund með stjórnendum leikskóla Reykjavíkur í dag þar sem farið var yfir þessi mál og að honum loknum kom fréttatilkynning til fjölmiðla þar sem boðað er til fréttamannafundar í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun þar sem aðgerðaáætlun vegna skólamála verður kynnt. Tengdar fréttir Vantar starfsfólk á nær helming leikskóla Reykjavíkurborgar Fimmtíu stöðugildi ómönnuð í leikskólum. Börn send heim vegna manneklu. Starfsfólk flýr í önnur störf. 7. september 2016 06:45 Mótmæla að neyðarástand ríki í leiksskólunum Framsókn og flugvallarvinir vilja skipa neyðarhóp um skólamál í borginni. Meirihlutinn vísaði tillögunni frá, ætlar að snúa vörn í sókn en mun ekki endurskoða hagræðingu upp á 670 milljónir króna. 8. september 2016 07:00 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Ráða þarf í 71 stöðugildi á leikskólum borgarinnar svo þeir geti starfað eðlilega. Manneklu má meðal annars rekja til uppgangs í samfélaginu þar sem launakjör á almennum vinnumarkaði eru betri bjóðast á leikskólum. Ástandið kemur illa við marga foreldra. Manneklan á leikskólum landsins er farinn að hafa áhrif víða nú þegar vetrarstarf er að komast í fullan gang. Undirmönnun á leikskólum landsins hefur keðjuverkandi áhrif til að mynda á foreldra en í dag þá hafa leikskólar þurft að senda hóp barna snemma heim til þess að þeir geti starfað eftir þeim reglum sem þeim eru settar. Formaður Félags leikskólakennara segir að vandamálið sé ekki nýtt af nálinni en í lögum segir að menntaðir leikskólakennarar eigi að vera 2/3 hluti þeirra sem stafa á leikskólum en illa hefur gengið að ráða í stöður í haust. „Eins og staðan er í dag og það er svo sem ekkert nýtt vandamál þá vantar um 1300 leikskólakennara á landsvísu til að uppfylla lágmarkskröfu laganna,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara. Fram hefur komið í fréttum í dag að manneklan sé slík og til að mynda hafi á einum leikskóla þurft að senda allt að fjórðung barna fyrr heim svo leikskólastarf geti starfað með eðlilegum hætti. „Reykjavíkurborg hefur gengið illa að manna stöður með leikskólakennurum og það er bara leiðinleg staðreynd. Við höfum átt mjög góð samtöl við forsvarsmenn Reykjavíkurborgar og menn taka þennan vanda mjög alvarlega og líta á þetta alvarlegum augum og það sem að ég tel og ég veit að Reykjavíkurborg er sammála mér í því að það þurfi að fara í langtíma aðgerðir að vinna að því hvernig við ætlum í sameiningu að fjölga leikskólakennurum,“ segir Haraldur. Haraldur segir að ástandið megi meðal annars rekja til þess að uppgangur sé þjóðfélaginu sem verði til þess að fólk leiti í betur launaðri störf. Sömuleiðis hafi ekki náðst að halda í við nýliðun innan stéttarinnar og... „...og svo getur auðvitað niðurskurður til langs tíma, hann hjálpar ekki, þannig að þetta er uppsafnaður vandi,“ segir Haraldur. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hélt fund með stjórnendum leikskóla Reykjavíkur í dag þar sem farið var yfir þessi mál og að honum loknum kom fréttatilkynning til fjölmiðla þar sem boðað er til fréttamannafundar í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun þar sem aðgerðaáætlun vegna skólamála verður kynnt.
Tengdar fréttir Vantar starfsfólk á nær helming leikskóla Reykjavíkurborgar Fimmtíu stöðugildi ómönnuð í leikskólum. Börn send heim vegna manneklu. Starfsfólk flýr í önnur störf. 7. september 2016 06:45 Mótmæla að neyðarástand ríki í leiksskólunum Framsókn og flugvallarvinir vilja skipa neyðarhóp um skólamál í borginni. Meirihlutinn vísaði tillögunni frá, ætlar að snúa vörn í sókn en mun ekki endurskoða hagræðingu upp á 670 milljónir króna. 8. september 2016 07:00 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Vantar starfsfólk á nær helming leikskóla Reykjavíkurborgar Fimmtíu stöðugildi ómönnuð í leikskólum. Börn send heim vegna manneklu. Starfsfólk flýr í önnur störf. 7. september 2016 06:45
Mótmæla að neyðarástand ríki í leiksskólunum Framsókn og flugvallarvinir vilja skipa neyðarhóp um skólamál í borginni. Meirihlutinn vísaði tillögunni frá, ætlar að snúa vörn í sókn en mun ekki endurskoða hagræðingu upp á 670 milljónir króna. 8. september 2016 07:00