Reykjavíkurborg hefur gengið illa að ráða í stöður á leikskólum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. september 2016 19:00 Ráða þarf í 71 stöðugildi á leikskólum borgarinnar svo þeir geti starfað eðlilega. Manneklu má meðal annars rekja til uppgangs í samfélaginu þar sem launakjör á almennum vinnumarkaði eru betri bjóðast á leikskólum. Ástandið kemur illa við marga foreldra. Manneklan á leikskólum landsins er farinn að hafa áhrif víða nú þegar vetrarstarf er að komast í fullan gang. Undirmönnun á leikskólum landsins hefur keðjuverkandi áhrif til að mynda á foreldra en í dag þá hafa leikskólar þurft að senda hóp barna snemma heim til þess að þeir geti starfað eftir þeim reglum sem þeim eru settar. Formaður Félags leikskólakennara segir að vandamálið sé ekki nýtt af nálinni en í lögum segir að menntaðir leikskólakennarar eigi að vera 2/3 hluti þeirra sem stafa á leikskólum en illa hefur gengið að ráða í stöður í haust. „Eins og staðan er í dag og það er svo sem ekkert nýtt vandamál þá vantar um 1300 leikskólakennara á landsvísu til að uppfylla lágmarkskröfu laganna,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara. Fram hefur komið í fréttum í dag að manneklan sé slík og til að mynda hafi á einum leikskóla þurft að senda allt að fjórðung barna fyrr heim svo leikskólastarf geti starfað með eðlilegum hætti. „Reykjavíkurborg hefur gengið illa að manna stöður með leikskólakennurum og það er bara leiðinleg staðreynd. Við höfum átt mjög góð samtöl við forsvarsmenn Reykjavíkurborgar og menn taka þennan vanda mjög alvarlega og líta á þetta alvarlegum augum og það sem að ég tel og ég veit að Reykjavíkurborg er sammála mér í því að það þurfi að fara í langtíma aðgerðir að vinna að því hvernig við ætlum í sameiningu að fjölga leikskólakennurum,“ segir Haraldur. Haraldur segir að ástandið megi meðal annars rekja til þess að uppgangur sé þjóðfélaginu sem verði til þess að fólk leiti í betur launaðri störf. Sömuleiðis hafi ekki náðst að halda í við nýliðun innan stéttarinnar og... „...og svo getur auðvitað niðurskurður til langs tíma, hann hjálpar ekki, þannig að þetta er uppsafnaður vandi,“ segir Haraldur. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hélt fund með stjórnendum leikskóla Reykjavíkur í dag þar sem farið var yfir þessi mál og að honum loknum kom fréttatilkynning til fjölmiðla þar sem boðað er til fréttamannafundar í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun þar sem aðgerðaáætlun vegna skólamála verður kynnt. Tengdar fréttir Vantar starfsfólk á nær helming leikskóla Reykjavíkurborgar Fimmtíu stöðugildi ómönnuð í leikskólum. Börn send heim vegna manneklu. Starfsfólk flýr í önnur störf. 7. september 2016 06:45 Mótmæla að neyðarástand ríki í leiksskólunum Framsókn og flugvallarvinir vilja skipa neyðarhóp um skólamál í borginni. Meirihlutinn vísaði tillögunni frá, ætlar að snúa vörn í sókn en mun ekki endurskoða hagræðingu upp á 670 milljónir króna. 8. september 2016 07:00 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Ráða þarf í 71 stöðugildi á leikskólum borgarinnar svo þeir geti starfað eðlilega. Manneklu má meðal annars rekja til uppgangs í samfélaginu þar sem launakjör á almennum vinnumarkaði eru betri bjóðast á leikskólum. Ástandið kemur illa við marga foreldra. Manneklan á leikskólum landsins er farinn að hafa áhrif víða nú þegar vetrarstarf er að komast í fullan gang. Undirmönnun á leikskólum landsins hefur keðjuverkandi áhrif til að mynda á foreldra en í dag þá hafa leikskólar þurft að senda hóp barna snemma heim til þess að þeir geti starfað eftir þeim reglum sem þeim eru settar. Formaður Félags leikskólakennara segir að vandamálið sé ekki nýtt af nálinni en í lögum segir að menntaðir leikskólakennarar eigi að vera 2/3 hluti þeirra sem stafa á leikskólum en illa hefur gengið að ráða í stöður í haust. „Eins og staðan er í dag og það er svo sem ekkert nýtt vandamál þá vantar um 1300 leikskólakennara á landsvísu til að uppfylla lágmarkskröfu laganna,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara. Fram hefur komið í fréttum í dag að manneklan sé slík og til að mynda hafi á einum leikskóla þurft að senda allt að fjórðung barna fyrr heim svo leikskólastarf geti starfað með eðlilegum hætti. „Reykjavíkurborg hefur gengið illa að manna stöður með leikskólakennurum og það er bara leiðinleg staðreynd. Við höfum átt mjög góð samtöl við forsvarsmenn Reykjavíkurborgar og menn taka þennan vanda mjög alvarlega og líta á þetta alvarlegum augum og það sem að ég tel og ég veit að Reykjavíkurborg er sammála mér í því að það þurfi að fara í langtíma aðgerðir að vinna að því hvernig við ætlum í sameiningu að fjölga leikskólakennurum,“ segir Haraldur. Haraldur segir að ástandið megi meðal annars rekja til þess að uppgangur sé þjóðfélaginu sem verði til þess að fólk leiti í betur launaðri störf. Sömuleiðis hafi ekki náðst að halda í við nýliðun innan stéttarinnar og... „...og svo getur auðvitað niðurskurður til langs tíma, hann hjálpar ekki, þannig að þetta er uppsafnaður vandi,“ segir Haraldur. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hélt fund með stjórnendum leikskóla Reykjavíkur í dag þar sem farið var yfir þessi mál og að honum loknum kom fréttatilkynning til fjölmiðla þar sem boðað er til fréttamannafundar í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun þar sem aðgerðaáætlun vegna skólamála verður kynnt.
Tengdar fréttir Vantar starfsfólk á nær helming leikskóla Reykjavíkurborgar Fimmtíu stöðugildi ómönnuð í leikskólum. Börn send heim vegna manneklu. Starfsfólk flýr í önnur störf. 7. september 2016 06:45 Mótmæla að neyðarástand ríki í leiksskólunum Framsókn og flugvallarvinir vilja skipa neyðarhóp um skólamál í borginni. Meirihlutinn vísaði tillögunni frá, ætlar að snúa vörn í sókn en mun ekki endurskoða hagræðingu upp á 670 milljónir króna. 8. september 2016 07:00 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Vantar starfsfólk á nær helming leikskóla Reykjavíkurborgar Fimmtíu stöðugildi ómönnuð í leikskólum. Börn send heim vegna manneklu. Starfsfólk flýr í önnur störf. 7. september 2016 06:45
Mótmæla að neyðarástand ríki í leiksskólunum Framsókn og flugvallarvinir vilja skipa neyðarhóp um skólamál í borginni. Meirihlutinn vísaði tillögunni frá, ætlar að snúa vörn í sókn en mun ekki endurskoða hagræðingu upp á 670 milljónir króna. 8. september 2016 07:00