Mótmæla að neyðarástand ríki í leiksskólunum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. september 2016 07:00 Borgaryfirvöld segjast ekki ætla að taka til baka 670 milljóna króna hagræðingarkröfu á Skóla- og frístundasvið. vísir/eyþór Á borgarstjórnarfundi í fyrradag komu Framsókn og flugvallarvinir með þá tillögu að neyðarhópur yrði skipaður um vanda leikskóla í borginni og skilaði niðurstöðum í lok september. Meirihlutinn vísaði tillögunni frá og Sjálfstæðisflokkur sat hjá enda vilja borgarfulltrúar hans beina sjónum að öllum skólastigum, sem séu fjársvelt.Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðsSkúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir enga ástæðu til að setja það góða starf sem unnið er á leikskólum í samhengi við neyðarástand. Það sé nú forgangsverkefni meirihlutans að bæta rekstrarskilyrði leikskólanna eftir tímabil aðhalds og sparnaðar. Tillögur hafi verið í mótun undanfarnar vikur og verði kynntar og settar í framkvæmd strax í þessum mánuði. „Við ætlum að snúa vörn í sókn,“ segir Skúli. 670 milljóna króna hagræðingarkrafa á Skóla- og frístundasvið verði þó ekki tekin til baka. „Við horfum fram á veginn. Við teljum að þær aðgerðir sem voru gerðar hafi verið skynsamlegar til að færa fjármagnið til. Sú ákvörðun byggði á þverpólitískri vinnu starfshópa.“ Skúli segir hluta af tillögunum koma til framkvæmda strax, annar hluti um áramót og sá þriðji fari í fjárhagsáætlun næsta árs. Hann vill ekki fara nánar út í hvaða breytingar verði gerðar en jánkar því að auðvitað snúist þetta um peninga og að sjónum verði beint að bættu starfsumhverfi og nýliðun í starfsstéttinni. „Við erum búin að ná þannig utan um reksturinn með hagræðingu síðustu ár að við getum farið að bæta aftur í,“ segir hann. Leikskólar taka á sig 79,3 milljóna króna niðurskurð og grunnskólar 183,1 milljón af 670 milljóna króna hagræðingarkröfu á Skóla- og frístundasvið borgarinnar. Hins vegar þurfa leik- og grunnskólar einnig að taka með sér halla ársins yfir á nýtt ár en fjölmargir skólar glíma við halla í kjölfar niðurskurðar síðustu árin. Þar að auki hækkuðu laun starfsstétta á sviðinu á árinu án þess að því væri mætt með auknu fjármagni. Það þýðir að minna fjármagn fer í aðra kostnaðarliði, svo sem mat, viðhald og annan rekstur. Öll þessi atriði hafa þrengt verulega að leik- og grunnskólum í borginni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vantar starfsfólk á nær helming leikskóla Reykjavíkurborgar Fimmtíu stöðugildi ómönnuð í leikskólum. Börn send heim vegna manneklu. Starfsfólk flýr í önnur störf. 7. september 2016 06:45 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Á borgarstjórnarfundi í fyrradag komu Framsókn og flugvallarvinir með þá tillögu að neyðarhópur yrði skipaður um vanda leikskóla í borginni og skilaði niðurstöðum í lok september. Meirihlutinn vísaði tillögunni frá og Sjálfstæðisflokkur sat hjá enda vilja borgarfulltrúar hans beina sjónum að öllum skólastigum, sem séu fjársvelt.Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðsSkúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir enga ástæðu til að setja það góða starf sem unnið er á leikskólum í samhengi við neyðarástand. Það sé nú forgangsverkefni meirihlutans að bæta rekstrarskilyrði leikskólanna eftir tímabil aðhalds og sparnaðar. Tillögur hafi verið í mótun undanfarnar vikur og verði kynntar og settar í framkvæmd strax í þessum mánuði. „Við ætlum að snúa vörn í sókn,“ segir Skúli. 670 milljóna króna hagræðingarkrafa á Skóla- og frístundasvið verði þó ekki tekin til baka. „Við horfum fram á veginn. Við teljum að þær aðgerðir sem voru gerðar hafi verið skynsamlegar til að færa fjármagnið til. Sú ákvörðun byggði á þverpólitískri vinnu starfshópa.“ Skúli segir hluta af tillögunum koma til framkvæmda strax, annar hluti um áramót og sá þriðji fari í fjárhagsáætlun næsta árs. Hann vill ekki fara nánar út í hvaða breytingar verði gerðar en jánkar því að auðvitað snúist þetta um peninga og að sjónum verði beint að bættu starfsumhverfi og nýliðun í starfsstéttinni. „Við erum búin að ná þannig utan um reksturinn með hagræðingu síðustu ár að við getum farið að bæta aftur í,“ segir hann. Leikskólar taka á sig 79,3 milljóna króna niðurskurð og grunnskólar 183,1 milljón af 670 milljóna króna hagræðingarkröfu á Skóla- og frístundasvið borgarinnar. Hins vegar þurfa leik- og grunnskólar einnig að taka með sér halla ársins yfir á nýtt ár en fjölmargir skólar glíma við halla í kjölfar niðurskurðar síðustu árin. Þar að auki hækkuðu laun starfsstétta á sviðinu á árinu án þess að því væri mætt með auknu fjármagni. Það þýðir að minna fjármagn fer í aðra kostnaðarliði, svo sem mat, viðhald og annan rekstur. Öll þessi atriði hafa þrengt verulega að leik- og grunnskólum í borginni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vantar starfsfólk á nær helming leikskóla Reykjavíkurborgar Fimmtíu stöðugildi ómönnuð í leikskólum. Börn send heim vegna manneklu. Starfsfólk flýr í önnur störf. 7. september 2016 06:45 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Vantar starfsfólk á nær helming leikskóla Reykjavíkurborgar Fimmtíu stöðugildi ómönnuð í leikskólum. Börn send heim vegna manneklu. Starfsfólk flýr í önnur störf. 7. september 2016 06:45