Erlent

Norður-kóreskur grínþáttur gerir stólpagrín að Obama

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þátturinn vakti mikla lukku á meðal áhorfenda í sal
Þátturinn vakti mikla lukku á meðal áhorfenda í sal Vísir
Grínþáttur í anda Saturday Night Live var sendur út í ríkissjónvarpi Norður-Kóreu á dögunum. Í þættinum er gert stólpagrín að Bandaríkaforseta og nýlegum kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu.

Í þættinum, sem er 80 mínútna langur, fékk einn leikari það hlutverk að leika Barack Obama Bandaríkjaforseti og annar það hlutverk að leika ritara forsetans.

Í einu atriði sést leikarinn sem leikur Obama ganga inn á svið með alblóðugt höfuð og spyr þá ritarinn hvort það sé ekki allt í lagi.

Þá segir Obama: Ég datt og rak höfuðuð í baðherbergisgólfið og braut fjórar flísar því ég var svo hneykslaður á því að Norður-Kórea skyldi hafa sprengt kjarnorkusprengju.

Ritarinn svarar: Herra forseti, þú varst því að prófa hversu sterk höfuðkúpan þín væri á sama tíma og Norður-Kórea var að prófa kjarnorkusprengju?

Við það springa áhorfendur úr hlátri og ljóst að brandarinn hefur slegið í gegn. Erfitt er þó að segja að hann skili sér alla leið til Íslands á norður-kóresku en atriðið má sjá hér í myndbandinu fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Stærsta kjarnorkusprenging Norður Kóreu til þessa

Norður Kóreumenn sprengdu í nótt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Sprengjan er talin hafa verið öflug, enda framkallaði hún jarðskjálfta sem mældist 5,3 stig og telja sérfræðingar að þetta hafi verið öflugasta tilraunasprenging þeirra til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×