Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. september 2016 20:30 Stelpurnar fagna marki Hallberu Gísladóttur. vísir/anton Ísland hélt upp á sæti sitt í úrslitakeppni EM í Hollandi með því að vinna öruggan 4-0 sigur á Slóveníu í næstsíðasta leik sínum í undankeppninni. Fyrr í dag varð ljóst að Ísland væri öruggt með sæti sitt á EM en það kom í ljós eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi. En með sigrinum náði Ísland aftur þriggja stiga forystu á toppi riðilsins með fullt hús stiga. Stelpurnar hafa raunar ekki enn fengið á sig mark. Þær mæta Skotum í lokaleik sínum á Laugardalsvellinum á þriðjudag og dugir þar jafntefli til að tryggja sér toppsætið í riðlinum. Hallbera Guðný Gísladóttir kom Íslandi á bragðið í dag með góðu langskoti en hún lagði svo upp tvö næstu mörk leiksins, bæði fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur. Varamaðurinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði svo fjórða og síðasta mark Íslands. Alls lögðu 6037 áhorfendur leið sína í Laugardalinn í kvöld og var áhorfendamet kvennalandsliðsins næstum slegið en það stendur enn í 6647 áhorfendum. Var það sett fyrir fjórum árum er Ísland tryggði sér sæti á EM 2013 með sigri á Úkraínu. Sigurinn var öruggur eins og tölurnar bera með sér. Íslenska byrjaði rólega en eftir að Hallbera skoraði, að vísu heldur óvænt, með háu skoti sem hafnaði í markhorninu jókst sóknarþungi íslenska liðsins hægt og rólega. Dagný skoraði bæði sín mörk með skalla. Það fyrra á 21. mínútu eftir hornspyrnu og það síðara strax á upphafsmínútu síðari hálfleiks. Í öllum þessum þremur mörkum leit Sonja Cevnik, markvörður Slóveníu, heldur illa út. Slóvenar gerðu sig nokkrum sinnum líklega til að skora í leiknum en Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur ekki fengið á sig mark í allri undankeppninni og það breyttist ekki í kvöld. Örlítil værukærð virtist á köflum grípa um sig í varnarleik íslenska liðsins en stelpunum var ekki refsað fyrir það að þessu sinni. Gunnhildur Yrsa átti svo góða innkomu inn á miðjuna og skoraði fjórða mark Íslands, einnig með góðum skalla en nú eftir sendingu Hólmfríðar Magnúsdóttur. Eftir það var það aðeins formsatriði að sigla öruggum sigri í höfn. Slóvenar fengu reyndar algert dauðafæri í uppbótartímanum en Kaja Erzen náði ekki að stýra boltanum í netið þó svo að Guðbjörg hefði verið farin úr markinu. Það virðist einfaldlega skrifað í skýin að Ísland ætli að halda marki sínu hreinu alla undankeppnina. Frábær árangur Íslands staðreynd, enda liðið komið í úrslit þriðja skiptið í röð. Enn og aftur sýndu okkar konur að íslenska liðið er eitt það besta í álfunni.vísir/anton brink Íslenski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fleiri fréttir Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Sjá meira
Ísland hélt upp á sæti sitt í úrslitakeppni EM í Hollandi með því að vinna öruggan 4-0 sigur á Slóveníu í næstsíðasta leik sínum í undankeppninni. Fyrr í dag varð ljóst að Ísland væri öruggt með sæti sitt á EM en það kom í ljós eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi. En með sigrinum náði Ísland aftur þriggja stiga forystu á toppi riðilsins með fullt hús stiga. Stelpurnar hafa raunar ekki enn fengið á sig mark. Þær mæta Skotum í lokaleik sínum á Laugardalsvellinum á þriðjudag og dugir þar jafntefli til að tryggja sér toppsætið í riðlinum. Hallbera Guðný Gísladóttir kom Íslandi á bragðið í dag með góðu langskoti en hún lagði svo upp tvö næstu mörk leiksins, bæði fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur. Varamaðurinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði svo fjórða og síðasta mark Íslands. Alls lögðu 6037 áhorfendur leið sína í Laugardalinn í kvöld og var áhorfendamet kvennalandsliðsins næstum slegið en það stendur enn í 6647 áhorfendum. Var það sett fyrir fjórum árum er Ísland tryggði sér sæti á EM 2013 með sigri á Úkraínu. Sigurinn var öruggur eins og tölurnar bera með sér. Íslenska byrjaði rólega en eftir að Hallbera skoraði, að vísu heldur óvænt, með háu skoti sem hafnaði í markhorninu jókst sóknarþungi íslenska liðsins hægt og rólega. Dagný skoraði bæði sín mörk með skalla. Það fyrra á 21. mínútu eftir hornspyrnu og það síðara strax á upphafsmínútu síðari hálfleiks. Í öllum þessum þremur mörkum leit Sonja Cevnik, markvörður Slóveníu, heldur illa út. Slóvenar gerðu sig nokkrum sinnum líklega til að skora í leiknum en Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur ekki fengið á sig mark í allri undankeppninni og það breyttist ekki í kvöld. Örlítil værukærð virtist á köflum grípa um sig í varnarleik íslenska liðsins en stelpunum var ekki refsað fyrir það að þessu sinni. Gunnhildur Yrsa átti svo góða innkomu inn á miðjuna og skoraði fjórða mark Íslands, einnig með góðum skalla en nú eftir sendingu Hólmfríðar Magnúsdóttur. Eftir það var það aðeins formsatriði að sigla öruggum sigri í höfn. Slóvenar fengu reyndar algert dauðafæri í uppbótartímanum en Kaja Erzen náði ekki að stýra boltanum í netið þó svo að Guðbjörg hefði verið farin úr markinu. Það virðist einfaldlega skrifað í skýin að Ísland ætli að halda marki sínu hreinu alla undankeppnina. Frábær árangur Íslands staðreynd, enda liðið komið í úrslit þriðja skiptið í röð. Enn og aftur sýndu okkar konur að íslenska liðið er eitt það besta í álfunni.vísir/anton brink
Íslenski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fleiri fréttir Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Sjá meira