Margrét Lára: Sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni Anton Ingi Leifsson skrifar 16. september 2016 21:05 Margrét Lára í baráttunni í dag. vísir/anton Margrét Lára VIðarsdóttir, fyrirliði Íslands, sér ekki eftir því að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni og snúið til baka í íslenska landsliðið í fótbolta. Hún er fyrirliði liðsins sem tryggði sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar í dag. „Það var mjög auðvelt að gíra sig upp í þetta. Við visusm þetta upp á hóteli áður en við fórum niður á völl,” sagði Margrét Lára í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Við vorum búnar að undirbúa okkur svo vel og erum það metnaðarfullt lið að við ætluðum ekki að láta þessi úrslit taka okkur úr jafnvægi,” sagði Margrét Lára. „Við ætluðum að vinna þennan leik í dag og ætlum að vinna þennan riðil. Það markmið er enn mjög ásjáanlegt og við ætlum bara að keyra á það.” Ísland hefur enn ekki fengið á sig mark í þessari undankeppni og segir Margrét Lára að þetta sé mikill heiður að bera fyrirliðabandið í þessu frábæra liði. „Það er mikill heiður að vera fyrirliði þessa liðs. Maður fær bara gæsahúð að hugsa til þess. Það er æðislegt að fá að taka þátt í þessu og ég sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni því það var allt þess virði. Þetta er yndisleg.” „Mér fannst spilamennskan mjög góð. Við vorum að spila vel fyrstu 30 mínúturnar, en duttum niður síðustu fimmtán í fyrri. Það kom þessi brjálaða rigning og síðan ræddum við málin í hálfleik og gíruðum okkur aftur upp.” „Við kláruðum þennan leik frábærlega. Það voru margir leikmenn sem fengu fullt af mínútum og fengu sénsinn. Þær stóðu sig allar frábærlega.” Ísland mætir Skotlandi á þriðjudag og þarf liðið að tapa með sex marka mun til þess að missa toppsætið í hendur Skotlands. „Við ætlum að klára þetta með stæl, en við erum reyndar með ákjósanlega markatölu á þær líka. Við erum ekkert að láta það trufla okkur. Við ætlum að vinna leikinn gegn þeim og halda hreinu. Það væri magnað afrek að ná því, þó við séum búnar að ná góðum árangri.” Margrét segir að það verði lítið um fögnuð í kvöld, en benti þó á að á næsta borði lágu pítsur fyrir liðið. „Nei, mér sýnist það verða komnar einhverjar pítsur þarna. Við komum okkur bara niður á jörðina, en það er mjög erfiður leikur á þriðjudaginn,” sem var orðlaus yfir stuðningnum á Laugardalsvelli í kvöld: „Ég þakka bara fyrir stuðninginn. Þetta var geggjað! Ég hef aldrei spilað á Laugardalsvelli með svona frábæra stemningu og ég veit það fyrir víst að það verði helmingi fleirra fólk á þriðjudaginn, en hversu mikið af fólki vill Margrét fá til Hollands næsta sumar? „Ég vil fá alla sem komu í sumar til Frakklands því þetta skiptir miklu máli og við finnum það. Fyrir hverja fjögur til fimm þúsund manns hefur það mjög mikil áhrif því í kvennaboltanum þarf ekki mikið til.” „Að fá 4-5 þúsund manns skiptir miklu máli því það eru ekki eins margir stuðningsmenn hinna liðanna. Við getum átt stemninguna innan og utan vallar.” Harpa Þorsteinsdóttir gat ekki spilað með Íslandi í kvöld, en hún ber barn undir belti. Verður Harpa mætt, eins og Margrét Lára, til Hollands næsta sumar að spila fyrir Íslands hönd? „Ég ætla ekki að vera svo brött að svara fyrir hennar hönd, en hún hefur gert þetta áður. Hún kann þessa uppskrift og við vonumst til þess að hún nái að koma sem fyrst til baka, en hún er að fá miklu stærra hlutverk, að eignast barn,” sagði Margrét og bætti við að lokum: „Við sýnum henni stuðning, en hún verður að meta það sjálf hvernig þetta fer allt saman í hana.” EM 2017 í Hollandi Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Sjá meira
Margrét Lára VIðarsdóttir, fyrirliði Íslands, sér ekki eftir því að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni og snúið til baka í íslenska landsliðið í fótbolta. Hún er fyrirliði liðsins sem tryggði sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar í dag. „Það var mjög auðvelt að gíra sig upp í þetta. Við visusm þetta upp á hóteli áður en við fórum niður á völl,” sagði Margrét Lára í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Við vorum búnar að undirbúa okkur svo vel og erum það metnaðarfullt lið að við ætluðum ekki að láta þessi úrslit taka okkur úr jafnvægi,” sagði Margrét Lára. „Við ætluðum að vinna þennan leik í dag og ætlum að vinna þennan riðil. Það markmið er enn mjög ásjáanlegt og við ætlum bara að keyra á það.” Ísland hefur enn ekki fengið á sig mark í þessari undankeppni og segir Margrét Lára að þetta sé mikill heiður að bera fyrirliðabandið í þessu frábæra liði. „Það er mikill heiður að vera fyrirliði þessa liðs. Maður fær bara gæsahúð að hugsa til þess. Það er æðislegt að fá að taka þátt í þessu og ég sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni því það var allt þess virði. Þetta er yndisleg.” „Mér fannst spilamennskan mjög góð. Við vorum að spila vel fyrstu 30 mínúturnar, en duttum niður síðustu fimmtán í fyrri. Það kom þessi brjálaða rigning og síðan ræddum við málin í hálfleik og gíruðum okkur aftur upp.” „Við kláruðum þennan leik frábærlega. Það voru margir leikmenn sem fengu fullt af mínútum og fengu sénsinn. Þær stóðu sig allar frábærlega.” Ísland mætir Skotlandi á þriðjudag og þarf liðið að tapa með sex marka mun til þess að missa toppsætið í hendur Skotlands. „Við ætlum að klára þetta með stæl, en við erum reyndar með ákjósanlega markatölu á þær líka. Við erum ekkert að láta það trufla okkur. Við ætlum að vinna leikinn gegn þeim og halda hreinu. Það væri magnað afrek að ná því, þó við séum búnar að ná góðum árangri.” Margrét segir að það verði lítið um fögnuð í kvöld, en benti þó á að á næsta borði lágu pítsur fyrir liðið. „Nei, mér sýnist það verða komnar einhverjar pítsur þarna. Við komum okkur bara niður á jörðina, en það er mjög erfiður leikur á þriðjudaginn,” sem var orðlaus yfir stuðningnum á Laugardalsvelli í kvöld: „Ég þakka bara fyrir stuðninginn. Þetta var geggjað! Ég hef aldrei spilað á Laugardalsvelli með svona frábæra stemningu og ég veit það fyrir víst að það verði helmingi fleirra fólk á þriðjudaginn, en hversu mikið af fólki vill Margrét fá til Hollands næsta sumar? „Ég vil fá alla sem komu í sumar til Frakklands því þetta skiptir miklu máli og við finnum það. Fyrir hverja fjögur til fimm þúsund manns hefur það mjög mikil áhrif því í kvennaboltanum þarf ekki mikið til.” „Að fá 4-5 þúsund manns skiptir miklu máli því það eru ekki eins margir stuðningsmenn hinna liðanna. Við getum átt stemninguna innan og utan vallar.” Harpa Þorsteinsdóttir gat ekki spilað með Íslandi í kvöld, en hún ber barn undir belti. Verður Harpa mætt, eins og Margrét Lára, til Hollands næsta sumar að spila fyrir Íslands hönd? „Ég ætla ekki að vera svo brött að svara fyrir hennar hönd, en hún hefur gert þetta áður. Hún kann þessa uppskrift og við vonumst til þess að hún nái að koma sem fyrst til baka, en hún er að fá miklu stærra hlutverk, að eignast barn,” sagði Margrét og bætti við að lokum: „Við sýnum henni stuðning, en hún verður að meta það sjálf hvernig þetta fer allt saman í hana.”
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu