Dagný: Ætlum að spila enn betur gegn Skotum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. september 2016 21:41 Dagný skorar fyrra mark sitt. vísir/anton Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk þegar Ísland vann 4-0 sigur á Slóveníu í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2017 í kvöld. „Þetta er rosalega ljúft og draumurinn er að rætast aftur. Við vissum að við værum komnar áfram fyrir leik en það var mikilvægt að fá þrjú stig í dag því við ætlum að vinna riðilinn,“ sagði Dagný í samtali við Vísi eftir leik. Nokkrum klukkutímum fyrir leikinn bárust þær fréttir að Ísland væri komið áfram vegna hagstæðra úrslita í öðrum riðli. En breytti það á einhvern hátt hugarfarinu eða undirbúningi liðsins fyrir leikinn í kvöld? „Nei, ég held ekki. Við vissum að við þyrftum alltaf þessi þrjú stig til að vinna riðilinn,“ sagði Dagný sem kvaðst að mestu ánægð með spilamennsku íslenska liðsins í kvöld. „Þetta var svolítið kaflaskipt. Við vorum góðar fyrstu 30 mínúturnar en duttum niður rétt fyrir hálfleik. Þetta var upp og niður í seinni hálfleik en við skoruðum góð mörk og tókum þrjú stig,“ sagði Dagný. Hún segir að íslenska liðið vilji spila enn betur gegn Skotlandi á þriðjudaginn. „Það sást kannski að það var langt síðan við vorum seinast saman. Nú fáum við nokkra daga í viðbót til æfa og við stefnum að því að spila ennþá betur gegn Skotum,“ sagði Dagný sem segir mikilvægt að klára undankeppnina með fullu húsi stiga og án þess að fá á sig mark. „Það væri frábært og hefur aldrei skeð áður hjá íslenska kvennalandsliðinu.“ Dagný skoraði tvö mörk í kvöld en auk þess var eitt mark dæmt af henni vegna rangstöðu. „Ég er alltaf ánægð með að skora mörk þótt það skipti ekki öllu máli hver gerir það. En það var sárt að koma út af og heyra að þetta hafi ekki verið rangstaða,“ sagði Dagný sem er alls komin með sjö mörk í undankeppninni. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk þegar Ísland vann 4-0 sigur á Slóveníu í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2017 í kvöld. „Þetta er rosalega ljúft og draumurinn er að rætast aftur. Við vissum að við værum komnar áfram fyrir leik en það var mikilvægt að fá þrjú stig í dag því við ætlum að vinna riðilinn,“ sagði Dagný í samtali við Vísi eftir leik. Nokkrum klukkutímum fyrir leikinn bárust þær fréttir að Ísland væri komið áfram vegna hagstæðra úrslita í öðrum riðli. En breytti það á einhvern hátt hugarfarinu eða undirbúningi liðsins fyrir leikinn í kvöld? „Nei, ég held ekki. Við vissum að við þyrftum alltaf þessi þrjú stig til að vinna riðilinn,“ sagði Dagný sem kvaðst að mestu ánægð með spilamennsku íslenska liðsins í kvöld. „Þetta var svolítið kaflaskipt. Við vorum góðar fyrstu 30 mínúturnar en duttum niður rétt fyrir hálfleik. Þetta var upp og niður í seinni hálfleik en við skoruðum góð mörk og tókum þrjú stig,“ sagði Dagný. Hún segir að íslenska liðið vilji spila enn betur gegn Skotlandi á þriðjudaginn. „Það sást kannski að það var langt síðan við vorum seinast saman. Nú fáum við nokkra daga í viðbót til æfa og við stefnum að því að spila ennþá betur gegn Skotum,“ sagði Dagný sem segir mikilvægt að klára undankeppnina með fullu húsi stiga og án þess að fá á sig mark. „Það væri frábært og hefur aldrei skeð áður hjá íslenska kvennalandsliðinu.“ Dagný skoraði tvö mörk í kvöld en auk þess var eitt mark dæmt af henni vegna rangstöðu. „Ég er alltaf ánægð með að skora mörk þótt það skipti ekki öllu máli hver gerir það. En það var sárt að koma út af og heyra að þetta hafi ekki verið rangstaða,“ sagði Dagný sem er alls komin með sjö mörk í undankeppninni.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira