Skandallinn sem ekki fer Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. september 2016 07:00 Luiz Inacio Lula da Silva og Dilma Rousseff á blaðamannafundi í maí þegar hún var enn forsætisráðherra. vísir/EPA Málaferlum sem tengjast Petrobras-hneykslinu í Brasilíu er engan veginn lokið þótt Dilma Rousseff hafi verið rekin úr forsetaembættinu í sumar. Í síðustu viku var forveri hennar, Luiz Inacio Lula da Silva, ákærður fyrir spillingu í tengslum við hneykslið. Hann er sagður hafa tekið þátt í spillingunni, meðal annars með því að telja ekki fram til skatts glæsiíbúð mikla í Guaraja, sem hann segist þó aldrei hafa átt. Deltan Dalagnol ríkissaksóknari segir að Lula hafi meira að segja verið höfuðpaurinn í Petrobras-málinu: „Lula var á toppi valdapíramídans,“ sagði saksóknarinn á blaðamannafundi. „Án ákvörðunarvalds hans hefði þessi svikamylla aldrei getað verið til.“ Þau Lula og Dilma voru vinsælustu stjórnmálamenn Brasilíu lengi vel, að minnsta kosti Lula. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur almenningur þó misst álit á öllum stjórnmálamönnum. Lula var stofnandi Verkamannaflokksins og vann stórsigur í kosningum árið 2003. Dilma var náinn samstarfsmaður hans og tók við af honum árið 2011. Þau segja pólitíska andstæðinga sína standa á bak við dómsmálin. „Ef þau sanna að ég hafi verið spilltur, þá skal ég sjálfur gefa mig fram og gerast fangi,“ sagði Lula við blaðamenn. Petrobras-svikamyllan snerist um að stjórnmálamenn veittu verktakafyrirtækinu Petrobras samninga gegn mútum. Í ljós hefur komið að þessi iðja var afar útbreidd. Málið hefur að mörgu leyti lamað allt samfélagið, jafnt stjórnmálin sem efnahagslífið. Fréttaskýrendur hafa meira að segja sagt, sumir hverjir, að múturnar hafi verið nauðsynlegar til að halda samfélaginu gangandi. Hagfræðingar eru að vonast til að efnahagurinn byrji að rétta úr kútnum á næsta ári eftir erfiða kreppu. Óvíst er hins vegar hvort dómsmálin tengd Petrobras muni til lengdar draga nokkuð úr spillingunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rússíbanareið Dilmu Rousseff í embætti forseta Brasilíu Valdatíð Dilmu Rousseff hefur verið stormasöm þar sem skipst hafa á skin og skúrir. 1. september 2016 13:31 Rouseff vikið úr embætti forseta Brasilískir öldungadeildarþingmenn kusu gegn forsetanum sem hefur verið sökuð um hylma yfir vaxandi tekjuhalla ríkisins. 31. ágúst 2016 16:48 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Málaferlum sem tengjast Petrobras-hneykslinu í Brasilíu er engan veginn lokið þótt Dilma Rousseff hafi verið rekin úr forsetaembættinu í sumar. Í síðustu viku var forveri hennar, Luiz Inacio Lula da Silva, ákærður fyrir spillingu í tengslum við hneykslið. Hann er sagður hafa tekið þátt í spillingunni, meðal annars með því að telja ekki fram til skatts glæsiíbúð mikla í Guaraja, sem hann segist þó aldrei hafa átt. Deltan Dalagnol ríkissaksóknari segir að Lula hafi meira að segja verið höfuðpaurinn í Petrobras-málinu: „Lula var á toppi valdapíramídans,“ sagði saksóknarinn á blaðamannafundi. „Án ákvörðunarvalds hans hefði þessi svikamylla aldrei getað verið til.“ Þau Lula og Dilma voru vinsælustu stjórnmálamenn Brasilíu lengi vel, að minnsta kosti Lula. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur almenningur þó misst álit á öllum stjórnmálamönnum. Lula var stofnandi Verkamannaflokksins og vann stórsigur í kosningum árið 2003. Dilma var náinn samstarfsmaður hans og tók við af honum árið 2011. Þau segja pólitíska andstæðinga sína standa á bak við dómsmálin. „Ef þau sanna að ég hafi verið spilltur, þá skal ég sjálfur gefa mig fram og gerast fangi,“ sagði Lula við blaðamenn. Petrobras-svikamyllan snerist um að stjórnmálamenn veittu verktakafyrirtækinu Petrobras samninga gegn mútum. Í ljós hefur komið að þessi iðja var afar útbreidd. Málið hefur að mörgu leyti lamað allt samfélagið, jafnt stjórnmálin sem efnahagslífið. Fréttaskýrendur hafa meira að segja sagt, sumir hverjir, að múturnar hafi verið nauðsynlegar til að halda samfélaginu gangandi. Hagfræðingar eru að vonast til að efnahagurinn byrji að rétta úr kútnum á næsta ári eftir erfiða kreppu. Óvíst er hins vegar hvort dómsmálin tengd Petrobras muni til lengdar draga nokkuð úr spillingunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rússíbanareið Dilmu Rousseff í embætti forseta Brasilíu Valdatíð Dilmu Rousseff hefur verið stormasöm þar sem skipst hafa á skin og skúrir. 1. september 2016 13:31 Rouseff vikið úr embætti forseta Brasilískir öldungadeildarþingmenn kusu gegn forsetanum sem hefur verið sökuð um hylma yfir vaxandi tekjuhalla ríkisins. 31. ágúst 2016 16:48 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Rússíbanareið Dilmu Rousseff í embætti forseta Brasilíu Valdatíð Dilmu Rousseff hefur verið stormasöm þar sem skipst hafa á skin og skúrir. 1. september 2016 13:31
Rouseff vikið úr embætti forseta Brasilískir öldungadeildarþingmenn kusu gegn forsetanum sem hefur verið sökuð um hylma yfir vaxandi tekjuhalla ríkisins. 31. ágúst 2016 16:48