Fyrrverandi unglingastjarna Liverpool keppir á Ólympíumóti fatlaðra Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. september 2016 12:30 Sean Highdale var á mála hjá Liverpool áður en hann lenti í bílslysi. vísir/getty Sean Highdale, fyrrverandi leikmaður unglingaliðs Liverpool, keppir fyrir Bretland í fótbolta á Ólympíumóti fatlaðra sem hefst í Ríó í Brasilíu eftir fimm daga. Fjallað er Highdale í viðtali við hann á vefsíðu BBC en þar kemur fram að hann fæddist inn í mikla Liverpool-fjölskyldu og gekk aðeins níu ára í raðir liðsins. Hann spilaði með Martin Kelly og Jay Spearing í U18 ára liði Liverpooll sem vann FA Youth Cup árið 2007. Highdale fékk samning hjá Liverpool þegar hann var 16 ára gamall en fótboltaferilinn varð að engu þegar hann lenti í hryllilegu bílslysi árið 2008, aðeins sólarhring eftir leik með varaliði Liverpool.Hefði komist alla leið „Tveir vinir mínir létu lífið en ég var annar tveggja heppnu. Ég sleit þrjú liðbönd í hné og ökkla- og hálsbrotnaði. Þá þurfti að taka úr mér nýra. Ég var í dái og vaknaði ekki í fimm daga,“ segir Highdale. Jamie Carragher, ein af hetjum Highdale, kíkti á piltinn er hann lá sárþjáður á sjúkrahúsinu en miðvörðurinn fyrrverandi hefur sagt það opinberlega að hann telur að Highdale hefði komist í aðallið Liverpool ef ekki væri fyrir slysið. Steven Gerrard og Jack Wilshere, sem Highdale spilaði með fyrir yngri landslið Englands, hafa sagt það sama. Highdale gat ekki hlaupið í tvö ár eftir slysið en reyndi að æfa og spila eftir að hann komst í gegnum mikla sjúkraþjálfun. Hann færði sig alltaf niður og niður um deildir en þetta var einfaldlega of erfitt fyrir hann.Nýtur hverrar mínútur Bretinn, sem er 26 ára gamall í dag, varð fyrir heilaskaða í slysinu vegna blæðingar inn á heilann. Hann flokkast undir menn með CP eða heilalömun og má því keppa á Ólympíumóti fatlaðra. Það ætlar hann að gera. „Þegar ég prófaði þetta fyrst hélt ég að svona fótbolti yrði auðveldur en gæðin komu mér á óvart. Það eru líka bara sjö í liði en spilað er á heilan völl. Það er mjög erfitt fyrir miðjumann,“ segir Highdale. „Ég var ekki viss um þetta fyrst en nú nýt ég hverrar mínútu. Ég hélt að þeir dagar væru taldir þar sem ég æfi og spila á flottum völlum. Það hefur vakið upp svo góðar minningar að æfa með strákunum á æfingasvæði enska landsliðsins.“ „Ég býst við að vera í góðu lagi þegar mótið hefst í Ríó,“ segir Sean Highdale en Bretland er í riðli með gestgjöfum Brasilíu, Írlandi og Úkraínu sem varð í öðru sæti á HM. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Sjá meira
Sean Highdale, fyrrverandi leikmaður unglingaliðs Liverpool, keppir fyrir Bretland í fótbolta á Ólympíumóti fatlaðra sem hefst í Ríó í Brasilíu eftir fimm daga. Fjallað er Highdale í viðtali við hann á vefsíðu BBC en þar kemur fram að hann fæddist inn í mikla Liverpool-fjölskyldu og gekk aðeins níu ára í raðir liðsins. Hann spilaði með Martin Kelly og Jay Spearing í U18 ára liði Liverpooll sem vann FA Youth Cup árið 2007. Highdale fékk samning hjá Liverpool þegar hann var 16 ára gamall en fótboltaferilinn varð að engu þegar hann lenti í hryllilegu bílslysi árið 2008, aðeins sólarhring eftir leik með varaliði Liverpool.Hefði komist alla leið „Tveir vinir mínir létu lífið en ég var annar tveggja heppnu. Ég sleit þrjú liðbönd í hné og ökkla- og hálsbrotnaði. Þá þurfti að taka úr mér nýra. Ég var í dái og vaknaði ekki í fimm daga,“ segir Highdale. Jamie Carragher, ein af hetjum Highdale, kíkti á piltinn er hann lá sárþjáður á sjúkrahúsinu en miðvörðurinn fyrrverandi hefur sagt það opinberlega að hann telur að Highdale hefði komist í aðallið Liverpool ef ekki væri fyrir slysið. Steven Gerrard og Jack Wilshere, sem Highdale spilaði með fyrir yngri landslið Englands, hafa sagt það sama. Highdale gat ekki hlaupið í tvö ár eftir slysið en reyndi að æfa og spila eftir að hann komst í gegnum mikla sjúkraþjálfun. Hann færði sig alltaf niður og niður um deildir en þetta var einfaldlega of erfitt fyrir hann.Nýtur hverrar mínútur Bretinn, sem er 26 ára gamall í dag, varð fyrir heilaskaða í slysinu vegna blæðingar inn á heilann. Hann flokkast undir menn með CP eða heilalömun og má því keppa á Ólympíumóti fatlaðra. Það ætlar hann að gera. „Þegar ég prófaði þetta fyrst hélt ég að svona fótbolti yrði auðveldur en gæðin komu mér á óvart. Það eru líka bara sjö í liði en spilað er á heilan völl. Það er mjög erfitt fyrir miðjumann,“ segir Highdale. „Ég var ekki viss um þetta fyrst en nú nýt ég hverrar mínútu. Ég hélt að þeir dagar væru taldir þar sem ég æfi og spila á flottum völlum. Það hefur vakið upp svo góðar minningar að æfa með strákunum á æfingasvæði enska landsliðsins.“ „Ég býst við að vera í góðu lagi þegar mótið hefst í Ríó,“ segir Sean Highdale en Bretland er í riðli með gestgjöfum Brasilíu, Írlandi og Úkraínu sem varð í öðru sæti á HM.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu