Innlent

Píratar og Sjálfstæðisflokkur mælast með jafnt fylgi

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar mælast stærstir.
Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar mælast stærstir. Vísir/Stefán/GVA

Píratar og Sjálfstæðismenn mælast með nánast jafnt fylgi samkvæmt niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. Viðmælendur voru spurðir hvaða flokk þeir myndu kjósa ef kosið væri til Alþingis í dag og sögðust 26,3% aðspurðra myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn en 25,8% Pírata.

Aðrir flokkar mælast með talsvert minna fylgi, á hæla stóru flokkanna tveggja koma Vinstri græn með 16,2%, Viðreisn með 10,6%, Framsóknarflokkurinn mælist með 9%, Samfylkingin með 8,3% og Björt framtíð með 2,9%. 1% aðspurðra segjast myndu kjósa aðra flokka.

Tæplega 11% aðspurðra kusu að taka ekki afstöðu en tæp 7% sögðust myndu skila auðu eða ekki mæta á kjörstað, yrði kosið til Alþingis í dag. Í könnuninni var einnig spurt um stuðning við ríkisstjórnina en hann mældist tæplega 38% og er því nánast óbreyttur frá síðustu könnun.

Könnunin var gerð dagana 26. júlí til 31. ágúst.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.