Innlent

Könnun MMR: Fylgi Pírata fellur

Atli Ísleifsson skrifar
Bjarni Benediktsson og Birgitta Jónsdóttir
Bjarni Benediktsson og Birgitta Jónsdóttir vísir
Fylgi Pírata og Vinstri grænna dregst saman í nýrri könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 24,6 prósent fylgi, en í síðustu könnun mældist flokkurinn með 24 prósent. Píratar mælast nú með 22,4 prósent fylgi samanborið við 26,8 prósent í síðustu könnun.

„Fylgi Vinstri-grænna stendur nú í 12,4% borið saman við 12,9% í síðustu könnun, en fylgi Vinstri-grænna mældist 18,0% í könnuninni þar áður (sem lauk 4. júlí).

Framsókn mælist nú með 10,6% fylgi, borið saman við 8,3% í síðustu könnun og 6,4% þar áður.

Samfylkingin mældist nú með 9,1% fylgi, borið saman við 8,4% í síðustu könnun og Viðreisn mældist með 8,8% fylgi, borið saman við 9,4% í síðustu könnun.

Björt framtíð mældist nú með 4,5% fylgi, borið saman við 3,9% í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist um og undir 2%,“ segir í frétt MMR.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 35,6 prósent, borið saman við 33,9 prósent í síðustu könnun (sem lauk þann 22. júlí síðastliðinn).

Könnunin var framkvæmd dagana 22. til 29. ágúst 2016 og var heildarfjöldi svarenda 949 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Nánar má lesa um könnunina í frétt MMR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×