Fótbolti

Allardyce: Ég verð stressaður fyrir leikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Allardyce var hress á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Slóvakíu.
Allardyce var hress á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Slóvakíu. vísir/getty
Sam Allardyce stýrir enska landsliðinu í fyrsta sinn í dag þegar það mætir Slóvakíu í undankeppni HM 2018.

Þrátt fyrir að vera þrautreyndur segir Allardyce að hann verði eflaust stressaður fyrir leik.

„Þú ert alltaf stressaður í nýju starfi. Þú vonast til að leikmennirnir fari út á völl og láti verkin tala fyrir þig,“ sagði Allardyce á blaðamannafundi fyrir leikinn.

„Ég verð mjög stressaður fyrir leikinn en stressið fer þegar leikurinn er hafinn og einbeitingin tekur yfir. Ég heyri ekki í áhorfendum, ég fylgist bara með liðinu og kem skilaboðum til þess ef það þarf.“

Allardyce var ekki í neinum feluleik með byrjunarliðið gegn Slóvakíu og tilkynnti það tveimur dögum fyrir leik.

„Ég held að byrjunarliðinu hafi aldrei verið haldið leyndu,“ sagði Allardyce.

„Af hverju að leyna því þegar það lekur hvort eð er út.“

Leikur Slóvakíu og Englands hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×