Fótbolti

Rooney sló met

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rooney lék landsleik númer 116 í Slóvakíu í dag.
Rooney lék landsleik númer 116 í Slóvakíu í dag. vísir/getty
Wayne Rooney varð í dag leikjahæsti útispilari í sögu enska landsliðsins í fótbolta.

Rooney lék landsleik númer 116 þegar England sótti Slóvakíu heim í undankeppni HM 2018. Enska liðið vann dramatískan 0-1 sigur en Adam Lallana skoraði sigurmarkið þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Rooney vantar nú aðeins níu landsleiki til að jafna leikjamet markvarðarins frábæra, Peter Shilton, sem lék 125 landsleiki á árunum 1970-90.

Rooney lék sinn fyrsta landsleik gegn Ástralíu 2003, þá aðeins 17 ára gamall.

Auk þess að vera næstleikjahæstur í sögu enska landsliðsins er Rooney markahæstur í sögu þess með 53 mörk.

Leikjahæstir í sögu enska landsliðsins:

1. Peter Shilton - 125

2. Wayne Rooney - 116/53 mörk

3. David Beckham - 115/17

4. Steven Gerrard - 114/21

5. Bobby Moore - 108/2

6. Ashley Cole - 107

7.-8. Bobby Charlton - 106/49

7.-8. Frank Lampard - 106/29

9. Billy Wright - 105/3

10. Bryan Robson - 90/26




Fleiri fréttir

Sjá meira


×