Innlent

Aldrei jafn margir ánægðir með störf forseta Íslands

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og kona hans Eliza Reid á Hinsegin dögum í Reykjavík.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og kona hans Eliza Reid á Hinsegin dögum í Reykjavík. Vísir/Hanna
68,8 prósent þeirra sem svöruðu könnun MMR varðandi ánægju almennings með störf Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, voru ánægð með störf forseta. Aldrei hafa jafn margir verið ánægðr með störf forseta Íslands síðan mælingar MMR hófust að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Þeir sem styðja ríkisstjórnarflokkana, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, mældust nokkuð óánægðari með störf Guðna heldur en þeir sem styðja aðra flokka. Stuðningsmenn Samfylkingarinnar voru ánægðastir með störf Guðna, eða alls 96 prósent.

Könnunin var gerð dagana 22. til 29. ágúst og var heildarfjöldi svarenda 949 einstaklingar, 18 ára og eldri. Nánari upplýsingar um könnunina má nálgast á vefsíðu MMR.

Guðni Th. var settur inn í embætti forseta Íslands þann 1. ágúst síðastliðinn. Síðan þá hefur hann haft nóg að gera en hann tók meðal annars þátt í dagskrá Hinsegin daga, fyrstur allra forseta lýðveldisins. Þá var hann fyrsta embættisverk að fara í heimsókn á Sólheima og á föstudag setti hann Fund fólksins.


Tengdar fréttir

Guðni við Kristófer: Sorrí. My bad

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heilsaði Kristófer á ensku fyrir leikinn en öllum öðrum leikmönnum liðsins á íslensku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×