Allir fengu „Gangi þér vel“ frá Guðna forseta nema Kristófer Acox sem fékk „Good luck“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2016 08:30 Kristófer Acox er sonur Terry Acox sem spilaði hér á landi á síðustu öld. vísir/stefán Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, greindi frá skondnu atviki sem kom upp fyrir leik Íslands og Sviss í gær á Twitter-síðu sinni eftir glæsilegan 16 stiga sigur strákanna, 88-72. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heilsaði honum á ensku fyrir leikinn en öllum öðrum leikmönnum liðsins á íslensku. Guðni Th. var heiðursgestur á leiknum en faðir hans, Jóhannes Sæmundsson, var aðstoðarþjálfari Einars Bollasonar þegar Ísland vann Sviss í fyrsta og eina skiptið í landsleik árið 1981. Annar sigurinn datt svo inn í gær. Guðni heilsaði fyrst leikmönnum Sviss ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, og gekk svo á íslensku línuna þar sem hann óskaði öllum strákunum okkar velfarnaðar í leiknum.Kristófer Acox skorar tvö stig á móti Sviss í gærkvöldi.vísir/ernir„Thanks bruh“ Ellefu af tólf leikmönnum liðsins fengu kveðju frá forsetanum á íslensku en Kristófer, sem á íslenska móður en amerískan föður sem spilaði körfubolta hér á landi á síðustu öld, fékk kveðju á ensku. „Allir í liðinu fengu „gangi ykkur vel“ frá Guðna forseta nema kallinn. Ég fékk „good luck.“ Annars geðveikur stuðningur í kvöld. Áfram Ísland,“ skrifaði Kristófer á Twitter-síðu sína. Þessi öflugi kraftframherji sem spilar með Furman-háskólanum í efstu deild háskólaboltans í Bandaríkjunum átti góðan leik og skoraði sjö stig og tók sjö fráköst á þeim 16 mínútum sem hann spilaði í sigrinum í gærkvöldi. Hann hafði húmor fyrir þessum ruglingi forsetans en aðspurður eftir Twitter-færsluna hvernig hann svaraði Guðna Th. sagði Kristófer: „Thanks bruh.“Allir i liðinu fengu "gangi ykkur vel" fra Guðna forseta, nema kallinn. Eg fékk "good luck". Annars geðveikur stuðningur i kvöld. Áfram !— kristofer acox (@krisacox) August 31, 2016 @kjartansson4 "thanks bruh"— kristofer acox (@krisacox) September 1, 2016 Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hlynur til Stjörnunnar Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, mun leika með Stjörnunni í Domino's deild karla á komandi tímabili. 31. ágúst 2016 19:00 Nærri því fullkomin byrjun Íslenska karlalandsliðið í körfubolta byrjaði undankeppni EM 2017 með stæl í Laugardalshöllinni í gærkvöldi þegar það lagði Sviss með 16 stiga mun, 88-72. Þjálfarinn Craig Pedersen var ánægður með sigurinn en vill að liðið bæti sig fyrir næsta leik. Leiðin á EM byrjar vel en næsti leikur er á Kýpur. 1. september 2016 06:00 Hlynur: Skrítin tímasetning á þessu hjá mér "Það er mjög góð tilfinning að byrja svona undankeppni vel og þetta var bara mjög góður leikur hjá okkur að mestu leyti,“ segir Hlynur Bæringsson eftir sigurinn í kvöld. 31. ágúst 2016 22:25 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Sviss 88-72 | Svisslendingar afgreiddir í Höllinni Karlalandsliðið í körfubolta byrjaði undankeppni EM 2017 með frábærum 16 stiga sigri á Sviss í kvöld. 31. ágúst 2016 22:00 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, greindi frá skondnu atviki sem kom upp fyrir leik Íslands og Sviss í gær á Twitter-síðu sinni eftir glæsilegan 16 stiga sigur strákanna, 88-72. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heilsaði honum á ensku fyrir leikinn en öllum öðrum leikmönnum liðsins á íslensku. Guðni Th. var heiðursgestur á leiknum en faðir hans, Jóhannes Sæmundsson, var aðstoðarþjálfari Einars Bollasonar þegar Ísland vann Sviss í fyrsta og eina skiptið í landsleik árið 1981. Annar sigurinn datt svo inn í gær. Guðni heilsaði fyrst leikmönnum Sviss ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, og gekk svo á íslensku línuna þar sem hann óskaði öllum strákunum okkar velfarnaðar í leiknum.Kristófer Acox skorar tvö stig á móti Sviss í gærkvöldi.vísir/ernir„Thanks bruh“ Ellefu af tólf leikmönnum liðsins fengu kveðju frá forsetanum á íslensku en Kristófer, sem á íslenska móður en amerískan föður sem spilaði körfubolta hér á landi á síðustu öld, fékk kveðju á ensku. „Allir í liðinu fengu „gangi ykkur vel“ frá Guðna forseta nema kallinn. Ég fékk „good luck.“ Annars geðveikur stuðningur í kvöld. Áfram Ísland,“ skrifaði Kristófer á Twitter-síðu sína. Þessi öflugi kraftframherji sem spilar með Furman-háskólanum í efstu deild háskólaboltans í Bandaríkjunum átti góðan leik og skoraði sjö stig og tók sjö fráköst á þeim 16 mínútum sem hann spilaði í sigrinum í gærkvöldi. Hann hafði húmor fyrir þessum ruglingi forsetans en aðspurður eftir Twitter-færsluna hvernig hann svaraði Guðna Th. sagði Kristófer: „Thanks bruh.“Allir i liðinu fengu "gangi ykkur vel" fra Guðna forseta, nema kallinn. Eg fékk "good luck". Annars geðveikur stuðningur i kvöld. Áfram !— kristofer acox (@krisacox) August 31, 2016 @kjartansson4 "thanks bruh"— kristofer acox (@krisacox) September 1, 2016
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hlynur til Stjörnunnar Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, mun leika með Stjörnunni í Domino's deild karla á komandi tímabili. 31. ágúst 2016 19:00 Nærri því fullkomin byrjun Íslenska karlalandsliðið í körfubolta byrjaði undankeppni EM 2017 með stæl í Laugardalshöllinni í gærkvöldi þegar það lagði Sviss með 16 stiga mun, 88-72. Þjálfarinn Craig Pedersen var ánægður með sigurinn en vill að liðið bæti sig fyrir næsta leik. Leiðin á EM byrjar vel en næsti leikur er á Kýpur. 1. september 2016 06:00 Hlynur: Skrítin tímasetning á þessu hjá mér "Það er mjög góð tilfinning að byrja svona undankeppni vel og þetta var bara mjög góður leikur hjá okkur að mestu leyti,“ segir Hlynur Bæringsson eftir sigurinn í kvöld. 31. ágúst 2016 22:25 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Sviss 88-72 | Svisslendingar afgreiddir í Höllinni Karlalandsliðið í körfubolta byrjaði undankeppni EM 2017 með frábærum 16 stiga sigri á Sviss í kvöld. 31. ágúst 2016 22:00 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Hlynur til Stjörnunnar Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, mun leika með Stjörnunni í Domino's deild karla á komandi tímabili. 31. ágúst 2016 19:00
Nærri því fullkomin byrjun Íslenska karlalandsliðið í körfubolta byrjaði undankeppni EM 2017 með stæl í Laugardalshöllinni í gærkvöldi þegar það lagði Sviss með 16 stiga mun, 88-72. Þjálfarinn Craig Pedersen var ánægður með sigurinn en vill að liðið bæti sig fyrir næsta leik. Leiðin á EM byrjar vel en næsti leikur er á Kýpur. 1. september 2016 06:00
Hlynur: Skrítin tímasetning á þessu hjá mér "Það er mjög góð tilfinning að byrja svona undankeppni vel og þetta var bara mjög góður leikur hjá okkur að mestu leyti,“ segir Hlynur Bæringsson eftir sigurinn í kvöld. 31. ágúst 2016 22:25
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Sviss 88-72 | Svisslendingar afgreiddir í Höllinni Karlalandsliðið í körfubolta byrjaði undankeppni EM 2017 með frábærum 16 stiga sigri á Sviss í kvöld. 31. ágúst 2016 22:00