Fótbolti

Alfreð kemur inn fyrir Kolbein

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð kemur inn í liðið í stað Kolbeins.
Alfreð kemur inn í liðið í stað Kolbeins. vísir/vilhelm
Alfreð Finnbogason kemur inn í byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Úkraínu í Kænugarði í kvöld. Alfreð tekur stöðu Kolbeins Sigþórssonar sem er meiddur.

Þetta er eina breytingin á byrjunarliði Íslands frá leikjunum fimm á EM í Frakklandi þar sem Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck stilltu alltaf upp sama liðinu.

Leikurinn í kvöld er sá fyrsti hjá íslenska liðinu í undankeppni EM 2018 og jafnframt fyrsti leikurinn undir stjórn Heimis eftir að hann tók alfarið við liðinu eftir EM í sumar.

Leikur Úkraínu og Íslands hefst klukkan 18:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Nálgast má hana með því að smella hér.

Byrjunarlið Íslands er þannig skipað:

Markvörður: Hannes Þór Halldórsson

Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson

Miðverðir: Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson

Vinstri bakvörður: Ari Freyr Skúlason

Hægri kantmaður: Jóhann Berg Guðmundsson

Miðjumaður: Aron Einar Gunnarsson (fyrirliði) og Gylfi Þór Sigurðsson

Vinstri kantmaður: Birkir Bjarnason

Framherjar: Alfreð Finnbogason og Jón Daði Böðvarsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×