Vilja leggja himinháa skatta á bónusgreiðslurnar: „Þetta verður að stöðva með öllum ráðum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 14:32 Þorsteinn Sæmundsson, Valgerður Bjarnadóttir og Karl Garðarsson voru á meðal þeirra þingmanna á Alþingi í dag sem gagnrýndu harðlega bónusgreiðslur til stjórnenda hjá gömlu bönkunum. grafík/garðar Bónusgreiðslur til starfsmanna Kaupþings og gamla Landsbankans voru ræddar á Alþingi í dag en ítarlega hefur verið fjallað um greiðslurnar í fjölmiðlum eftir að greint var frá þeim í DV í seinustu viku og í dag. Tillaga um bónusgreiðslur til starfsmanna Kaupþings liggur fyrir aðalfundi félagsins í dag en þær geta numið allt að 1,5 milljörðum króna. Þá gætu bónusar starfsmanna gamla Landsbankans einnig numið milljörðum. Þar sem um eignarhaldsfélög er að ræða falla kaupaukarnir ekki undir lög um fjármálafyrirtæki og því er í raun ekkert ólöglegt við þá. Mörgum blöskrar hins vegar og þingmönnum þar á meðal. Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar sagði erlenda kröfuhafa vera hamingjusömustu kröfuhafa í heimi þar sem þeir hafi nú boðið stjórnendum sínum himinháa bónusa ef endurheimtur nái þeim markmiðum sem þeir hafa sett. Helgi sagði ástæðu til að gjalda varhug við slíkum bónusgreiðslum, ekki síst þegar ástandið í heilbrigðiskerfinu og hjá lífeyrisþegum væri eins og það er nú.Vill sjá 90 til 98 prósent skatt á bónusana Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði hrunið hafa snert flesta hópa hér á landi fyrir utan einn þó og nefndi erlendu kröfuhafana sem hann sagði hafa stórgrætt. Þá sagði hann það einn mesta gjafagerning Íslandssögunnar þegar kröfuhöfunum voru afhentir bankarnir á sínum tíma, að hans sögn með einu pennastriki, í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Það sætir nokkrum tíðindum að slitabúin eru búin að ráða sér nokkra rukkara til að hámarka gróða sinn af þessum gjafagerningi en við vitum ekki hvaða eignir þetta eru. Eru þetta fyrirtæki sem voru rifin af fólki? Eru þetta heimili þeirra? ... En rukkararnir eiga að innheimta þessa peninga og fyrir það eiga þeir að fá bónusa sem eru svona eins og ársvelta lítilla fyrirtækja,“ sagði Þorsteinn og bætti síðan við að hann vildi leggja 90 til 98 prósent skatt á bónusgreiðslurnar svo tryggt væri að þau framlög slitabúanna myndu ekki lenda hjá fámennum hópi heldur allri þjóðinni. Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar vill einnig leggja skatta á bónusgreiðslurnar. Hún sagði það endurspeglast í umræðum um bónusgreiðslurnar á þingi að þingmenn væru í ágætum tengslum við þjóðina enda gæti hún gert sér í hugarlund að um fátt annað væri rætt á kaffistofum landsins. Valgerður sagði það ekki vera svo að ekkert væri hægt að gera; það væri einfaldlega hægt að leggja mjög háa skatta á greiðslurnar. „Fjármálaráðherra hæstvirtur hefur yfir mörgum sérfræðingum að ráða og það gleddi mig mjög ef hann kæmi hér á næstu dögum tillögu um að það að það yrði lagður á hár skattur, hvalrekaskattur kalla það sumir, á þessar kaupaukagreiðslur ef það er ekki annað í spilunum og ég held að það sé ekki annað í spilunum.“Þingmaður Framsóknar vitnaði í fleyg orð Styrmis Gunnarssonar um „ógeðslegt þjóðfélag“ Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði fréttirnar af bónusgreiðslunum bæði ömurlegar og fyrirsjáanlegar. „Fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækja í sjávarútvegi fær 23 milljónir króna í þóknun á ári fyrir að sitja í stjórn LBI fyrir utan væntanlegar bónusgreiðslur. Þau laun miða við að hann starfi fyrir stjórnina að hámarki 40 daga á ári. Það þýðir að hann fær 575 þúsund krónur fyrir hvern dag sem hann starfar fyrir stjórnina,“ sagði Karl. Hann sagði síðan nýjar persónur og leikendur vera komna á sviðið en tilgangurinn væri hins vegar sá sami; að græða sem mest á sem einfaldastan hátt. „Þetta verður að stöðva með öllum ráðum. Fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins sagði fyrir nokkrum árum að þetta væri ógeðslegt þjóðfélag. Þetta er allt ógeðslegt, það eru engin prinsipp og það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta sagði hann. Okkur hefur miðað í rétta átt á mörgum sviðum en það er greinilega margt ógert,“ sagði Karl en þarna vitnaði hann í fleyg ummæli Styrmis Gunnarssonar sem höfð voru eftir honum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis árið 2010. Tengdar fréttir Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43 Bónusgreiðslur Kaupþings jafnháar launum allra starfsmanna Barnaspítala Hringsins Ásgeir Haraldsson yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins og prófessor í barnalækningum gagnrýnir bónusgreiðslur til nokkurra lykilstarfsmanna eignarhaldsfélagsins Kaupþings en ýmsir stjórnmálamenn hafa í vikunni gagnrýnt greiðslurnar eftir að DV greindi frá þeim á þriðjudag. 26. ágúst 2016 19:12 Gætu fengið hundruð milljóna í bónus Markmið bónuskerfisins er að búa til hvata fyrir umrædda stjórnendur til að hámarka virði óseldra eigna félagsins. 30. ágúst 2016 10:12 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Bónusgreiðslur til starfsmanna Kaupþings og gamla Landsbankans voru ræddar á Alþingi í dag en ítarlega hefur verið fjallað um greiðslurnar í fjölmiðlum eftir að greint var frá þeim í DV í seinustu viku og í dag. Tillaga um bónusgreiðslur til starfsmanna Kaupþings liggur fyrir aðalfundi félagsins í dag en þær geta numið allt að 1,5 milljörðum króna. Þá gætu bónusar starfsmanna gamla Landsbankans einnig numið milljörðum. Þar sem um eignarhaldsfélög er að ræða falla kaupaukarnir ekki undir lög um fjármálafyrirtæki og því er í raun ekkert ólöglegt við þá. Mörgum blöskrar hins vegar og þingmönnum þar á meðal. Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar sagði erlenda kröfuhafa vera hamingjusömustu kröfuhafa í heimi þar sem þeir hafi nú boðið stjórnendum sínum himinháa bónusa ef endurheimtur nái þeim markmiðum sem þeir hafa sett. Helgi sagði ástæðu til að gjalda varhug við slíkum bónusgreiðslum, ekki síst þegar ástandið í heilbrigðiskerfinu og hjá lífeyrisþegum væri eins og það er nú.Vill sjá 90 til 98 prósent skatt á bónusana Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði hrunið hafa snert flesta hópa hér á landi fyrir utan einn þó og nefndi erlendu kröfuhafana sem hann sagði hafa stórgrætt. Þá sagði hann það einn mesta gjafagerning Íslandssögunnar þegar kröfuhöfunum voru afhentir bankarnir á sínum tíma, að hans sögn með einu pennastriki, í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Það sætir nokkrum tíðindum að slitabúin eru búin að ráða sér nokkra rukkara til að hámarka gróða sinn af þessum gjafagerningi en við vitum ekki hvaða eignir þetta eru. Eru þetta fyrirtæki sem voru rifin af fólki? Eru þetta heimili þeirra? ... En rukkararnir eiga að innheimta þessa peninga og fyrir það eiga þeir að fá bónusa sem eru svona eins og ársvelta lítilla fyrirtækja,“ sagði Þorsteinn og bætti síðan við að hann vildi leggja 90 til 98 prósent skatt á bónusgreiðslurnar svo tryggt væri að þau framlög slitabúanna myndu ekki lenda hjá fámennum hópi heldur allri þjóðinni. Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar vill einnig leggja skatta á bónusgreiðslurnar. Hún sagði það endurspeglast í umræðum um bónusgreiðslurnar á þingi að þingmenn væru í ágætum tengslum við þjóðina enda gæti hún gert sér í hugarlund að um fátt annað væri rætt á kaffistofum landsins. Valgerður sagði það ekki vera svo að ekkert væri hægt að gera; það væri einfaldlega hægt að leggja mjög háa skatta á greiðslurnar. „Fjármálaráðherra hæstvirtur hefur yfir mörgum sérfræðingum að ráða og það gleddi mig mjög ef hann kæmi hér á næstu dögum tillögu um að það að það yrði lagður á hár skattur, hvalrekaskattur kalla það sumir, á þessar kaupaukagreiðslur ef það er ekki annað í spilunum og ég held að það sé ekki annað í spilunum.“Þingmaður Framsóknar vitnaði í fleyg orð Styrmis Gunnarssonar um „ógeðslegt þjóðfélag“ Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði fréttirnar af bónusgreiðslunum bæði ömurlegar og fyrirsjáanlegar. „Fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækja í sjávarútvegi fær 23 milljónir króna í þóknun á ári fyrir að sitja í stjórn LBI fyrir utan væntanlegar bónusgreiðslur. Þau laun miða við að hann starfi fyrir stjórnina að hámarki 40 daga á ári. Það þýðir að hann fær 575 þúsund krónur fyrir hvern dag sem hann starfar fyrir stjórnina,“ sagði Karl. Hann sagði síðan nýjar persónur og leikendur vera komna á sviðið en tilgangurinn væri hins vegar sá sami; að græða sem mest á sem einfaldastan hátt. „Þetta verður að stöðva með öllum ráðum. Fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins sagði fyrir nokkrum árum að þetta væri ógeðslegt þjóðfélag. Þetta er allt ógeðslegt, það eru engin prinsipp og það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta sagði hann. Okkur hefur miðað í rétta átt á mörgum sviðum en það er greinilega margt ógert,“ sagði Karl en þarna vitnaði hann í fleyg ummæli Styrmis Gunnarssonar sem höfð voru eftir honum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis árið 2010.
Tengdar fréttir Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43 Bónusgreiðslur Kaupþings jafnháar launum allra starfsmanna Barnaspítala Hringsins Ásgeir Haraldsson yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins og prófessor í barnalækningum gagnrýnir bónusgreiðslur til nokkurra lykilstarfsmanna eignarhaldsfélagsins Kaupþings en ýmsir stjórnmálamenn hafa í vikunni gagnrýnt greiðslurnar eftir að DV greindi frá þeim á þriðjudag. 26. ágúst 2016 19:12 Gætu fengið hundruð milljóna í bónus Markmið bónuskerfisins er að búa til hvata fyrir umrædda stjórnendur til að hámarka virði óseldra eigna félagsins. 30. ágúst 2016 10:12 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43
Bónusgreiðslur Kaupþings jafnháar launum allra starfsmanna Barnaspítala Hringsins Ásgeir Haraldsson yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins og prófessor í barnalækningum gagnrýnir bónusgreiðslur til nokkurra lykilstarfsmanna eignarhaldsfélagsins Kaupþings en ýmsir stjórnmálamenn hafa í vikunni gagnrýnt greiðslurnar eftir að DV greindi frá þeim á þriðjudag. 26. ágúst 2016 19:12
Gætu fengið hundruð milljóna í bónus Markmið bónuskerfisins er að búa til hvata fyrir umrædda stjórnendur til að hámarka virði óseldra eigna félagsins. 30. ágúst 2016 10:12
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent