Bónusgreiðslur Kaupþings jafnháar launum allra starfsmanna Barnaspítala Hringsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 19:12 Höfuðstöðvar Kaupþings í Borgartúni þar sem nú eru höfuðstöðvar Arion banka. Vísir/GVA Ásgeir Haraldsson yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins og prófessor í barnalækningum gagnrýnir bónusgreiðslur til nokkurra lykilstarfsmanna eignarhaldsfélagsins Kaupþings en ýmsir stjórnmálamenn hafa í vikunni gagnrýnt greiðslurnar eftir að DV greindi frá þeim á þriðjudag. Bónusgreiðslurnar geta numið allt að einum og hálfum milljarði í heildina, sem gerir milli 50 til 100 milljónir á mann. Ásgeir gagnrýnir þetta í tveimur færslum á Facebook-síðu sinni, sem báðar hafa vakið mikla athygli, og tengir við fréttir af málinu. Í þeirri fyrri segir hann: „Eignarhaldsfélagið Barnaspítala Hringsins stefnir einnig að því að því að greiða lykilstarfsmönnum allt að 100 milljónir króna í bónusa. Félagið fellur ekki undir lög og getur bara gert það sem því sýnist !“Þarna vísar Ásgeir í það að Kaupþing, sem er langstærsti hluthafi Arion banka, er ekki eftirlitskyldur aðili samkvæmt Fjármálaeftirlitinu. Því falla bónusgreiðslur bankans utan hefðbundins lagaramma um kaupaukagreiðslur fjármálafyrirtækja, en þær mega ekki vera hærri en 25% af árslaunum þess sem hlýtur greiðslurnar. Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag setur Ásgeir upphæð bónusgreiðslnanna í samhengi við laun allra starfsmanna Barnaspítala Hringsins: „ALLIR starfsmenn Barnaspítala Hringsins (rúmlega 200, 164 stöðugildi) hafa sameiginlega í laun á ári (án launatengdra gjalda) um 1,6 milljarða. NOKKRIR lykilstarfsmenn skilanefndar Kaupþings þurfa 1,5 milljarða í bónusgreiðslur – enda bera þeir svo mikla ábyrgð og starfið svo krefjandi.“ Á meðal þeirra stjórnmálamanna sem gagnrýnt hafa bónusgreiðslurnar eru Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og þær Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, og Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. „Ég fordæmi þetta, sérstaklega í ljósi þess að ég hef gögn í höndunum sem ég kem til með að birta á næstu dögum hvað varðar einkavæðingu bankanna hinna seinni. Þetta er einstaklega svívirðilegt,“ sagði Vigdís í samtali við Vísi í dag. Tengdar fréttir Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Ásgeir Haraldsson yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins og prófessor í barnalækningum gagnrýnir bónusgreiðslur til nokkurra lykilstarfsmanna eignarhaldsfélagsins Kaupþings en ýmsir stjórnmálamenn hafa í vikunni gagnrýnt greiðslurnar eftir að DV greindi frá þeim á þriðjudag. Bónusgreiðslurnar geta numið allt að einum og hálfum milljarði í heildina, sem gerir milli 50 til 100 milljónir á mann. Ásgeir gagnrýnir þetta í tveimur færslum á Facebook-síðu sinni, sem báðar hafa vakið mikla athygli, og tengir við fréttir af málinu. Í þeirri fyrri segir hann: „Eignarhaldsfélagið Barnaspítala Hringsins stefnir einnig að því að því að greiða lykilstarfsmönnum allt að 100 milljónir króna í bónusa. Félagið fellur ekki undir lög og getur bara gert það sem því sýnist !“Þarna vísar Ásgeir í það að Kaupþing, sem er langstærsti hluthafi Arion banka, er ekki eftirlitskyldur aðili samkvæmt Fjármálaeftirlitinu. Því falla bónusgreiðslur bankans utan hefðbundins lagaramma um kaupaukagreiðslur fjármálafyrirtækja, en þær mega ekki vera hærri en 25% af árslaunum þess sem hlýtur greiðslurnar. Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag setur Ásgeir upphæð bónusgreiðslnanna í samhengi við laun allra starfsmanna Barnaspítala Hringsins: „ALLIR starfsmenn Barnaspítala Hringsins (rúmlega 200, 164 stöðugildi) hafa sameiginlega í laun á ári (án launatengdra gjalda) um 1,6 milljarða. NOKKRIR lykilstarfsmenn skilanefndar Kaupþings þurfa 1,5 milljarða í bónusgreiðslur – enda bera þeir svo mikla ábyrgð og starfið svo krefjandi.“ Á meðal þeirra stjórnmálamanna sem gagnrýnt hafa bónusgreiðslurnar eru Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og þær Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, og Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. „Ég fordæmi þetta, sérstaklega í ljósi þess að ég hef gögn í höndunum sem ég kem til með að birta á næstu dögum hvað varðar einkavæðingu bankanna hinna seinni. Þetta er einstaklega svívirðilegt,“ sagði Vigdís í samtali við Vísi í dag.
Tengdar fréttir Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43