Nám lögreglumanna verður á Akureyri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 20:44 Frá Lögregluskóla ríkisins sem leggja á niður. Mynd/lögregluskóli ríkisins Illugi Gunnarsson mennta-og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu-og rannsóknarstarfsemi lögreglufræða. Samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru á þingi í maí á að færa menntun lögreglumanna á háskólastig og verður Lögregluskóli ríkisins lagður niður samhliða því. Ríkiskaup auglýstu eftir háskólum sem höfðu áhuga á að taka námið að sér en skilafrestur þátttökutilkynninga var til 22. júlí. Gögn bárust frá Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum á Bifröst og Háskólanum í Reykjavík en umsókn Háskólans á Bifröst uppfyllti ekki hæfiskröfu um viðurkenningu til kennslu í sálfræði. Ráðherra skipaði svo matsnefnd um lögreglunám á háskólastigi sem fékk það hlutverk að fara yfir innsend gögn. „Niðurstaða matsnefndar var að þrír umsækjendur væru hæfir til að taka við kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða. Innbyrðis skipting stigafjölda þeirra umsækjenda sem uppfylltu lágmarksskilyrði var eftirfarandi: Háskóli Íslands 128 stig af 135 Háskólinn á Akureyri 116 stig af 135 Háskólinn í Reykjavík 110 stig af 135 Ráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri um kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða í samræmi við ákvæði 21. gr. laga um háskóla. Að mati ráðherra uppfyllti Háskólinn á Akureyri mjög vel þær kröfur sem gerðar eru um gæði náms og aðbúnað til lögreglumenntunar. Þá telur ráðherra aðstæður við HA til þess fallnar að gera nemendum af landinu öllu kleift að leggja stund á lögreglunámi. Að auki er með þessari ákvörðun skotið styrkari stoðum undir fjölbreytta starfsemi Háskólans á Akureyri,“ segir í tilkynningu á vef mennta-og menningarmálaráðuneytisins. Tengdar fréttir Leggjast gegn því að farið verði svo bratt í breytingar á menntun lögreglumanna Lögreglunám verður fært á háskólastig, verði frumvarp innanríkisráðherra að lögum. 25. maí 2016 14:59 Lögregluskóli hættir en biðlaun skólastjórans eru fyrst hækkuð Kjararáð hækkaði laun Karls Gauta Hjaltasonar, skólastjóra Lögregluskóla ríkisins, í 1,2 milljónir króna á mánuði með ákvörðun á fundi í síðustu viku. Leggja á niður starf skólastjórans ásamt Lögregluskóla ríkisins frá og með 30. september. 14. júlí 2016 07:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Illugi Gunnarsson mennta-og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu-og rannsóknarstarfsemi lögreglufræða. Samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru á þingi í maí á að færa menntun lögreglumanna á háskólastig og verður Lögregluskóli ríkisins lagður niður samhliða því. Ríkiskaup auglýstu eftir háskólum sem höfðu áhuga á að taka námið að sér en skilafrestur þátttökutilkynninga var til 22. júlí. Gögn bárust frá Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum á Bifröst og Háskólanum í Reykjavík en umsókn Háskólans á Bifröst uppfyllti ekki hæfiskröfu um viðurkenningu til kennslu í sálfræði. Ráðherra skipaði svo matsnefnd um lögreglunám á háskólastigi sem fékk það hlutverk að fara yfir innsend gögn. „Niðurstaða matsnefndar var að þrír umsækjendur væru hæfir til að taka við kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða. Innbyrðis skipting stigafjölda þeirra umsækjenda sem uppfylltu lágmarksskilyrði var eftirfarandi: Háskóli Íslands 128 stig af 135 Háskólinn á Akureyri 116 stig af 135 Háskólinn í Reykjavík 110 stig af 135 Ráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri um kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða í samræmi við ákvæði 21. gr. laga um háskóla. Að mati ráðherra uppfyllti Háskólinn á Akureyri mjög vel þær kröfur sem gerðar eru um gæði náms og aðbúnað til lögreglumenntunar. Þá telur ráðherra aðstæður við HA til þess fallnar að gera nemendum af landinu öllu kleift að leggja stund á lögreglunámi. Að auki er með þessari ákvörðun skotið styrkari stoðum undir fjölbreytta starfsemi Háskólans á Akureyri,“ segir í tilkynningu á vef mennta-og menningarmálaráðuneytisins.
Tengdar fréttir Leggjast gegn því að farið verði svo bratt í breytingar á menntun lögreglumanna Lögreglunám verður fært á háskólastig, verði frumvarp innanríkisráðherra að lögum. 25. maí 2016 14:59 Lögregluskóli hættir en biðlaun skólastjórans eru fyrst hækkuð Kjararáð hækkaði laun Karls Gauta Hjaltasonar, skólastjóra Lögregluskóla ríkisins, í 1,2 milljónir króna á mánuði með ákvörðun á fundi í síðustu viku. Leggja á niður starf skólastjórans ásamt Lögregluskóla ríkisins frá og með 30. september. 14. júlí 2016 07:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Leggjast gegn því að farið verði svo bratt í breytingar á menntun lögreglumanna Lögreglunám verður fært á háskólastig, verði frumvarp innanríkisráðherra að lögum. 25. maí 2016 14:59
Lögregluskóli hættir en biðlaun skólastjórans eru fyrst hækkuð Kjararáð hækkaði laun Karls Gauta Hjaltasonar, skólastjóra Lögregluskóla ríkisins, í 1,2 milljónir króna á mánuði með ákvörðun á fundi í síðustu viku. Leggja á niður starf skólastjórans ásamt Lögregluskóla ríkisins frá og með 30. september. 14. júlí 2016 07:00