Leggjast gegn því að farið verði svo bratt í breytingar á menntun lögreglumanna sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. maí 2016 14:59 Lögreglunám verður fært á háskólastig, verði frumvarp innanríkisráðherra að lögum. vísir/daníel Félag íslenskra rannsóknarlögreglumanna leggst gegn því að frumvarp innanríkisráðherra um breytingar á lögreglulögum verði samþykkt óbreytt. Lögreglunám verður fært á háskólastig frá og með næsta hausti og Lögregluskóli ríkisins lagður niður verði frumvarpið að lögum.Þetta kemur fram í umsögn félagsins við frumvarpið. Þar segir að nauðsynlegt sé að vinna breytingarnar yfir lengri tíma og að ekki sé aðkallandi að nám hefjist strax. Skyndilegar umbreytingar hafi gjarnan verið leið íslenskra stjórnvalda og stjórnmálamanna án þess að hugað sé nægilega að öllum þáttum. Lagt er til að háskólanám fyrir íslenska lögreglumenn hefjist að fullu haustið 2020. Á meðan eigi að sinna undirbúningi náms og skipulagi í samvinnu við starfsmenn Lögregluskólans og aðra. Þá telur félagið hvorki nauðsynlegt né tímabært að leggja Lögregluskólann niður, heldur þurfi að styðja hann og styrkja hann. Skólinn sinni mikilvægu hlutverki hvað varðar framhaldsmenntun enda þurfi lögreglumenn í sífellt meiri mæli að sækja sér þjálfun og kunnáttu í starfi. Jafnframt fer félagið fram á það að gætt verði að því að þeir starfsmenn skólans, verði þeir færðir, hljóti eins og aðrir starfsmenn í sambærilegum breytingum, störf innan lögreglu og haldi réttindum sínum og starfsstigi. Full þörf sé á reynslu þeirra og kunnáttu.Auðn blasi við í lögregluliðum landsins Landssamband lögreglumanna gerir í umsögn sinni skýlausa kröfu um að lögreglumönnum sem starfa við Lögregluskólann verði gefinn kostur á flutningi yfir í hið nýja menntunar- og starfsþróunarsetur lögreglunnar. Þá lýsir sambandið yfir áhyggjum, í ljósi þess hve bratt er farið í því að ætla að koma hinu nýja fyrirkomulagi um menntun lögreglumanna í framkvæmd, að það horfi í raun við auðn í lögregluliðum landsins. Ljóst sé að þær aukafjárveitingar sem settar hafi verið inn í málaflokkinn á umliðnum árum hafi ekki skilað sér að því marki sem þeim hafi verið ætlað, til dæmis þegar komi að fjölgun lögreglumanna. Sambandið segist hafa upplýsingar um það að þó nokkur fjöldi lögreglumanna sé þessi misserin við nám sem miða að því að þeir sæki um og fái önnur og mun betur launuð störf en bjóðast við löggæslu. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Félag íslenskra rannsóknarlögreglumanna leggst gegn því að frumvarp innanríkisráðherra um breytingar á lögreglulögum verði samþykkt óbreytt. Lögreglunám verður fært á háskólastig frá og með næsta hausti og Lögregluskóli ríkisins lagður niður verði frumvarpið að lögum.Þetta kemur fram í umsögn félagsins við frumvarpið. Þar segir að nauðsynlegt sé að vinna breytingarnar yfir lengri tíma og að ekki sé aðkallandi að nám hefjist strax. Skyndilegar umbreytingar hafi gjarnan verið leið íslenskra stjórnvalda og stjórnmálamanna án þess að hugað sé nægilega að öllum þáttum. Lagt er til að háskólanám fyrir íslenska lögreglumenn hefjist að fullu haustið 2020. Á meðan eigi að sinna undirbúningi náms og skipulagi í samvinnu við starfsmenn Lögregluskólans og aðra. Þá telur félagið hvorki nauðsynlegt né tímabært að leggja Lögregluskólann niður, heldur þurfi að styðja hann og styrkja hann. Skólinn sinni mikilvægu hlutverki hvað varðar framhaldsmenntun enda þurfi lögreglumenn í sífellt meiri mæli að sækja sér þjálfun og kunnáttu í starfi. Jafnframt fer félagið fram á það að gætt verði að því að þeir starfsmenn skólans, verði þeir færðir, hljóti eins og aðrir starfsmenn í sambærilegum breytingum, störf innan lögreglu og haldi réttindum sínum og starfsstigi. Full þörf sé á reynslu þeirra og kunnáttu.Auðn blasi við í lögregluliðum landsins Landssamband lögreglumanna gerir í umsögn sinni skýlausa kröfu um að lögreglumönnum sem starfa við Lögregluskólann verði gefinn kostur á flutningi yfir í hið nýja menntunar- og starfsþróunarsetur lögreglunnar. Þá lýsir sambandið yfir áhyggjum, í ljósi þess hve bratt er farið í því að ætla að koma hinu nýja fyrirkomulagi um menntun lögreglumanna í framkvæmd, að það horfi í raun við auðn í lögregluliðum landsins. Ljóst sé að þær aukafjárveitingar sem settar hafi verið inn í málaflokkinn á umliðnum árum hafi ekki skilað sér að því marki sem þeim hafi verið ætlað, til dæmis þegar komi að fjölgun lögreglumanna. Sambandið segist hafa upplýsingar um það að þó nokkur fjöldi lögreglumanna sé þessi misserin við nám sem miða að því að þeir sæki um og fái önnur og mun betur launuð störf en bjóðast við löggæslu.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira