Tinna Dögg gefur kost á sér í 5. sæti í Kraganum Atli Ísleifsson skrifar 25. ágúst 2016 09:35 Tinna Dögg Guðlaugsdóttir. Mynd/Ómar Vilhelmsson Tinna Dögg Guðlaugsdóttir gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem fram fer þann 10. september næstkomandi. Tinna Dögg er 33 ára meistaranemi í lögfræði og framkvæmdastjóri Lögfróðs, Lögfræðiþjónustu Lögréttu. Í tilkynningu frá Tinnu segir að hún fæddist í Indónesíu þann árið 1983 og var ættleidd sama ár af foreldrum sínum, þeim Guðlaugi Valtýssyni og Sigríði Björnsdóttur. „Ég á eina yngri systur, Birnu Mjöll. Ég ólst upp á Djúpavogi til 16 ára aldurs en þá flutti ég að heiman og hóf nám við Verzlunarskóla Íslands. Sem barn og unglingur var ég mjög virk í íþróttum, bæði í frjálsum íþróttum og í fótbolta. Ég var mjög efnileg og komst í afreksmannahóp Frjálsíþróttasambands Íslands sem kallaðist FRÍ 2000. Þá var ég auk þess valin Íþróttamaður Neista á Djúpavogi árið 1997. Ég hef alla tíð haft mikin áhuga á þjóðfélagsmálum þó svo að ég hafi ekki kannski ekki haft allra hæst um það, ef svo má að orði komast. Þann 13. ágúst sl. birtist grein á vef flokksins þar sem Landsamband sjálfstæðiskvenna hvatti konur sérstaklega til að taka þátt í stjórnmálum og gefa kost á sér í prófkjörinu. Þá ákvað ég að láta loksins til mín taka og bjóða fram krafta mína og þá reynslu sem ég bý yfir. Sannarlega má segja að ég sé nýliði í stjórnmálum þar sem ég hef ekki verið virk í starfsemi flokksins en ég hef verið flokksbundin í áratug. Ég hef öðlast talsverða reynslu af félags- og trúnaðastörfum innan háskólasamfélagsins sem að ég tel ekki síður mikilvæga reynslu. Ég gengdi embætti hagsmunafulltrúa Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík (SFHR) á síðasta skólaári og sat í stjórn og framkvæmdastjórn félagsins. Þá sat ég í framkvæmdastjórn Landsamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) á síðasta skólaári. Ég er einnig varamaður í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) til ársins 2017 en ég var tilnefnd til stjórnarsetu af Bandalagi íslenskra sérskólanema. Í maí sl. tók ég við starfi framkvæmdastjóra lögfræðiþjónustu Lögréttu, Lögfróðs, sem ég sinni á komandi skólaári. Samhliða því starfi sit ég í framkvæmdastjórn Lögréttu, félag laganema við Háskólann í Reykjavík. Eftir að ég hóf meistaranámið í lögfræði þá hef ég tvívegis setið í kjörstjórnum innans háskólans. Í fyrra skiptið var ég formaður kjörstjórnar Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík og í síðara var ég í kjörstjórn Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík. Eftir að hafa kynnt mér í þaula stefnumál flokksins og hvað hann stendur fyrir, fann ég að þau áttu samhljóm með mínum lífsgildum og skoðunum. Ég hef alltaf verið trúi á frelsi einstaklingins og frjálsri samkeppni. Þá tel ég jafnræði aðila mikilvægt og að einstaklingar eigi að fá jöfn tækifæri, t.d. til atvinnu, náms, launa o.s.frv., og séu metnir að verðleikum sínum. Ég tel að slíkt stuðli að frekari framþróun í því að byggja upp réttlátt samfélag - okkur öllum til hagsbóta. Ég tel mig vera málsvara þeirrar kynslóðar sem er að koma sér upp þaki yfir höfuðið, mennta sig, byggja upp starfsframa og stofna fjölskyldu. Ég þekki það af eigin skinni að slíkt getur verið ansi strembið oft og tíðum og barátta á mörgum vígstöðum samtímis. Ég er búsett í Kópavogi ásamt dætrum mínum, Söru Lind (f. 2005) og Bryndísi Ýr (f. 2007),“ segir í tilkynningunni. Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Tinna Dögg Guðlaugsdóttir gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem fram fer þann 10. september næstkomandi. Tinna Dögg er 33 ára meistaranemi í lögfræði og framkvæmdastjóri Lögfróðs, Lögfræðiþjónustu Lögréttu. Í tilkynningu frá Tinnu segir að hún fæddist í Indónesíu þann árið 1983 og var ættleidd sama ár af foreldrum sínum, þeim Guðlaugi Valtýssyni og Sigríði Björnsdóttur. „Ég á eina yngri systur, Birnu Mjöll. Ég ólst upp á Djúpavogi til 16 ára aldurs en þá flutti ég að heiman og hóf nám við Verzlunarskóla Íslands. Sem barn og unglingur var ég mjög virk í íþróttum, bæði í frjálsum íþróttum og í fótbolta. Ég var mjög efnileg og komst í afreksmannahóp Frjálsíþróttasambands Íslands sem kallaðist FRÍ 2000. Þá var ég auk þess valin Íþróttamaður Neista á Djúpavogi árið 1997. Ég hef alla tíð haft mikin áhuga á þjóðfélagsmálum þó svo að ég hafi ekki kannski ekki haft allra hæst um það, ef svo má að orði komast. Þann 13. ágúst sl. birtist grein á vef flokksins þar sem Landsamband sjálfstæðiskvenna hvatti konur sérstaklega til að taka þátt í stjórnmálum og gefa kost á sér í prófkjörinu. Þá ákvað ég að láta loksins til mín taka og bjóða fram krafta mína og þá reynslu sem ég bý yfir. Sannarlega má segja að ég sé nýliði í stjórnmálum þar sem ég hef ekki verið virk í starfsemi flokksins en ég hef verið flokksbundin í áratug. Ég hef öðlast talsverða reynslu af félags- og trúnaðastörfum innan háskólasamfélagsins sem að ég tel ekki síður mikilvæga reynslu. Ég gengdi embætti hagsmunafulltrúa Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík (SFHR) á síðasta skólaári og sat í stjórn og framkvæmdastjórn félagsins. Þá sat ég í framkvæmdastjórn Landsamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) á síðasta skólaári. Ég er einnig varamaður í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) til ársins 2017 en ég var tilnefnd til stjórnarsetu af Bandalagi íslenskra sérskólanema. Í maí sl. tók ég við starfi framkvæmdastjóra lögfræðiþjónustu Lögréttu, Lögfróðs, sem ég sinni á komandi skólaári. Samhliða því starfi sit ég í framkvæmdastjórn Lögréttu, félag laganema við Háskólann í Reykjavík. Eftir að ég hóf meistaranámið í lögfræði þá hef ég tvívegis setið í kjörstjórnum innans háskólans. Í fyrra skiptið var ég formaður kjörstjórnar Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík og í síðara var ég í kjörstjórn Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík. Eftir að hafa kynnt mér í þaula stefnumál flokksins og hvað hann stendur fyrir, fann ég að þau áttu samhljóm með mínum lífsgildum og skoðunum. Ég hef alltaf verið trúi á frelsi einstaklingins og frjálsri samkeppni. Þá tel ég jafnræði aðila mikilvægt og að einstaklingar eigi að fá jöfn tækifæri, t.d. til atvinnu, náms, launa o.s.frv., og séu metnir að verðleikum sínum. Ég tel að slíkt stuðli að frekari framþróun í því að byggja upp réttlátt samfélag - okkur öllum til hagsbóta. Ég tel mig vera málsvara þeirrar kynslóðar sem er að koma sér upp þaki yfir höfuðið, mennta sig, byggja upp starfsframa og stofna fjölskyldu. Ég þekki það af eigin skinni að slíkt getur verið ansi strembið oft og tíðum og barátta á mörgum vígstöðum samtímis. Ég er búsett í Kópavogi ásamt dætrum mínum, Söru Lind (f. 2005) og Bryndísi Ýr (f. 2007),“ segir í tilkynningunni.
Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira