Fótbolti

Dregið í riðla í Meistaradeildinni: Guardiola fer á Nývang

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guardiola mætir sínu gamla félagi, Barcelona.
Guardiola mætir sínu gamla félagi, Barcelona. vísir/getty
Rétt í þessu var dregið í riðla í Meistaradeild Evrópu.

Pep Guardiola fer með lærisveina sína í Manchester City á sinn gamla heimavöll, Nývang í Barcelona. C-riðilinn er mjög sterkur en auk City og Barcelona eru Borussia Mönchengladbach og Celtic í honum.

Birkir Bjarnason og félagar í Basel lentu í A-riðli með Paris Saint-Germain, Arsenal og Ludogorets.

Englandsmeistarar Leicester City voru heppnir með drátt en þeir lentu í G-riðli með Porto, Club Brügge og FC Köbenhavn.

Bayern München og Atlético Madrid, sem mættust í undanúrslitunum á síðasta tímabili, drógust saman í D-riðil ásamt PSV Eindhoven og FK Rostov.

Evrópumeistarar Real Madrid eru í F-riðli með Borussia Dortmund, Sporting Lissabon og Legia Varsjá.

Fyrstu leikirnir fara fram 13. september næstkomandi.

Riðlana átta má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×