„Heppin að vera þar sem börnin fá tækifæri til þess að leika sér“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2016 13:45 Sýrlensku flóttamennirnir sem settust að á Akureyri fyrr á árinu eru afar ánægð með hvernig þeim hefur verið tekið. Vísir/Auðunn „Við erum heppin að vera hér þar sem börnin okkar fá tækifæri til þess að leika sér. Þetta er draumur flestra Sýrlendinga í augnablikinu. Að endurvekja hamingjuna í hjörtum barna sinna.“ Svo mælti Khattab Al Mohammad, fjölskyldufaðir sýrlenskrar fjölskyldu sem settist að á Akureyri fyrr á árinu er hann ræddi nýverið við blaðamann PBS. Bandaríski fjölmiðillinn tók upp sérstakt innslag um flóttamenn á Íslandi og hvernig samfélagið hefur tekið á móti þeim. Er fjölskylda Mohammad afar ánægð með móttökurnar sem hún hefur fengið á Akureyri og en alls settust sex sýrlenskar fjölskyldur að á Íslandi á síðasta ári, þar af fjórar á Akureyri. „Ég er mjög hamingjusöm. Hér taka allir vel á móti okkur og eru örlátir. Við erum stolt af því að vera hér og að vera hluti af þessu samfélagi,“ sagði Noufa Al-Mohammad, móðir Katthab.Krakkarnir hafa meðal annars farið á snjósleða í fyrsta skipti á ævinni eftir að þau komi til Akureyrar.Mynd/Rauði krossinnVeðrið það erfiðasta við að vera á Íslandi Katthab segir aðlögunin að íslensku samfélagi hafi að mestu gengið vel en veðurfarið sé það erfiðasta enda fjölskyldan ekk vön snjónum sem gjarnan safnast saman á Akureyri yfir vetrartíminn. Þau séu mjög þakklát fyrir alla aðstoðina sem þau hafa fengið en þau vilji ólm gefa sitt til baka. „Við erum mjög þakklát fyrir allt saman en við viljum ekki lifa á slíkri ölmusu. Við viljum gefa okkar til baka, taka þátt í samfélaginu og atvinnulífinu hér á íslandi,“ segir Katthab. „Þetta er það sem allir Sýrlendingar eru að reyna víðsvegar um heiminn. Við erum sjálfstæður þjóðflokkur og okkur líkar illa við að vera háð einhverjum.“ Fjallaði Malcolm Brabant, blaðamaður PBS, einnig um mótmæli Íslensku þjóðfylkingarinnar gegn nýjum útlendingalögum á Austurvelli á dögunum og mótmælin gegn þeim sem fóru fram á sama tíma en sjá má innslagið hér að neðan. Tengdar fréttir Sýrlensku börnin kát í snjónum á Akureyri Það ríkti kátína og gleði hjá sýrlensku börnunum sem léku sér í snjónum á Akureyri í gær en þau eru hluti af hópi flóttamanna sem kom hingað til lands í vikunni. 21. janúar 2016 14:43 Börnin óþreyjufull að hefja í skólagönguna Flóttafólk sem hingað er komið bjó í Beirút við ótryggar og erfiðar aðstæður. Börn á skólaaldri setjast í vetur í fyrsta sinn á skólabekk eftir langt hlé og eru óþreyjufull að hefja skólavistina. 21. janúar 2016 10:21 Flóttamenn á Akureyri fengu hatursbréf: Segja 99 prósent heimamanna taka vel á móti sér „Móttökurnar hafa verið betri en við gátum ímyndað okkur,“ segir Khattab Al Mohammad. 20. febrúar 2016 14:30 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
„Við erum heppin að vera hér þar sem börnin okkar fá tækifæri til þess að leika sér. Þetta er draumur flestra Sýrlendinga í augnablikinu. Að endurvekja hamingjuna í hjörtum barna sinna.“ Svo mælti Khattab Al Mohammad, fjölskyldufaðir sýrlenskrar fjölskyldu sem settist að á Akureyri fyrr á árinu er hann ræddi nýverið við blaðamann PBS. Bandaríski fjölmiðillinn tók upp sérstakt innslag um flóttamenn á Íslandi og hvernig samfélagið hefur tekið á móti þeim. Er fjölskylda Mohammad afar ánægð með móttökurnar sem hún hefur fengið á Akureyri og en alls settust sex sýrlenskar fjölskyldur að á Íslandi á síðasta ári, þar af fjórar á Akureyri. „Ég er mjög hamingjusöm. Hér taka allir vel á móti okkur og eru örlátir. Við erum stolt af því að vera hér og að vera hluti af þessu samfélagi,“ sagði Noufa Al-Mohammad, móðir Katthab.Krakkarnir hafa meðal annars farið á snjósleða í fyrsta skipti á ævinni eftir að þau komi til Akureyrar.Mynd/Rauði krossinnVeðrið það erfiðasta við að vera á Íslandi Katthab segir aðlögunin að íslensku samfélagi hafi að mestu gengið vel en veðurfarið sé það erfiðasta enda fjölskyldan ekk vön snjónum sem gjarnan safnast saman á Akureyri yfir vetrartíminn. Þau séu mjög þakklát fyrir alla aðstoðina sem þau hafa fengið en þau vilji ólm gefa sitt til baka. „Við erum mjög þakklát fyrir allt saman en við viljum ekki lifa á slíkri ölmusu. Við viljum gefa okkar til baka, taka þátt í samfélaginu og atvinnulífinu hér á íslandi,“ segir Katthab. „Þetta er það sem allir Sýrlendingar eru að reyna víðsvegar um heiminn. Við erum sjálfstæður þjóðflokkur og okkur líkar illa við að vera háð einhverjum.“ Fjallaði Malcolm Brabant, blaðamaður PBS, einnig um mótmæli Íslensku þjóðfylkingarinnar gegn nýjum útlendingalögum á Austurvelli á dögunum og mótmælin gegn þeim sem fóru fram á sama tíma en sjá má innslagið hér að neðan.
Tengdar fréttir Sýrlensku börnin kát í snjónum á Akureyri Það ríkti kátína og gleði hjá sýrlensku börnunum sem léku sér í snjónum á Akureyri í gær en þau eru hluti af hópi flóttamanna sem kom hingað til lands í vikunni. 21. janúar 2016 14:43 Börnin óþreyjufull að hefja í skólagönguna Flóttafólk sem hingað er komið bjó í Beirút við ótryggar og erfiðar aðstæður. Börn á skólaaldri setjast í vetur í fyrsta sinn á skólabekk eftir langt hlé og eru óþreyjufull að hefja skólavistina. 21. janúar 2016 10:21 Flóttamenn á Akureyri fengu hatursbréf: Segja 99 prósent heimamanna taka vel á móti sér „Móttökurnar hafa verið betri en við gátum ímyndað okkur,“ segir Khattab Al Mohammad. 20. febrúar 2016 14:30 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Sýrlensku börnin kát í snjónum á Akureyri Það ríkti kátína og gleði hjá sýrlensku börnunum sem léku sér í snjónum á Akureyri í gær en þau eru hluti af hópi flóttamanna sem kom hingað til lands í vikunni. 21. janúar 2016 14:43
Börnin óþreyjufull að hefja í skólagönguna Flóttafólk sem hingað er komið bjó í Beirút við ótryggar og erfiðar aðstæður. Börn á skólaaldri setjast í vetur í fyrsta sinn á skólabekk eftir langt hlé og eru óþreyjufull að hefja skólavistina. 21. janúar 2016 10:21
Flóttamenn á Akureyri fengu hatursbréf: Segja 99 prósent heimamanna taka vel á móti sér „Móttökurnar hafa verið betri en við gátum ímyndað okkur,“ segir Khattab Al Mohammad. 20. febrúar 2016 14:30