Hinn Hollendingurinn: Átti ekki von á fíkniefnum heldur peningum til sumarhúsakaupa Birta Svavarsdóttir skrifar 11. ágúst 2016 11:53 Hollendingurinn hafði áður flutt peninga með Norrænu í ágúst 2015. Vísir Annar Hollendinganna sem ákærður er fyrir aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli kveðst hafa komið hingað til lands með hinum Hollendingnum sem ákærður er í málinu, Angelo Uyleman, vegna þess að mennirnir sem sendu þá til Íslands hafi mögulega talið Angelo einfaldan í hugsun og ófæran um að ráða við verkefnið sem þeir áttu að leysa. Þá segir hann dvölina á Íslandi undanfarna mánuði hafa verið slæma. Hann sé búinn að vera veikur í bæði maganum og bakinu og hafi ekki efni á að kaupa þau lyf sem hann þarf vegna þess hve lítið hann hafi á milli handanna til að lifa. Hann segist ekki hafa fengið nauðsynlega læknisaðstoð vegna þess að hann hafi ekki efni á að greiða fyrir hana. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Hollendingunum og tveimur Íslendingum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa árið 2015 staðið saman að því að flytja hingað til lands um 23 kíló af sterkum fíkniefnum, en málið hefur vakið nokkra athygli vegna greindarskerðingar eins hinna ákærðu.Vísir greindi frá því í gærmorgun að Angelo hefði fyrstur borið vitni, og hafi meðal annars breytt framburði sínum fyrir dómi frá því sem áður var. Hinn Hollendingurinn er ákærður fyrir að hafa hjálpað Angelo að undirbúa ferðir sínar til Íslands, bóka fyrir hann ferju og síðar flug, sem og fyrir að hafa bókað gistinguna að Stóra Knarrarnesi þar sem fyrirhugað var að fjarlægja fíkniefnin úr bifreiðinni sem Angelo flutti hingað til lands.Átti að fjarlægja peninga úr bíl Fyrir dómi í gær lýsir maðurinn aðdraganda þess að hann kom til Íslands 28. september þannig að hann hafi fengið símtal frá kunningja sínum í Hollandi og verið beðinn um að fara til Íslands í þeim tilgangi að hjálpa manni að fjarlægja peninga úr bíl. Áttu umræddir peningar að vera í leynihólfum í bílnum og fékk ákærði leiðbeiningar með lýsingum á því hvernig ætti að fjarlægja þá. Hann segist hafa þekkt Angelo lítið fyrir ferðina, og aðeins hafa hitt hann um tveimur vikum fyrir brottför. Hafi hann verið beðinn um að hjálpa honum að skipuleggja ferð, en segist hann ekki hafa vitað nákvæmlega hvers eðlis ferðin væri.Angelo í Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun.Vísir/ErnirHafði komið til Íslands áður„Ég vissi ekki nákvæmlega hvað hann ætti að gera, ég hélt að hann ætti að gera það sama og ég gerði í ágúst,“ en Hollendingurinn sagðist hafa komið hingað til lands í ágúst 2015. Þá hafi hann flutt peninga, og segist hafa komið með bíl á Norrænu og látið einhvern hafa bílinn hér á landi. „Eftir það var ég bara í fríi á Íslandi og mér var sagt að hann ætti að gera það sama.“ Segist Hollendingurinn aldrei hafa vitað að um fíkniefni væri að ræða, heldur hafi hann haldið að þetta væru peningar til að kaupa sumarhús hér á landi. Átti hann að fá 5000 evrur greiddar fyrir. „Angelo kom heim á föstudeginum og ég var beðinn um að fara og hjálpa honum á mánudeginum. Ég veit ekki af hverju það var. Ég veit að lögreglan stoppaði eitthvað við ferjuna og þess vegna vildu þeir að Angelo kæmi heim og færi svo aftur út. Það staðfesti eiginlega hjá mér að það væru engin fíkniefni í bílnum því að ég heyrði að lögreglan hefði verið með hunda sem hefðu þá örugglega fundið þau.“Héldu að Angelo myndi ekki ráða við verkefnið einnBeðinn um að lýsa atburðarás eftir að hann kom til landsins 28. september 2015 segist hann hafa skipulagt að hitta Angelo rétt hjá húsinu á Stóra Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd sem hann hafi leigt, og þeir hafi keyrt þangað saman. Þeir hafi aðeins verið þar í um 20 mínútur og þá hafi lögreglan komið. Hann sagðist ekki kannast við Íslendingana tvo sem einnig eru ákærðir í málinu. Aðspurður sagðist hann ekki vera fullviss um ástæðuna fyrir því að hann hafi verið sendur hingað til lands. „Ég veit það ekki, sennilega vegna þess að þeir treystu mér,“ og á þá við þá við tvo hollenska menn sem bæði hann og Angelo áttu í samskiptum við í Hollandi. „Það var líka ákveðin tækni við að ná þessu úr bílnum, ... og þeir héldu að Angelo væri mögulega einfaldur í hugsun og myndi ekki ráða við það sjálfur. Þess vegna hjálpaði ég honum að bóka ferðina og allt það.“ Tengdar fréttir Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi varðandi það hvort hann vissi af fíkniefnum í bílnum Átti að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í fallega ferð til Íslands. 10. ágúst 2016 11:48 Sagði Angelo ófæran um að fara einan til Íslands Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Angelo og þremur öðrum mönnum hóst í gær. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Angelo er greindarskertur og sést á geðmati að hann er með slakan þroska. 11. ágúst 2016 08:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Annar Hollendinganna sem ákærður er fyrir aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli kveðst hafa komið hingað til lands með hinum Hollendingnum sem ákærður er í málinu, Angelo Uyleman, vegna þess að mennirnir sem sendu þá til Íslands hafi mögulega talið Angelo einfaldan í hugsun og ófæran um að ráða við verkefnið sem þeir áttu að leysa. Þá segir hann dvölina á Íslandi undanfarna mánuði hafa verið slæma. Hann sé búinn að vera veikur í bæði maganum og bakinu og hafi ekki efni á að kaupa þau lyf sem hann þarf vegna þess hve lítið hann hafi á milli handanna til að lifa. Hann segist ekki hafa fengið nauðsynlega læknisaðstoð vegna þess að hann hafi ekki efni á að greiða fyrir hana. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Hollendingunum og tveimur Íslendingum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa árið 2015 staðið saman að því að flytja hingað til lands um 23 kíló af sterkum fíkniefnum, en málið hefur vakið nokkra athygli vegna greindarskerðingar eins hinna ákærðu.Vísir greindi frá því í gærmorgun að Angelo hefði fyrstur borið vitni, og hafi meðal annars breytt framburði sínum fyrir dómi frá því sem áður var. Hinn Hollendingurinn er ákærður fyrir að hafa hjálpað Angelo að undirbúa ferðir sínar til Íslands, bóka fyrir hann ferju og síðar flug, sem og fyrir að hafa bókað gistinguna að Stóra Knarrarnesi þar sem fyrirhugað var að fjarlægja fíkniefnin úr bifreiðinni sem Angelo flutti hingað til lands.Átti að fjarlægja peninga úr bíl Fyrir dómi í gær lýsir maðurinn aðdraganda þess að hann kom til Íslands 28. september þannig að hann hafi fengið símtal frá kunningja sínum í Hollandi og verið beðinn um að fara til Íslands í þeim tilgangi að hjálpa manni að fjarlægja peninga úr bíl. Áttu umræddir peningar að vera í leynihólfum í bílnum og fékk ákærði leiðbeiningar með lýsingum á því hvernig ætti að fjarlægja þá. Hann segist hafa þekkt Angelo lítið fyrir ferðina, og aðeins hafa hitt hann um tveimur vikum fyrir brottför. Hafi hann verið beðinn um að hjálpa honum að skipuleggja ferð, en segist hann ekki hafa vitað nákvæmlega hvers eðlis ferðin væri.Angelo í Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun.Vísir/ErnirHafði komið til Íslands áður„Ég vissi ekki nákvæmlega hvað hann ætti að gera, ég hélt að hann ætti að gera það sama og ég gerði í ágúst,“ en Hollendingurinn sagðist hafa komið hingað til lands í ágúst 2015. Þá hafi hann flutt peninga, og segist hafa komið með bíl á Norrænu og látið einhvern hafa bílinn hér á landi. „Eftir það var ég bara í fríi á Íslandi og mér var sagt að hann ætti að gera það sama.“ Segist Hollendingurinn aldrei hafa vitað að um fíkniefni væri að ræða, heldur hafi hann haldið að þetta væru peningar til að kaupa sumarhús hér á landi. Átti hann að fá 5000 evrur greiddar fyrir. „Angelo kom heim á föstudeginum og ég var beðinn um að fara og hjálpa honum á mánudeginum. Ég veit ekki af hverju það var. Ég veit að lögreglan stoppaði eitthvað við ferjuna og þess vegna vildu þeir að Angelo kæmi heim og færi svo aftur út. Það staðfesti eiginlega hjá mér að það væru engin fíkniefni í bílnum því að ég heyrði að lögreglan hefði verið með hunda sem hefðu þá örugglega fundið þau.“Héldu að Angelo myndi ekki ráða við verkefnið einnBeðinn um að lýsa atburðarás eftir að hann kom til landsins 28. september 2015 segist hann hafa skipulagt að hitta Angelo rétt hjá húsinu á Stóra Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd sem hann hafi leigt, og þeir hafi keyrt þangað saman. Þeir hafi aðeins verið þar í um 20 mínútur og þá hafi lögreglan komið. Hann sagðist ekki kannast við Íslendingana tvo sem einnig eru ákærðir í málinu. Aðspurður sagðist hann ekki vera fullviss um ástæðuna fyrir því að hann hafi verið sendur hingað til lands. „Ég veit það ekki, sennilega vegna þess að þeir treystu mér,“ og á þá við þá við tvo hollenska menn sem bæði hann og Angelo áttu í samskiptum við í Hollandi. „Það var líka ákveðin tækni við að ná þessu úr bílnum, ... og þeir héldu að Angelo væri mögulega einfaldur í hugsun og myndi ekki ráða við það sjálfur. Þess vegna hjálpaði ég honum að bóka ferðina og allt það.“
Tengdar fréttir Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi varðandi það hvort hann vissi af fíkniefnum í bílnum Átti að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í fallega ferð til Íslands. 10. ágúst 2016 11:48 Sagði Angelo ófæran um að fara einan til Íslands Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Angelo og þremur öðrum mönnum hóst í gær. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Angelo er greindarskertur og sést á geðmati að hann er með slakan þroska. 11. ágúst 2016 08:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi varðandi það hvort hann vissi af fíkniefnum í bílnum Átti að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í fallega ferð til Íslands. 10. ágúst 2016 11:48
Sagði Angelo ófæran um að fara einan til Íslands Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Angelo og þremur öðrum mönnum hóst í gær. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Angelo er greindarskertur og sést á geðmati að hann er með slakan þroska. 11. ágúst 2016 08:00