Lilja Dögg vill leiða lista Framsóknar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2016 07:00 Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra vill leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. fréttblaðið/Stefán Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, mun sækjast eftir 1. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í komandi kosningum í Reykjavíkurkjördæmi suður. „Ég sem utanríkisráðherra hef verið að takast á við margvísleg verkefni og kynnst mjög góðu fólki, bæði frábæru embættisfólki hérna í ráðuneytinu, stjórnmálamönnum úr öllum flokkum, erlendum kollegum og fleirum og ég hef fundið fyrir velvild í minn garð. Það hafa margir hafa hvatt mig til þess að taka þátt í komandi þingkosningum, bæði pólitískir samherjar og svo fólk úr öðrum flokkum sem vill vinna að framgangi góðra mála. Mér þykir vænt um þessa hvatningu og þakka fyrir hana,“ segir Lilja í samtali við Fréttablaðið. Lilja segir að undanfarin ár hafi íslenskt efnahagslíf verið að styrkjast og þannig hafi skapast grundvöllur til þess að ráðast í mikilvæg og krefjandi samfélagsverkefni sem hún vill taka þátt í. Kosið verður á milli þeirra sem gefa kost á sér í fyrstu sætin á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Reykjavík 27. ágúst. Miðstjórnarfundur hjá flokknum er fyrirhugaður þann 10. september. „Þar verður farið yfir stöðu mála og hvort eigi að halda flokksþing,“ segir Lilja en flokksþing kýs forystuna. Hún segist ekki ætla að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, mun sækjast eftir 1. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í komandi kosningum í Reykjavíkurkjördæmi suður. „Ég sem utanríkisráðherra hef verið að takast á við margvísleg verkefni og kynnst mjög góðu fólki, bæði frábæru embættisfólki hérna í ráðuneytinu, stjórnmálamönnum úr öllum flokkum, erlendum kollegum og fleirum og ég hef fundið fyrir velvild í minn garð. Það hafa margir hafa hvatt mig til þess að taka þátt í komandi þingkosningum, bæði pólitískir samherjar og svo fólk úr öðrum flokkum sem vill vinna að framgangi góðra mála. Mér þykir vænt um þessa hvatningu og þakka fyrir hana,“ segir Lilja í samtali við Fréttablaðið. Lilja segir að undanfarin ár hafi íslenskt efnahagslíf verið að styrkjast og þannig hafi skapast grundvöllur til þess að ráðast í mikilvæg og krefjandi samfélagsverkefni sem hún vill taka þátt í. Kosið verður á milli þeirra sem gefa kost á sér í fyrstu sætin á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Reykjavík 27. ágúst. Miðstjórnarfundur hjá flokknum er fyrirhugaður þann 10. september. „Þar verður farið yfir stöðu mála og hvort eigi að halda flokksþing,“ segir Lilja en flokksþing kýs forystuna. Hún segist ekki ætla að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira