Fótbolti

Heimakonur slógu út Ástralíu eftir vítaspyrnukeppni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Marta í leiknum í nótt.
Marta í leiknum í nótt. Vísir/getty
Brasilíska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því sænska í undanúrslitum Ólympíuleikanna í knattspyrnu en þær brasilísku höfðu betur eftir vítaspyrnukeppni gegn Ástralíu í nótt.

Ástralskt knattspyrnulið hefur aldrei unnið til verðlauna á Ólympíuleikunum og gátu mótherjar Brasilíu því keppt um medalíu í fyrsta sinn í sögu landsliðsins.

Brasilíska liðið var meira með boltann og fékk hættulegri færi í leiknum en Chloe Logarzo komst næst því að skora fyrir Ástralíu þegar skot hennar hafnaði í slánni.

Lauk leiknum með markalausu jafntefli og þurfti því að grípa til vítaspyrnu eftir markalausa framlengingu.

Skiptust liðin á að skora úr fyrstu sex spyrnunum sínum þar til Alanna Kennedy brenndi af vítaspyrnu sinni fyrir Ástralíu.

Ástralska liðið er því fallið úr leik en brasilíska liðið mun spila í undanúrslitunum ásamt Kanada, Svíþjóð og Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×