Fótbolti

Stórsigur Þjóðverja sem eru komnir í undanúrslitin

Gnabry var öflugur í dag.
Gnabry var öflugur í dag. Vísir/Getty
Þýska landsliðið sem leikur á Ólympíuleikunum lék eftir afrek A-landsliðsins frá Heimsmeistaramótinu 2014 og vann 4-0 sigur á Portúgal í dag í 8-liða úrslitum Ólympíuleikanna í Ríó.

Serge Gnabry, leikmaður Arsenal, kom Þýskalandi yfir undir lok fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Julian Brandt og leiddi Þýskaland 1-0 í hálfleik.

Matthias Ginter, leikmaður Dortmund, bætti við öðru marki Þýskalands aftur eftir sendingu frá Brandt og korteri fyrir leikslok bætti Davie Selke við þriðja marki Þýskalands.

Philipp Max bætti við fjórða marki Þýskalands undir lok venjulegs leiktíma eftir sendingu frá Brandt en Max kom inná sem varamaður nokkrum mínútum áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×