Kosið verði um framtíð Reykjavíkurflugvallar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. ágúst 2016 07:00 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þingsályktunartillaga um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um framtíð Reykjavíkurflugvallar verður lögð fram á næstu dögum. „Það er stefnt að því að gera það sem allra fyrst. Hún er í lokavinnslu,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem býst fastlega við því að verða á meðal flutningsmanna tillögunnar. Hann efast þó um að hægt verði að kjósa um framtíð flugvallarins samhliða alþingiskosningum vegna laga um þjóðaratkvæðagreiðslur. „Það væri æskilegt og það er eitt af því sem við erum að skoða núna en ég óttast um að tíminn sé orðinn of naumur, því miður,“ segir Þorsteinn. „Það breytir ekki því að þetta er þverpólitískur hópur sem vill að þjóðin fái tækifæri til að segja í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún vilji að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram i Vatnsmýri,“ segir Þorsteinn. Þó segir hann engan úr röðum Pírata og Bjartrar framtíðar standa að fyrirhugaðri tillögu. Ekki liggur fyrir hverjir verða flutningsmenn tillögunnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er líklegt að Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar, verði fyrsti flutningsmaður. „Það er ekki ákveðið. Ég get þó alveg hugsað mér það,“ segir Þorsteinn. Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna félagsins Hjartað í Vatnsmýri, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Þá vildi hann ekki svara því hvort samtal hafi átt sér stað milli Hjartans í Vatnsmýri og hópsins sem stendur að tillögunni. Félagið hefur undanfarin misseri barist fyrir áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýri. Í júní kvað Hæstiréttur upp dóm um að loka bæri NA-SV flugbraut flugvallarins, svokallaðri neyðarbraut, innan sextán vikna. Reykjavíkurborg hafði þá höfðað mál á hendur innanríkisráðuneyti vegna ákvörðunar innanríkisráðherra á sínum tíma um að neita að loka brautinni. „Það er margt sem bendir til þess að þetta mál sem ríkið rak hafi ekki verið nógu vel reifað af hálfu ríkisins. En áður en lengra er haldið þykir okkur rétt að vita vilja landsmanna í þessu máli,“ segir Þorsteinn.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Þingsályktunartillaga um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um framtíð Reykjavíkurflugvallar verður lögð fram á næstu dögum. „Það er stefnt að því að gera það sem allra fyrst. Hún er í lokavinnslu,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem býst fastlega við því að verða á meðal flutningsmanna tillögunnar. Hann efast þó um að hægt verði að kjósa um framtíð flugvallarins samhliða alþingiskosningum vegna laga um þjóðaratkvæðagreiðslur. „Það væri æskilegt og það er eitt af því sem við erum að skoða núna en ég óttast um að tíminn sé orðinn of naumur, því miður,“ segir Þorsteinn. „Það breytir ekki því að þetta er þverpólitískur hópur sem vill að þjóðin fái tækifæri til að segja í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún vilji að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram i Vatnsmýri,“ segir Þorsteinn. Þó segir hann engan úr röðum Pírata og Bjartrar framtíðar standa að fyrirhugaðri tillögu. Ekki liggur fyrir hverjir verða flutningsmenn tillögunnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er líklegt að Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar, verði fyrsti flutningsmaður. „Það er ekki ákveðið. Ég get þó alveg hugsað mér það,“ segir Þorsteinn. Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna félagsins Hjartað í Vatnsmýri, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Þá vildi hann ekki svara því hvort samtal hafi átt sér stað milli Hjartans í Vatnsmýri og hópsins sem stendur að tillögunni. Félagið hefur undanfarin misseri barist fyrir áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýri. Í júní kvað Hæstiréttur upp dóm um að loka bæri NA-SV flugbraut flugvallarins, svokallaðri neyðarbraut, innan sextán vikna. Reykjavíkurborg hafði þá höfðað mál á hendur innanríkisráðuneyti vegna ákvörðunar innanríkisráðherra á sínum tíma um að neita að loka brautinni. „Það er margt sem bendir til þess að þetta mál sem ríkið rak hafi ekki verið nógu vel reifað af hálfu ríkisins. En áður en lengra er haldið þykir okkur rétt að vita vilja landsmanna í þessu máli,“ segir Þorsteinn.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira