Beiðni um áfrýjun í máli Steven Avery fyrir dómstóla í lok ágúst Birgir Örn Steinarsson skrifar 19. ágúst 2016 23:02 Mál Steven Avery hefur vakið heimsathygli eftir sjónvarpsþættina Making a Murderer. Vísir/Netflix Í lok ágúst fær nýr lögfræðingur Steven Avery áheyrn dómstóla í Wisconsin í Bandaríkjunum þar sem formlega verður lögð fram tillaga um að mál hans verði áfrýjað. Avery varð heimsfrægur eftir að Netflix gerði heimildarþáttaröðina Making a Murderer um mál hans og frænda hans Brendan Dassey. Margir sem hafa séð þáttaröðina eru sannfærðir um að Avery og frændi hans hafi verið hafðir af rangri sök. Avery var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á ljósmyndaranum Teresa Halbach og frændi hans líka sem þá var aðeins 17 ára gamall. Nýverið var dómurinn yfir Dassey, sem er orðinn 26 ára í dag, ógildur sem þýðir að hann gæti losnað úr fangelsi innan skamms áfrýi saksóknari ekki úrskurðinum.Steven Avery og Brendan Dassey.Vísir/GettyNý sönnunargögn og vitniKathleen Zellner, nýr lögfræðingur Avery, segist hafa undir höndum ný sönnunargögn sem krefjist þess að framkvæmt verði nýtt DNA próf á einu af þeim mörgu sönnunargögnum sem notað var gegn Avery í réttarhöldum hans. Hún telur að með því geti hún sannað að sönnunargögnum hafi verið komið fyrir á heimili Avery til þess að láta líta út fyrir að hann væri sekur. Með því vonast hún til þess að sýna fram á hugsanlega sekt annars aðila. „Það er ekkert víst að þetta gangi en ég trúi því að ef við getum sýnt fram á að eitt sönnunargagnanna hafi verið falsað þá sé það nóg til þess að ógilda dóminn,“ sagði Zellner. „Það eru sönnunargögn nú þegar til staðar sem benda á aðra staðsetningu og á annan hugsanlegan morðingja. Við erum bæði með vitni sem við teljum trúverðugt og ný sönnunargögn.“ Zellner hefur áður fengið 17 dóma ógilda í sakamálum sem hún hefur tekið að sér í málum þar sem hún hefur trúað því að viðkomandi hafi verið hafður af rangri sök. Steven Avery er sagður bjartsýnn á að hann komi einhvern tímann með að losna úr fangelsi. Zellner fer fyrir dómsstóla þann 29. ágúst næstkomandi með nýju gögnin. Tengdar fréttir Lífstíðardómur yfir Brendan Dassey felldur úr gildi Mál Brendan Dassey var tekið fyrir í þáttaröðinni vinsælu, Making a Murderer. 12. ágúst 2016 20:41 Fleiri þættir af Making a Murderer Þættirnir, sem fjalla um þá Steven Avery og Brendan Dassey nutu gífurlegra vinsælda í fyrra. 19. júlí 2016 20:16 Lögfræðingur Steven Avery segist hafa ný sönnunargögn undir höndum Mál Steven Avery sem fjallað var um í heimildaþáttunum Making a Murderer gæti ratað aftur í dómsstóla. 28. júní 2016 16:14 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Í lok ágúst fær nýr lögfræðingur Steven Avery áheyrn dómstóla í Wisconsin í Bandaríkjunum þar sem formlega verður lögð fram tillaga um að mál hans verði áfrýjað. Avery varð heimsfrægur eftir að Netflix gerði heimildarþáttaröðina Making a Murderer um mál hans og frænda hans Brendan Dassey. Margir sem hafa séð þáttaröðina eru sannfærðir um að Avery og frændi hans hafi verið hafðir af rangri sök. Avery var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á ljósmyndaranum Teresa Halbach og frændi hans líka sem þá var aðeins 17 ára gamall. Nýverið var dómurinn yfir Dassey, sem er orðinn 26 ára í dag, ógildur sem þýðir að hann gæti losnað úr fangelsi innan skamms áfrýi saksóknari ekki úrskurðinum.Steven Avery og Brendan Dassey.Vísir/GettyNý sönnunargögn og vitniKathleen Zellner, nýr lögfræðingur Avery, segist hafa undir höndum ný sönnunargögn sem krefjist þess að framkvæmt verði nýtt DNA próf á einu af þeim mörgu sönnunargögnum sem notað var gegn Avery í réttarhöldum hans. Hún telur að með því geti hún sannað að sönnunargögnum hafi verið komið fyrir á heimili Avery til þess að láta líta út fyrir að hann væri sekur. Með því vonast hún til þess að sýna fram á hugsanlega sekt annars aðila. „Það er ekkert víst að þetta gangi en ég trúi því að ef við getum sýnt fram á að eitt sönnunargagnanna hafi verið falsað þá sé það nóg til þess að ógilda dóminn,“ sagði Zellner. „Það eru sönnunargögn nú þegar til staðar sem benda á aðra staðsetningu og á annan hugsanlegan morðingja. Við erum bæði með vitni sem við teljum trúverðugt og ný sönnunargögn.“ Zellner hefur áður fengið 17 dóma ógilda í sakamálum sem hún hefur tekið að sér í málum þar sem hún hefur trúað því að viðkomandi hafi verið hafður af rangri sök. Steven Avery er sagður bjartsýnn á að hann komi einhvern tímann með að losna úr fangelsi. Zellner fer fyrir dómsstóla þann 29. ágúst næstkomandi með nýju gögnin.
Tengdar fréttir Lífstíðardómur yfir Brendan Dassey felldur úr gildi Mál Brendan Dassey var tekið fyrir í þáttaröðinni vinsælu, Making a Murderer. 12. ágúst 2016 20:41 Fleiri þættir af Making a Murderer Þættirnir, sem fjalla um þá Steven Avery og Brendan Dassey nutu gífurlegra vinsælda í fyrra. 19. júlí 2016 20:16 Lögfræðingur Steven Avery segist hafa ný sönnunargögn undir höndum Mál Steven Avery sem fjallað var um í heimildaþáttunum Making a Murderer gæti ratað aftur í dómsstóla. 28. júní 2016 16:14 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Lífstíðardómur yfir Brendan Dassey felldur úr gildi Mál Brendan Dassey var tekið fyrir í þáttaröðinni vinsælu, Making a Murderer. 12. ágúst 2016 20:41
Fleiri þættir af Making a Murderer Þættirnir, sem fjalla um þá Steven Avery og Brendan Dassey nutu gífurlegra vinsælda í fyrra. 19. júlí 2016 20:16
Lögfræðingur Steven Avery segist hafa ný sönnunargögn undir höndum Mál Steven Avery sem fjallað var um í heimildaþáttunum Making a Murderer gæti ratað aftur í dómsstóla. 28. júní 2016 16:14