Beiðni um áfrýjun í máli Steven Avery fyrir dómstóla í lok ágúst Birgir Örn Steinarsson skrifar 19. ágúst 2016 23:02 Mál Steven Avery hefur vakið heimsathygli eftir sjónvarpsþættina Making a Murderer. Vísir/Netflix Í lok ágúst fær nýr lögfræðingur Steven Avery áheyrn dómstóla í Wisconsin í Bandaríkjunum þar sem formlega verður lögð fram tillaga um að mál hans verði áfrýjað. Avery varð heimsfrægur eftir að Netflix gerði heimildarþáttaröðina Making a Murderer um mál hans og frænda hans Brendan Dassey. Margir sem hafa séð þáttaröðina eru sannfærðir um að Avery og frændi hans hafi verið hafðir af rangri sök. Avery var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á ljósmyndaranum Teresa Halbach og frændi hans líka sem þá var aðeins 17 ára gamall. Nýverið var dómurinn yfir Dassey, sem er orðinn 26 ára í dag, ógildur sem þýðir að hann gæti losnað úr fangelsi innan skamms áfrýi saksóknari ekki úrskurðinum.Steven Avery og Brendan Dassey.Vísir/GettyNý sönnunargögn og vitniKathleen Zellner, nýr lögfræðingur Avery, segist hafa undir höndum ný sönnunargögn sem krefjist þess að framkvæmt verði nýtt DNA próf á einu af þeim mörgu sönnunargögnum sem notað var gegn Avery í réttarhöldum hans. Hún telur að með því geti hún sannað að sönnunargögnum hafi verið komið fyrir á heimili Avery til þess að láta líta út fyrir að hann væri sekur. Með því vonast hún til þess að sýna fram á hugsanlega sekt annars aðila. „Það er ekkert víst að þetta gangi en ég trúi því að ef við getum sýnt fram á að eitt sönnunargagnanna hafi verið falsað þá sé það nóg til þess að ógilda dóminn,“ sagði Zellner. „Það eru sönnunargögn nú þegar til staðar sem benda á aðra staðsetningu og á annan hugsanlegan morðingja. Við erum bæði með vitni sem við teljum trúverðugt og ný sönnunargögn.“ Zellner hefur áður fengið 17 dóma ógilda í sakamálum sem hún hefur tekið að sér í málum þar sem hún hefur trúað því að viðkomandi hafi verið hafður af rangri sök. Steven Avery er sagður bjartsýnn á að hann komi einhvern tímann með að losna úr fangelsi. Zellner fer fyrir dómsstóla þann 29. ágúst næstkomandi með nýju gögnin. Tengdar fréttir Lífstíðardómur yfir Brendan Dassey felldur úr gildi Mál Brendan Dassey var tekið fyrir í þáttaröðinni vinsælu, Making a Murderer. 12. ágúst 2016 20:41 Fleiri þættir af Making a Murderer Þættirnir, sem fjalla um þá Steven Avery og Brendan Dassey nutu gífurlegra vinsælda í fyrra. 19. júlí 2016 20:16 Lögfræðingur Steven Avery segist hafa ný sönnunargögn undir höndum Mál Steven Avery sem fjallað var um í heimildaþáttunum Making a Murderer gæti ratað aftur í dómsstóla. 28. júní 2016 16:14 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Í lok ágúst fær nýr lögfræðingur Steven Avery áheyrn dómstóla í Wisconsin í Bandaríkjunum þar sem formlega verður lögð fram tillaga um að mál hans verði áfrýjað. Avery varð heimsfrægur eftir að Netflix gerði heimildarþáttaröðina Making a Murderer um mál hans og frænda hans Brendan Dassey. Margir sem hafa séð þáttaröðina eru sannfærðir um að Avery og frændi hans hafi verið hafðir af rangri sök. Avery var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á ljósmyndaranum Teresa Halbach og frændi hans líka sem þá var aðeins 17 ára gamall. Nýverið var dómurinn yfir Dassey, sem er orðinn 26 ára í dag, ógildur sem þýðir að hann gæti losnað úr fangelsi innan skamms áfrýi saksóknari ekki úrskurðinum.Steven Avery og Brendan Dassey.Vísir/GettyNý sönnunargögn og vitniKathleen Zellner, nýr lögfræðingur Avery, segist hafa undir höndum ný sönnunargögn sem krefjist þess að framkvæmt verði nýtt DNA próf á einu af þeim mörgu sönnunargögnum sem notað var gegn Avery í réttarhöldum hans. Hún telur að með því geti hún sannað að sönnunargögnum hafi verið komið fyrir á heimili Avery til þess að láta líta út fyrir að hann væri sekur. Með því vonast hún til þess að sýna fram á hugsanlega sekt annars aðila. „Það er ekkert víst að þetta gangi en ég trúi því að ef við getum sýnt fram á að eitt sönnunargagnanna hafi verið falsað þá sé það nóg til þess að ógilda dóminn,“ sagði Zellner. „Það eru sönnunargögn nú þegar til staðar sem benda á aðra staðsetningu og á annan hugsanlegan morðingja. Við erum bæði með vitni sem við teljum trúverðugt og ný sönnunargögn.“ Zellner hefur áður fengið 17 dóma ógilda í sakamálum sem hún hefur tekið að sér í málum þar sem hún hefur trúað því að viðkomandi hafi verið hafður af rangri sök. Steven Avery er sagður bjartsýnn á að hann komi einhvern tímann með að losna úr fangelsi. Zellner fer fyrir dómsstóla þann 29. ágúst næstkomandi með nýju gögnin.
Tengdar fréttir Lífstíðardómur yfir Brendan Dassey felldur úr gildi Mál Brendan Dassey var tekið fyrir í þáttaröðinni vinsælu, Making a Murderer. 12. ágúst 2016 20:41 Fleiri þættir af Making a Murderer Þættirnir, sem fjalla um þá Steven Avery og Brendan Dassey nutu gífurlegra vinsælda í fyrra. 19. júlí 2016 20:16 Lögfræðingur Steven Avery segist hafa ný sönnunargögn undir höndum Mál Steven Avery sem fjallað var um í heimildaþáttunum Making a Murderer gæti ratað aftur í dómsstóla. 28. júní 2016 16:14 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Lífstíðardómur yfir Brendan Dassey felldur úr gildi Mál Brendan Dassey var tekið fyrir í þáttaröðinni vinsælu, Making a Murderer. 12. ágúst 2016 20:41
Fleiri þættir af Making a Murderer Þættirnir, sem fjalla um þá Steven Avery og Brendan Dassey nutu gífurlegra vinsælda í fyrra. 19. júlí 2016 20:16
Lögfræðingur Steven Avery segist hafa ný sönnunargögn undir höndum Mál Steven Avery sem fjallað var um í heimildaþáttunum Making a Murderer gæti ratað aftur í dómsstóla. 28. júní 2016 16:14