Innlent

Bryndís kosningastjóri Samfylkingarinnar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
Samfylkingin hefur ráðið Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttir sem kosningastjóra fyrir Alþingiskosningarnar í haust.

Bryndís Ísfold hefur verið búsett í New York síðastliðin þrjú ár þar sem hún hefur unnið við kosningabaráttu ýmissa framboða, meðal annars fyrir borgarstjórann í New York, Bill de Blasio. Hún starfaði síðast sem yfirmaður samskiptamála fyrir National Organization for Women í New York.

Hún var framkvæmdarstjóri Já Ísland frá árinu 2010 - 2012 og starfaði síðar hjá almannatengslafyrirtækinu Netspor.

Bryndís hefur verið virk í Samfylkingunni frá stofnun flokksins og var varaborgarfulltrúi í sjö ár. Hún hefur einnig setið í nefndum og ráðum á vegum flokksins og gengt fjölda trúnaðastarfa. Hún hefur verið virk í félagsstörfum og var m.a. í ráðskonuráði Femínistafélags Íslands 2002 - 2004 og formaður félags stjórnmálafræðinga 2012.

Bryndís hefur einnig starfað sem blaðamaður, fyrir Mannlíf, Miðjuna og Man tímarit. Síðasta árið hefur hún skrifað greinar um bandarísku forsetakosningarnar fyrir Kjarnann og rætt sama málefni á Bylgjunni.

Bryndís er með BA gráðu í stjórnmálafræði, BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í Election and Campaign Management frá Fordham University í New York City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×