Rúmlega 40 manns í íslenskri Gúlen-hreyfingu Birgir Örn Steinarsson skrifar 20. júlí 2016 16:00 Vísir/Getty/Einkasafn „Gulen-hreyfingin“ lifir góðu lífi á Íslandi en svo kallast stuðningur við hugmyndafræði Fethullah Gulen. Um 45 „gúlenistar“ eru skráðir í Félag Horizon sem starfar hér á landi út frá hugmynda fræði múslima klerksins. Fréttastofu hafa borist tölvupóstar frá óttaslegnu fólki sem hafa varað við starfsemi félagsins og því að slík „hryðjuverkastarfssemi“ sem kostaði 232 lífið í Tyrklandi um helgina fái að grassera hér á landi. Hér virðist þó ekki allt vera eins og það sýnist. Sé Félag Horizon skoðað betur virðist vera að mesta ógnin frá gúlenistum hér á landi sé hugsanlega brennóboltaskot í andlitið og þá bara ef menn eru ekki nægilega vakandi í leiknum. Haldi félagið einhvers konar „sellufundi“ þá snúast þeir frekar um samsöng, te-drykkju, stærðfræði, mat eða borðtennis. „Síðan við hófum hér starfsemi höfum við staðið fyrir mismunandi uppákomum,“ segir Derya Özdilek sem er dönsk stúlka sem á ættir sínar að rekja til Tyrklands. Hún er í stjórn félagsins hér á landi en samtökin voru stofnuð fyrir þremur árum síðan með boðskap Gulen að leiðarljósi. „Við höfum staðið pallborðsumræðum þar sem fólk með misjafnar skoðanir á múslimum hafa hist og rætt málin. Fyrir okkur eru þrír hlutir sem skipta höfuðmáli. Menntun, umburðarlyndi og virðing. Þú þarft menntun til þess að geta breytt hlutum í þínu eigin lífi, umburðarlyndi fyrir nýjum hugmyndum til þess að þroskast og virðingu fyrir því ferli til að ná lengra. Með þetta að leiðarljósi er hægt að ná heimsfrið.“Borðtennis, stærðfræðikeppni og tedrykkja á meðal dagskráliðaFélagið hefur staðið fyrir uppákomum á Fjölmenningardegi og var með bás síðast í Hörpunni. Félagið hefur haldið utan um bíósýningar, brennómót, borðtennis-sunnudaga og stærðfræðikeppnina Pangea sem hefur verið afar vinsæl. Stærsti viðburður þeirra er árlegur og er haldin í tengslum við ashura-dag, sem er helgidagur hjá sunni og shía-múslimum um allan heim. Síðast var það gert í Neskirkju í október og mættu þangað um 140 manns. „Það er stærsti árlegi viðburðurinn okkar. Þar reynum við að ná ólíku fólki saman, af ólíku þjóðerni, trú og litarhafti. Þetta hefur alltaf gengið vel. Við hittumst, borðum, spjöllum og kynnumst. Eins er með te-boðin okkar. Í Tyrklandi höfum við orðatiltæki sem segir; ef þú drekkur kaffi með mér í mínu heimahúsi þá erum við vinir í 40 ár.“Skartgripagerð hefur m.a. verið kynnt á uppákomum.Vísir/Félag HorizonAlþjóðleg stjórnÍ stjórn Félag Horizon er fólk frá Pakistan, Albaníu, Tyrklandi og Danmörku. Vanalega hittist stjórnin vikulega nema að stærri verkefni séu fyrir hendi. Félagið safnar sjálft fyrir atburðum sínum annað hvort með því að leita styrkja til íslenskra og danskra stofnanna eða fyrirtækja eða með því að safna sjálft fé með hefðbundnum aðferðum eins og mat- eða kaffisölu. Á starfstíð sinni hefur Félag Horizon birt fjölda tilkynninga og hafa fordæmt hryðjuverkaárásir á borð við þær sem gerðar voru í París, Kaupmannahöfn og í Orlando.Ekki óhugsandi að valdaránsmenn hafi verið gúlenistarHinn 75 ára gamli múslima klerkur Fethullah Gulen er maðurinn sem Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti sakar um að hafa skipulagt valdaránstilraunina á föstudag. Hann hefur í kjölfarið krafist þess að Bandaríkin handtaki Gulen sem býr í sjálfsettri útlegð í Pennsylvaníu-fylki og framselji hann til Tyrklands svo megi rétta yfir honum þar vegna þeirra 232 sem féllu í átökunum á föstudag. Derya segir það óhugsandi að Fethullah Gulen hafi staðið á bak við valdaránstilraunina „Afhverju ætti maður sem boðar frið í öðrum löndum svo hvetja til stríðs í sínu eigin landi,“ spyr hún. Hún segir það ekkert útilokað að þeir sem reyndu valdaránið hafi kannski einhverjir aðhyllst skoðanir Gulen. „Fólk þarf ekki að óttast hreyfinguna því hún er friðsamleg. Íslendingar eru svo hræddir við múslima núna út af því sem er búið að vera gerast í heiminum. Við skiljum það alveg. Við erum að reyna breyta þessari neikvæðni með því að bjóða fólki í samtal með okkur. Auðvitað getur fólk tekið fallega hugmyndafræði og notað til þess að framkvæma hræðilega hluti. En það þýðir ekki að allir sem aðhyllist hugmyndir Gulen geri það líka.“Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands ávarpar þjóð sína.Vísir/GettyErdogan berst við hugmyndafræðiUm 50 þúsund manns í menntakerfinu hafa misst stöður sínar vegna skoðana sinna. Einnig hefur verið sett ferðabann á vel menntað fólk í landinu. Rúmlega 1500 yfirmenn í Háskólum landsins hafa verið beðnir um að segja upp störfum sem og rúmlega 21 þúsund kennurum. Talið er að þar sé forsetinn að losa sig við þá sem taldir eru aðhyllast stefnu Fethullah Gulen. Í apríl í fyrra fékk Fethullah Gulen afhend Gandhi King Ikeda friðarverðlaunin fyrir það að hafa gert friðarboðskap og mannréttindi að ævistarfi sínu. Aðrir sem hlotið hafa sömu verðlaun eru Nelson Mandela, Rosa Parks, Andrew Young og Desmund Tutu. Gulen hefur alla tíð talað gegn hryðjuverkasamtökum á borð við ISIS. Hugmyndafræði hans hefur verið afar vinsæl í Tyrklandi og talað um að hann eigi um milljón fylgjendur þar. Gulen hefur verið tengdur við hóp manna innan stjórnsýslunnar sem eru andstæðingar Erdogans forseta, sem sagðir eru aðhyllast hugmyndafræði hans. Gulen hefur sagst ekki vera í neinum tengslum við þá sem stóðu á bak við valdaránstilraunina og hefur jafnvel gengið það lagt að segja hana sviðsetta af Erdogan forseta. Gulen þykir frekar frjálslyndur klerkur í skoðunum sínum og hefur meðal annars gagnrýnt samruna stjórnsýslu Tyrklands og Islam. Hann hefur einnig hvatt til þess að fólk skoði á gagnrýnan hátt skilning sinn á trúarbrögðunum. Tengdar fréttir Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi Stjórn Erdogans Tyrklandsforseta hefur rekið fimmtán þúsund skólastarfsmenn, níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómara í kjölfar valdaránstilraunar hersins um helgina. Fleiri þúsund hafa verið handteknir. Tugir útvarps- og sjónv 20. júlí 2016 07:00 Fimmtán þúsund starfsmönnum menntakerfis Tyrklands vikið úr starfi Hreinsanir forsetans standa enn yfir eftir valdaránstilraunina á föstudag. 19. júlí 2016 15:45 Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00 Erdogan að færa Tyrkland í átt til einræðis Þúsundir kennara voru reknir í dag vegna meintra tengsla við misheppnað valdarán. 19. júlí 2016 19:13 Um 50 þúsund ýtt til hliðar eða fangelsaðir Hermenn, lögregluþjónar, dómarar, embættismenn og kennarar hafa lent í hreinsunum stjórnvalda í Tyrklandi. 19. júlí 2016 20:00 Wikileaks birtir 300 þúsund tölvupósta úr póstkerfi flokks Erdogans Samtökin ákváðu að flýta útgáfu póstana í ljósi hinna pólitísku hreinsana sem flokkur Erdogans hefur staðið fyrir í kjölfar valdaránstilraunarinnar. 20. júlí 2016 08:31 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
„Gulen-hreyfingin“ lifir góðu lífi á Íslandi en svo kallast stuðningur við hugmyndafræði Fethullah Gulen. Um 45 „gúlenistar“ eru skráðir í Félag Horizon sem starfar hér á landi út frá hugmynda fræði múslima klerksins. Fréttastofu hafa borist tölvupóstar frá óttaslegnu fólki sem hafa varað við starfsemi félagsins og því að slík „hryðjuverkastarfssemi“ sem kostaði 232 lífið í Tyrklandi um helgina fái að grassera hér á landi. Hér virðist þó ekki allt vera eins og það sýnist. Sé Félag Horizon skoðað betur virðist vera að mesta ógnin frá gúlenistum hér á landi sé hugsanlega brennóboltaskot í andlitið og þá bara ef menn eru ekki nægilega vakandi í leiknum. Haldi félagið einhvers konar „sellufundi“ þá snúast þeir frekar um samsöng, te-drykkju, stærðfræði, mat eða borðtennis. „Síðan við hófum hér starfsemi höfum við staðið fyrir mismunandi uppákomum,“ segir Derya Özdilek sem er dönsk stúlka sem á ættir sínar að rekja til Tyrklands. Hún er í stjórn félagsins hér á landi en samtökin voru stofnuð fyrir þremur árum síðan með boðskap Gulen að leiðarljósi. „Við höfum staðið pallborðsumræðum þar sem fólk með misjafnar skoðanir á múslimum hafa hist og rætt málin. Fyrir okkur eru þrír hlutir sem skipta höfuðmáli. Menntun, umburðarlyndi og virðing. Þú þarft menntun til þess að geta breytt hlutum í þínu eigin lífi, umburðarlyndi fyrir nýjum hugmyndum til þess að þroskast og virðingu fyrir því ferli til að ná lengra. Með þetta að leiðarljósi er hægt að ná heimsfrið.“Borðtennis, stærðfræðikeppni og tedrykkja á meðal dagskráliðaFélagið hefur staðið fyrir uppákomum á Fjölmenningardegi og var með bás síðast í Hörpunni. Félagið hefur haldið utan um bíósýningar, brennómót, borðtennis-sunnudaga og stærðfræðikeppnina Pangea sem hefur verið afar vinsæl. Stærsti viðburður þeirra er árlegur og er haldin í tengslum við ashura-dag, sem er helgidagur hjá sunni og shía-múslimum um allan heim. Síðast var það gert í Neskirkju í október og mættu þangað um 140 manns. „Það er stærsti árlegi viðburðurinn okkar. Þar reynum við að ná ólíku fólki saman, af ólíku þjóðerni, trú og litarhafti. Þetta hefur alltaf gengið vel. Við hittumst, borðum, spjöllum og kynnumst. Eins er með te-boðin okkar. Í Tyrklandi höfum við orðatiltæki sem segir; ef þú drekkur kaffi með mér í mínu heimahúsi þá erum við vinir í 40 ár.“Skartgripagerð hefur m.a. verið kynnt á uppákomum.Vísir/Félag HorizonAlþjóðleg stjórnÍ stjórn Félag Horizon er fólk frá Pakistan, Albaníu, Tyrklandi og Danmörku. Vanalega hittist stjórnin vikulega nema að stærri verkefni séu fyrir hendi. Félagið safnar sjálft fyrir atburðum sínum annað hvort með því að leita styrkja til íslenskra og danskra stofnanna eða fyrirtækja eða með því að safna sjálft fé með hefðbundnum aðferðum eins og mat- eða kaffisölu. Á starfstíð sinni hefur Félag Horizon birt fjölda tilkynninga og hafa fordæmt hryðjuverkaárásir á borð við þær sem gerðar voru í París, Kaupmannahöfn og í Orlando.Ekki óhugsandi að valdaránsmenn hafi verið gúlenistarHinn 75 ára gamli múslima klerkur Fethullah Gulen er maðurinn sem Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti sakar um að hafa skipulagt valdaránstilraunina á föstudag. Hann hefur í kjölfarið krafist þess að Bandaríkin handtaki Gulen sem býr í sjálfsettri útlegð í Pennsylvaníu-fylki og framselji hann til Tyrklands svo megi rétta yfir honum þar vegna þeirra 232 sem féllu í átökunum á föstudag. Derya segir það óhugsandi að Fethullah Gulen hafi staðið á bak við valdaránstilraunina „Afhverju ætti maður sem boðar frið í öðrum löndum svo hvetja til stríðs í sínu eigin landi,“ spyr hún. Hún segir það ekkert útilokað að þeir sem reyndu valdaránið hafi kannski einhverjir aðhyllst skoðanir Gulen. „Fólk þarf ekki að óttast hreyfinguna því hún er friðsamleg. Íslendingar eru svo hræddir við múslima núna út af því sem er búið að vera gerast í heiminum. Við skiljum það alveg. Við erum að reyna breyta þessari neikvæðni með því að bjóða fólki í samtal með okkur. Auðvitað getur fólk tekið fallega hugmyndafræði og notað til þess að framkvæma hræðilega hluti. En það þýðir ekki að allir sem aðhyllist hugmyndir Gulen geri það líka.“Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands ávarpar þjóð sína.Vísir/GettyErdogan berst við hugmyndafræðiUm 50 þúsund manns í menntakerfinu hafa misst stöður sínar vegna skoðana sinna. Einnig hefur verið sett ferðabann á vel menntað fólk í landinu. Rúmlega 1500 yfirmenn í Háskólum landsins hafa verið beðnir um að segja upp störfum sem og rúmlega 21 þúsund kennurum. Talið er að þar sé forsetinn að losa sig við þá sem taldir eru aðhyllast stefnu Fethullah Gulen. Í apríl í fyrra fékk Fethullah Gulen afhend Gandhi King Ikeda friðarverðlaunin fyrir það að hafa gert friðarboðskap og mannréttindi að ævistarfi sínu. Aðrir sem hlotið hafa sömu verðlaun eru Nelson Mandela, Rosa Parks, Andrew Young og Desmund Tutu. Gulen hefur alla tíð talað gegn hryðjuverkasamtökum á borð við ISIS. Hugmyndafræði hans hefur verið afar vinsæl í Tyrklandi og talað um að hann eigi um milljón fylgjendur þar. Gulen hefur verið tengdur við hóp manna innan stjórnsýslunnar sem eru andstæðingar Erdogans forseta, sem sagðir eru aðhyllast hugmyndafræði hans. Gulen hefur sagst ekki vera í neinum tengslum við þá sem stóðu á bak við valdaránstilraunina og hefur jafnvel gengið það lagt að segja hana sviðsetta af Erdogan forseta. Gulen þykir frekar frjálslyndur klerkur í skoðunum sínum og hefur meðal annars gagnrýnt samruna stjórnsýslu Tyrklands og Islam. Hann hefur einnig hvatt til þess að fólk skoði á gagnrýnan hátt skilning sinn á trúarbrögðunum.
Tengdar fréttir Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi Stjórn Erdogans Tyrklandsforseta hefur rekið fimmtán þúsund skólastarfsmenn, níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómara í kjölfar valdaránstilraunar hersins um helgina. Fleiri þúsund hafa verið handteknir. Tugir útvarps- og sjónv 20. júlí 2016 07:00 Fimmtán þúsund starfsmönnum menntakerfis Tyrklands vikið úr starfi Hreinsanir forsetans standa enn yfir eftir valdaránstilraunina á föstudag. 19. júlí 2016 15:45 Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00 Erdogan að færa Tyrkland í átt til einræðis Þúsundir kennara voru reknir í dag vegna meintra tengsla við misheppnað valdarán. 19. júlí 2016 19:13 Um 50 þúsund ýtt til hliðar eða fangelsaðir Hermenn, lögregluþjónar, dómarar, embættismenn og kennarar hafa lent í hreinsunum stjórnvalda í Tyrklandi. 19. júlí 2016 20:00 Wikileaks birtir 300 þúsund tölvupósta úr póstkerfi flokks Erdogans Samtökin ákváðu að flýta útgáfu póstana í ljósi hinna pólitísku hreinsana sem flokkur Erdogans hefur staðið fyrir í kjölfar valdaránstilraunarinnar. 20. júlí 2016 08:31 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi Stjórn Erdogans Tyrklandsforseta hefur rekið fimmtán þúsund skólastarfsmenn, níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómara í kjölfar valdaránstilraunar hersins um helgina. Fleiri þúsund hafa verið handteknir. Tugir útvarps- og sjónv 20. júlí 2016 07:00
Fimmtán þúsund starfsmönnum menntakerfis Tyrklands vikið úr starfi Hreinsanir forsetans standa enn yfir eftir valdaránstilraunina á föstudag. 19. júlí 2016 15:45
Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00
Erdogan að færa Tyrkland í átt til einræðis Þúsundir kennara voru reknir í dag vegna meintra tengsla við misheppnað valdarán. 19. júlí 2016 19:13
Um 50 þúsund ýtt til hliðar eða fangelsaðir Hermenn, lögregluþjónar, dómarar, embættismenn og kennarar hafa lent í hreinsunum stjórnvalda í Tyrklandi. 19. júlí 2016 20:00
Wikileaks birtir 300 þúsund tölvupósta úr póstkerfi flokks Erdogans Samtökin ákváðu að flýta útgáfu póstana í ljósi hinna pólitísku hreinsana sem flokkur Erdogans hefur staðið fyrir í kjölfar valdaránstilraunarinnar. 20. júlí 2016 08:31