Erdogan að færa Tyrkland í átt til einræðis Una Sighvatsdóttir skrifar 19. júlí 2016 19:13 Hinar pólitísku hreinsanir í Tyrklandi teygja sig víða og nú hefur yfir 15 þúsund kennurum verið vikið frá störfum, til viðbótar við þúsundir lögreglumanna og dómara og fjöldahandtökur hermanna. Þá hefur starfsleyfi 24 útvarps- og sjónvarpsstöðva verið afturkallað, allt vegna meintra tengsla við klerkinn Fethullah Gulen sem er höfuðandstæðingur Ergodan forseta. Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu í dag valdaránstilraunina en lýsti um leið áhyggjum yfir framferði tyrkneskra stjórnvalda og sagði Ravina Shamdasani, talsmaður Mannréttindaráðs SÞ, að hreinsanir í stétt dómara og tilviljanakenndar handtökur veki ugg.Áður daðrað við einræði Erdogan hefur áður verið þekktur að því að daðra við einræði með því að virða hvorki tjáningarfrelsi né borgararéttindi. Ármann Snævarr stjórnmálafræðingur, sem fylgst hefur náið með tyrkneskum stjórnmálum, segist þó hika við að kalla hann einræðisherra fullum fetum, í ljósi þess að hann hefur lýðræðislegt umboð eftir kosningar. „En það er engin spurning um að hann er á ákveðinni vegferð í því að gera Tyrkland að einræðisríki, segir Ármann. Hann telur allar líkur á því að Erdogan nýti sterkari stöðu sína nú eftir valdaránstilraunina til að sverja sig enn frekar úr ætt við lýðræðið. „Ég held að það sé líklegt að hann muni gera það og hann sagði nú einhvern tíma um lýðræðið að það væri eins og strætó sem maður stígur upp í og svo þegar maður er kominn á áfangastað þá stígur maður niður aftur. Ég held að það lýsi hans hugsunarhætti afskaplega vel."De facto forsetaræði þótt stjórnarskráin segi annað Erdogan varð forseti þegar hann hafði setið eins lengi sem forsætisráðherra og lög leyfðu og hefur síðustu misseri unnið að því að koma á formlegu forsetaræði í Tyrklandi. De facto má þó segja sé þingræðið varla nema í orði. „Í raun held ég að það yrði ekki það mikil breyting því þó hann vilji fá þetta ákveðna lögmæti sem hann myndi fá þá er reyndin sú að það er forsetaræði í Tyrklandi í dag. Það er einn maður sem ræður mestu og það eru alveg dæmi um það að hann hefur verið að halda ríkisstjórnarfundi undir sinni leiðsögn. Það er ekki eitthvað sem þekkist almennt í þingræði," segir Ármann. Talsmaður forsetans sagði í dag að formleg krafa um afsal Fethullah Gulens frá Bandaríkjunum sé í undirbúningi. Þá hét forsætisráðherrann því að þeir sem stóðu að valdaráninu verði sóttir til saka innan ramma laga og mannréttinda, en umheimurinn býður þess nú að sjá hvort staðið verði við það þegar réttarhöld hefjast. Tengdar fréttir Fimmtán þúsund starfsmönnum menntakerfis Tyrklands vikið úr starfi Hreinsanir forsetans standa enn yfir eftir valdaránstilraunina á föstudag. 19. júlí 2016 15:45 Versta valdaránið Fréttin af tilrauninni til valdaráns í Tyrklandi er enn ein fréttin sem skelfir okkur. 18. júlí 2016 13:06 Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00 Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33 6000 handteknir í Tyrklandi: Erdogan útilokar ekki að beita dauðarefsingunni Í Tyrklandi hefur verið sett fram sú krafa að þeir verði teknir af lífi án dóms og laga. 17. júlí 2016 13:20 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Hinar pólitísku hreinsanir í Tyrklandi teygja sig víða og nú hefur yfir 15 þúsund kennurum verið vikið frá störfum, til viðbótar við þúsundir lögreglumanna og dómara og fjöldahandtökur hermanna. Þá hefur starfsleyfi 24 útvarps- og sjónvarpsstöðva verið afturkallað, allt vegna meintra tengsla við klerkinn Fethullah Gulen sem er höfuðandstæðingur Ergodan forseta. Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu í dag valdaránstilraunina en lýsti um leið áhyggjum yfir framferði tyrkneskra stjórnvalda og sagði Ravina Shamdasani, talsmaður Mannréttindaráðs SÞ, að hreinsanir í stétt dómara og tilviljanakenndar handtökur veki ugg.Áður daðrað við einræði Erdogan hefur áður verið þekktur að því að daðra við einræði með því að virða hvorki tjáningarfrelsi né borgararéttindi. Ármann Snævarr stjórnmálafræðingur, sem fylgst hefur náið með tyrkneskum stjórnmálum, segist þó hika við að kalla hann einræðisherra fullum fetum, í ljósi þess að hann hefur lýðræðislegt umboð eftir kosningar. „En það er engin spurning um að hann er á ákveðinni vegferð í því að gera Tyrkland að einræðisríki, segir Ármann. Hann telur allar líkur á því að Erdogan nýti sterkari stöðu sína nú eftir valdaránstilraunina til að sverja sig enn frekar úr ætt við lýðræðið. „Ég held að það sé líklegt að hann muni gera það og hann sagði nú einhvern tíma um lýðræðið að það væri eins og strætó sem maður stígur upp í og svo þegar maður er kominn á áfangastað þá stígur maður niður aftur. Ég held að það lýsi hans hugsunarhætti afskaplega vel."De facto forsetaræði þótt stjórnarskráin segi annað Erdogan varð forseti þegar hann hafði setið eins lengi sem forsætisráðherra og lög leyfðu og hefur síðustu misseri unnið að því að koma á formlegu forsetaræði í Tyrklandi. De facto má þó segja sé þingræðið varla nema í orði. „Í raun held ég að það yrði ekki það mikil breyting því þó hann vilji fá þetta ákveðna lögmæti sem hann myndi fá þá er reyndin sú að það er forsetaræði í Tyrklandi í dag. Það er einn maður sem ræður mestu og það eru alveg dæmi um það að hann hefur verið að halda ríkisstjórnarfundi undir sinni leiðsögn. Það er ekki eitthvað sem þekkist almennt í þingræði," segir Ármann. Talsmaður forsetans sagði í dag að formleg krafa um afsal Fethullah Gulens frá Bandaríkjunum sé í undirbúningi. Þá hét forsætisráðherrann því að þeir sem stóðu að valdaráninu verði sóttir til saka innan ramma laga og mannréttinda, en umheimurinn býður þess nú að sjá hvort staðið verði við það þegar réttarhöld hefjast.
Tengdar fréttir Fimmtán þúsund starfsmönnum menntakerfis Tyrklands vikið úr starfi Hreinsanir forsetans standa enn yfir eftir valdaránstilraunina á föstudag. 19. júlí 2016 15:45 Versta valdaránið Fréttin af tilrauninni til valdaráns í Tyrklandi er enn ein fréttin sem skelfir okkur. 18. júlí 2016 13:06 Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00 Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33 6000 handteknir í Tyrklandi: Erdogan útilokar ekki að beita dauðarefsingunni Í Tyrklandi hefur verið sett fram sú krafa að þeir verði teknir af lífi án dóms og laga. 17. júlí 2016 13:20 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Fimmtán þúsund starfsmönnum menntakerfis Tyrklands vikið úr starfi Hreinsanir forsetans standa enn yfir eftir valdaránstilraunina á föstudag. 19. júlí 2016 15:45
Versta valdaránið Fréttin af tilrauninni til valdaráns í Tyrklandi er enn ein fréttin sem skelfir okkur. 18. júlí 2016 13:06
Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00
Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33
6000 handteknir í Tyrklandi: Erdogan útilokar ekki að beita dauðarefsingunni Í Tyrklandi hefur verið sett fram sú krafa að þeir verði teknir af lífi án dóms og laga. 17. júlí 2016 13:20