Nusra front slítur sig frá al-Qaeda Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2016 16:28 Abo Mohammad al-Jolani, leiðtogi Jabhat Fateh al-Cham er hér fyrir miðju. Vísir Vígahópurinn Jabhat al-Nusra, eða Nusra Front, hefur slitið sig frá al-Qaeda. Nusra Front hefur undanfarin ár barist í Sýrlandi sem deild al-Qaeda þar í landi. Samtökin Jabhat Fateh al-Cham, sem þýðir í raun „hernám Sýrlands“ verða nú stofnuð í stað Nusra. Forsvarsmenn Nusra hafa fundað undanfarna daga um stöðu þeirra gagnvart al-Qaeda en undanfarin ár hefur dregið verulega úr hnattrænum umsvifum hryðjuverkasamtakanna. Al-Qaeda er með deildir víða um hnöttinn, eins og í Sýrlandi, Jemen, Afríku, Indlandi og víðar. Ekki er ólíklegt að ákvörðunin Nusra Front um að slíta sig frá samtökunum muni leiða til annarra deilda að gera slíkt hið sama. Sérfræðingar virðast margir hverjir telja að ákvörðunin sé að mestu til sýnis og að Jabhat Fateh al-Cham muni áfram hlýða skipunum Ayman al Zawahiri, leitoga al-Qaeda. Nusra Front hafa verið talin vera hryðjuverkasamtök og vestræn lönd hafa stillt þeim upp með Íslamska ríkinu. Samtökin hafa verið undanskilin þeim vopnahléum sem hafa verið gerð í Sýrlandi. Næstráðandi hjá al-Qaeda gaf fyrr í dag út yfirlýsingu þar sem hann lýsti því yfir að forsvarsmenn hryðjuverkasamtakanna væru í raun hlynntir aðskilnaðinum. Líklegt þykir að ákvörðunin að slíta sig frá al-Qaeda muni gera þeim auðveldara að mynda bandalög og jafnvel að verða sér út um fé.Abo Mohammad al-Jolani, leiðtogi Jabhat Fateh al-Cham, tilkynnti ákvörðunina fyrir skömmu í útsendingu hjá Orient News. Þar sagði hann að nýju samtökin hefðu engin tengsl út fyrir landamæri Sýrlands. Hann sagði markmið þeirra að koma á Sharia-lögum á yfirráðasvæði sínu og að binda endi á óréttlæti. Þeir muni sameina vígamenn og frelsa Sýrland undan stjórn Bashar al-Assad og stuðningsmanna hans. Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Vígahópurinn Jabhat al-Nusra, eða Nusra Front, hefur slitið sig frá al-Qaeda. Nusra Front hefur undanfarin ár barist í Sýrlandi sem deild al-Qaeda þar í landi. Samtökin Jabhat Fateh al-Cham, sem þýðir í raun „hernám Sýrlands“ verða nú stofnuð í stað Nusra. Forsvarsmenn Nusra hafa fundað undanfarna daga um stöðu þeirra gagnvart al-Qaeda en undanfarin ár hefur dregið verulega úr hnattrænum umsvifum hryðjuverkasamtakanna. Al-Qaeda er með deildir víða um hnöttinn, eins og í Sýrlandi, Jemen, Afríku, Indlandi og víðar. Ekki er ólíklegt að ákvörðunin Nusra Front um að slíta sig frá samtökunum muni leiða til annarra deilda að gera slíkt hið sama. Sérfræðingar virðast margir hverjir telja að ákvörðunin sé að mestu til sýnis og að Jabhat Fateh al-Cham muni áfram hlýða skipunum Ayman al Zawahiri, leitoga al-Qaeda. Nusra Front hafa verið talin vera hryðjuverkasamtök og vestræn lönd hafa stillt þeim upp með Íslamska ríkinu. Samtökin hafa verið undanskilin þeim vopnahléum sem hafa verið gerð í Sýrlandi. Næstráðandi hjá al-Qaeda gaf fyrr í dag út yfirlýsingu þar sem hann lýsti því yfir að forsvarsmenn hryðjuverkasamtakanna væru í raun hlynntir aðskilnaðinum. Líklegt þykir að ákvörðunin að slíta sig frá al-Qaeda muni gera þeim auðveldara að mynda bandalög og jafnvel að verða sér út um fé.Abo Mohammad al-Jolani, leiðtogi Jabhat Fateh al-Cham, tilkynnti ákvörðunina fyrir skömmu í útsendingu hjá Orient News. Þar sagði hann að nýju samtökin hefðu engin tengsl út fyrir landamæri Sýrlands. Hann sagði markmið þeirra að koma á Sharia-lögum á yfirráðasvæði sínu og að binda endi á óréttlæti. Þeir muni sameina vígamenn og frelsa Sýrland undan stjórn Bashar al-Assad og stuðningsmanna hans.
Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira