Húh-ið okkar Íslendinga í stóru hlutverki í uppgjörsmyndbandi Guardian Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 11:30 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, fagnar vel heppnuðu víkingaklappi eftir sigurinn á Austurríki. Vísir/EPA Evrópumótinu í fótbolta lauk í gær eftir mánaðarfótboltaveislu í Frakklandi. Ísland átti sviðsljósið um tíma á mótinu og verður eflaust alltaf með í umræðunni þegar EM í Frakklandi 2016 verður rifjað upp. Enski miðillinn Guardian ákvað að setja saman teiknimynd til að gera upp Evrópumótið í heimasíðu sinni. Þar má sjá enn eitt dæmi um að íslenski andinn hafi fangað athygli heimsins á meðan Evrópumótinu stóð. Íslensku strákarnir og íslenska stuðningsfólkið fær að sjálfsögðu stóran sess í þessu flotta myndbandi. Það má sjá strákana taka víkingaklappið en eins teiknimyndaútgáfu af sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar á móti Austurríki. Það var einmitt markið hans Arnórs á fjórðu mínútu í uppbótartíma sem tryggði íslenska liðinu 2-1 sigur á Austurríki, annað sætið í riðlinum og leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Þar hafði íslenska liðið síðan betur 2-1 og komst í átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti hjá íslensku karlalandsliði í fótbolta. Frábært sigurmark Frakkans Dimitri Payet í fyrsta leik, óeirðir ensku stuðningsmannanna, sigur Íra á Ítölum, frammistaða Frakkans Antoine Griezmann og Portúgalans Cristiano Ronaldo koma líka við sögu í þessari athyglisverðu teiknimynd en myndbandið endar síðan að sjálfsögðu á sigurmarki Eder og fögnuðu Portúgala eftir að þeir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn. Það eru Bandaríkjamennirnir Case Jernigan og Josh Giunta sem búa til svona myndbönd fyrir Guardian undir nafninu Make Savvy. Case Jernigan teiknar en Josh Giunta sér um tónlistina. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira
Evrópumótinu í fótbolta lauk í gær eftir mánaðarfótboltaveislu í Frakklandi. Ísland átti sviðsljósið um tíma á mótinu og verður eflaust alltaf með í umræðunni þegar EM í Frakklandi 2016 verður rifjað upp. Enski miðillinn Guardian ákvað að setja saman teiknimynd til að gera upp Evrópumótið í heimasíðu sinni. Þar má sjá enn eitt dæmi um að íslenski andinn hafi fangað athygli heimsins á meðan Evrópumótinu stóð. Íslensku strákarnir og íslenska stuðningsfólkið fær að sjálfsögðu stóran sess í þessu flotta myndbandi. Það má sjá strákana taka víkingaklappið en eins teiknimyndaútgáfu af sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar á móti Austurríki. Það var einmitt markið hans Arnórs á fjórðu mínútu í uppbótartíma sem tryggði íslenska liðinu 2-1 sigur á Austurríki, annað sætið í riðlinum og leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Þar hafði íslenska liðið síðan betur 2-1 og komst í átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti hjá íslensku karlalandsliði í fótbolta. Frábært sigurmark Frakkans Dimitri Payet í fyrsta leik, óeirðir ensku stuðningsmannanna, sigur Íra á Ítölum, frammistaða Frakkans Antoine Griezmann og Portúgalans Cristiano Ronaldo koma líka við sögu í þessari athyglisverðu teiknimynd en myndbandið endar síðan að sjálfsögðu á sigurmarki Eder og fögnuðu Portúgala eftir að þeir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn. Það eru Bandaríkjamennirnir Case Jernigan og Josh Giunta sem búa til svona myndbönd fyrir Guardian undir nafninu Make Savvy. Case Jernigan teiknar en Josh Giunta sér um tónlistina. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira