Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júlí 2016 10:51 Maðurinn rann niður snjóhengjuna. Nauðsynlegt er að grafa holur í gegnum ísinn svo hægt sé að leita undir honum. Vísir/Landsbjörg Björgunaraðgerðir við Sveinsgil ganga hægt en um þrjátíu manns vinna nú að því að moka snjó úr snjóhengju sem franskur maður féll fram af síðdegis í gær. Undir snjóhengjunni rennur köld jökulá, Jökulkvíslin. Aðstæður eru erfiðar á vettvangi en unnið hefur verið í alla nótt að því að sprengja leið í gegnum ísinn sem er frosinn og harður. Verið er að moka í burt snjó af 20 metra þykkri snjóhellu svo hægt sé að komast undir ísinn til þess að skoða ánna undir. Björgunarsveitarmenn vinna í að grafa nokkrar holur eða skurði í ísinn.„Þetta er meiriháttar mál,“ segir Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi Suðurlands, en hann hélt á vettvang í nótt. „Þetta er margra klukkustunda vinna.“ Hann segir vanta fleira fólk á staðinn til þess að leysa af þá björgunarmenn sem starfað hafa í nótt. Löng leið að slysstað Til þess að komast á staðinn þarf að keyra að Landmannalaugum og þaðan inn gil sem sem kallast Jöklagil. Þar þarf að aka yfir Laugarkvíslina. Þá tekur við um 45 mínútna ganga yfir fjallahrygg að slysstað. Því er enginn hægðarleikur að komast á staðinn. Víðir segir að gengið hafi hægt í nótt að koma mannskap á staðinn þar sem mikið hafi verið í ám í nótt og hefðbundnir björgunarjeppar hafi ekki dugað til þess að komast yfir ánna. Samkvæmt heimildum Vísis var kallaður til sérstaklega útbúinn bíll sem notaður er til þess að komast yfir djúpar ár. Þyrla sem notuð var í nótt létti mikið á við að koma mannskap á staðinn en hún verður í hvíld fram að hádegi. Maðurinn var í dagsferð ásamt félaga sínum á svæðinu en þeir héldu af stað úr Landmannalaugum í gær og voru á leiðinni tilbaka þegar manninum skrikaði fótur á hörðum ísnum, rann á snjóhengjunni og féll ofan í ánna. Upphaflega var greint frá því að maðurinn hefði sokkið ofan í ísinn en það er ekki rétt. Ferðafélagi mannsins stóð eftir á ísnum, hóf leit að manninum í fyrstu en kallaði svo á hjálp. Sá var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar í gær en slasaðist sjálfur ekki samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Nýtt fólk á staðinn til að leysa af „Við erum að keyra mannskap á staðinn. Við erum að fá nýtt fólk, það er bara á leiðinni,“ segir björgunarsveitarmaður í stjórnstöð björgunaraðgerða sem staðsett er í Landmannalaugum. Nýtt og ferskt fólk mætti til björgunaraðgerða snemma í morgun og um hádegi koma nokkrir tugir til viðbótar sem leysa af þá þrjátíu sem eru að störfum nú. Sveinsgil er í Torfajökli og voru mennirnir að ganga Fjallabaksleið nyrðri en Sveinsgil er á þeirri gönguleið. Þeir ætluðu sér hins vegar ekki að ganga alla leiðina sem er um þriggja daga leið eða tæpir þrjátíu kílómetrar og endar ýmist í Landmannalaugum eða Hólaskjóli. Eins og fyrr segir var aðeins um dagsferð að ræða. „Það er allt á fullu við að leita,“ segir Helga Björk Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. „Það var óskað eftir aukamannskap í morgun til að geta leyst af líka þá sem þurfa að fara í hvíld. Það er verið að vinna í því að koma fólki á staðinn.“ Ferðamennska á Íslandi Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Björgunaraðgerðir við Sveinsgil ganga hægt en um þrjátíu manns vinna nú að því að moka snjó úr snjóhengju sem franskur maður féll fram af síðdegis í gær. Undir snjóhengjunni rennur köld jökulá, Jökulkvíslin. Aðstæður eru erfiðar á vettvangi en unnið hefur verið í alla nótt að því að sprengja leið í gegnum ísinn sem er frosinn og harður. Verið er að moka í burt snjó af 20 metra þykkri snjóhellu svo hægt sé að komast undir ísinn til þess að skoða ánna undir. Björgunarsveitarmenn vinna í að grafa nokkrar holur eða skurði í ísinn.„Þetta er meiriháttar mál,“ segir Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi Suðurlands, en hann hélt á vettvang í nótt. „Þetta er margra klukkustunda vinna.“ Hann segir vanta fleira fólk á staðinn til þess að leysa af þá björgunarmenn sem starfað hafa í nótt. Löng leið að slysstað Til þess að komast á staðinn þarf að keyra að Landmannalaugum og þaðan inn gil sem sem kallast Jöklagil. Þar þarf að aka yfir Laugarkvíslina. Þá tekur við um 45 mínútna ganga yfir fjallahrygg að slysstað. Því er enginn hægðarleikur að komast á staðinn. Víðir segir að gengið hafi hægt í nótt að koma mannskap á staðinn þar sem mikið hafi verið í ám í nótt og hefðbundnir björgunarjeppar hafi ekki dugað til þess að komast yfir ánna. Samkvæmt heimildum Vísis var kallaður til sérstaklega útbúinn bíll sem notaður er til þess að komast yfir djúpar ár. Þyrla sem notuð var í nótt létti mikið á við að koma mannskap á staðinn en hún verður í hvíld fram að hádegi. Maðurinn var í dagsferð ásamt félaga sínum á svæðinu en þeir héldu af stað úr Landmannalaugum í gær og voru á leiðinni tilbaka þegar manninum skrikaði fótur á hörðum ísnum, rann á snjóhengjunni og féll ofan í ánna. Upphaflega var greint frá því að maðurinn hefði sokkið ofan í ísinn en það er ekki rétt. Ferðafélagi mannsins stóð eftir á ísnum, hóf leit að manninum í fyrstu en kallaði svo á hjálp. Sá var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar í gær en slasaðist sjálfur ekki samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Nýtt fólk á staðinn til að leysa af „Við erum að keyra mannskap á staðinn. Við erum að fá nýtt fólk, það er bara á leiðinni,“ segir björgunarsveitarmaður í stjórnstöð björgunaraðgerða sem staðsett er í Landmannalaugum. Nýtt og ferskt fólk mætti til björgunaraðgerða snemma í morgun og um hádegi koma nokkrir tugir til viðbótar sem leysa af þá þrjátíu sem eru að störfum nú. Sveinsgil er í Torfajökli og voru mennirnir að ganga Fjallabaksleið nyrðri en Sveinsgil er á þeirri gönguleið. Þeir ætluðu sér hins vegar ekki að ganga alla leiðina sem er um þriggja daga leið eða tæpir þrjátíu kílómetrar og endar ýmist í Landmannalaugum eða Hólaskjóli. Eins og fyrr segir var aðeins um dagsferð að ræða. „Það er allt á fullu við að leita,“ segir Helga Björk Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. „Það var óskað eftir aukamannskap í morgun til að geta leyst af líka þá sem þurfa að fara í hvíld. Það er verið að vinna í því að koma fólki á staðinn.“
Ferðamennska á Íslandi Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27