Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júlí 2016 10:51 Maðurinn rann niður snjóhengjuna. Nauðsynlegt er að grafa holur í gegnum ísinn svo hægt sé að leita undir honum. Vísir/Landsbjörg Björgunaraðgerðir við Sveinsgil ganga hægt en um þrjátíu manns vinna nú að því að moka snjó úr snjóhengju sem franskur maður féll fram af síðdegis í gær. Undir snjóhengjunni rennur köld jökulá, Jökulkvíslin. Aðstæður eru erfiðar á vettvangi en unnið hefur verið í alla nótt að því að sprengja leið í gegnum ísinn sem er frosinn og harður. Verið er að moka í burt snjó af 20 metra þykkri snjóhellu svo hægt sé að komast undir ísinn til þess að skoða ánna undir. Björgunarsveitarmenn vinna í að grafa nokkrar holur eða skurði í ísinn.„Þetta er meiriháttar mál,“ segir Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi Suðurlands, en hann hélt á vettvang í nótt. „Þetta er margra klukkustunda vinna.“ Hann segir vanta fleira fólk á staðinn til þess að leysa af þá björgunarmenn sem starfað hafa í nótt. Löng leið að slysstað Til þess að komast á staðinn þarf að keyra að Landmannalaugum og þaðan inn gil sem sem kallast Jöklagil. Þar þarf að aka yfir Laugarkvíslina. Þá tekur við um 45 mínútna ganga yfir fjallahrygg að slysstað. Því er enginn hægðarleikur að komast á staðinn. Víðir segir að gengið hafi hægt í nótt að koma mannskap á staðinn þar sem mikið hafi verið í ám í nótt og hefðbundnir björgunarjeppar hafi ekki dugað til þess að komast yfir ánna. Samkvæmt heimildum Vísis var kallaður til sérstaklega útbúinn bíll sem notaður er til þess að komast yfir djúpar ár. Þyrla sem notuð var í nótt létti mikið á við að koma mannskap á staðinn en hún verður í hvíld fram að hádegi. Maðurinn var í dagsferð ásamt félaga sínum á svæðinu en þeir héldu af stað úr Landmannalaugum í gær og voru á leiðinni tilbaka þegar manninum skrikaði fótur á hörðum ísnum, rann á snjóhengjunni og féll ofan í ánna. Upphaflega var greint frá því að maðurinn hefði sokkið ofan í ísinn en það er ekki rétt. Ferðafélagi mannsins stóð eftir á ísnum, hóf leit að manninum í fyrstu en kallaði svo á hjálp. Sá var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar í gær en slasaðist sjálfur ekki samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Nýtt fólk á staðinn til að leysa af „Við erum að keyra mannskap á staðinn. Við erum að fá nýtt fólk, það er bara á leiðinni,“ segir björgunarsveitarmaður í stjórnstöð björgunaraðgerða sem staðsett er í Landmannalaugum. Nýtt og ferskt fólk mætti til björgunaraðgerða snemma í morgun og um hádegi koma nokkrir tugir til viðbótar sem leysa af þá þrjátíu sem eru að störfum nú. Sveinsgil er í Torfajökli og voru mennirnir að ganga Fjallabaksleið nyrðri en Sveinsgil er á þeirri gönguleið. Þeir ætluðu sér hins vegar ekki að ganga alla leiðina sem er um þriggja daga leið eða tæpir þrjátíu kílómetrar og endar ýmist í Landmannalaugum eða Hólaskjóli. Eins og fyrr segir var aðeins um dagsferð að ræða. „Það er allt á fullu við að leita,“ segir Helga Björk Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. „Það var óskað eftir aukamannskap í morgun til að geta leyst af líka þá sem þurfa að fara í hvíld. Það er verið að vinna í því að koma fólki á staðinn.“ Ferðamennska á Íslandi Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Björgunaraðgerðir við Sveinsgil ganga hægt en um þrjátíu manns vinna nú að því að moka snjó úr snjóhengju sem franskur maður féll fram af síðdegis í gær. Undir snjóhengjunni rennur köld jökulá, Jökulkvíslin. Aðstæður eru erfiðar á vettvangi en unnið hefur verið í alla nótt að því að sprengja leið í gegnum ísinn sem er frosinn og harður. Verið er að moka í burt snjó af 20 metra þykkri snjóhellu svo hægt sé að komast undir ísinn til þess að skoða ánna undir. Björgunarsveitarmenn vinna í að grafa nokkrar holur eða skurði í ísinn.„Þetta er meiriháttar mál,“ segir Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi Suðurlands, en hann hélt á vettvang í nótt. „Þetta er margra klukkustunda vinna.“ Hann segir vanta fleira fólk á staðinn til þess að leysa af þá björgunarmenn sem starfað hafa í nótt. Löng leið að slysstað Til þess að komast á staðinn þarf að keyra að Landmannalaugum og þaðan inn gil sem sem kallast Jöklagil. Þar þarf að aka yfir Laugarkvíslina. Þá tekur við um 45 mínútna ganga yfir fjallahrygg að slysstað. Því er enginn hægðarleikur að komast á staðinn. Víðir segir að gengið hafi hægt í nótt að koma mannskap á staðinn þar sem mikið hafi verið í ám í nótt og hefðbundnir björgunarjeppar hafi ekki dugað til þess að komast yfir ánna. Samkvæmt heimildum Vísis var kallaður til sérstaklega útbúinn bíll sem notaður er til þess að komast yfir djúpar ár. Þyrla sem notuð var í nótt létti mikið á við að koma mannskap á staðinn en hún verður í hvíld fram að hádegi. Maðurinn var í dagsferð ásamt félaga sínum á svæðinu en þeir héldu af stað úr Landmannalaugum í gær og voru á leiðinni tilbaka þegar manninum skrikaði fótur á hörðum ísnum, rann á snjóhengjunni og féll ofan í ánna. Upphaflega var greint frá því að maðurinn hefði sokkið ofan í ísinn en það er ekki rétt. Ferðafélagi mannsins stóð eftir á ísnum, hóf leit að manninum í fyrstu en kallaði svo á hjálp. Sá var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar í gær en slasaðist sjálfur ekki samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Nýtt fólk á staðinn til að leysa af „Við erum að keyra mannskap á staðinn. Við erum að fá nýtt fólk, það er bara á leiðinni,“ segir björgunarsveitarmaður í stjórnstöð björgunaraðgerða sem staðsett er í Landmannalaugum. Nýtt og ferskt fólk mætti til björgunaraðgerða snemma í morgun og um hádegi koma nokkrir tugir til viðbótar sem leysa af þá þrjátíu sem eru að störfum nú. Sveinsgil er í Torfajökli og voru mennirnir að ganga Fjallabaksleið nyrðri en Sveinsgil er á þeirri gönguleið. Þeir ætluðu sér hins vegar ekki að ganga alla leiðina sem er um þriggja daga leið eða tæpir þrjátíu kílómetrar og endar ýmist í Landmannalaugum eða Hólaskjóli. Eins og fyrr segir var aðeins um dagsferð að ræða. „Það er allt á fullu við að leita,“ segir Helga Björk Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. „Það var óskað eftir aukamannskap í morgun til að geta leyst af líka þá sem þurfa að fara í hvíld. Það er verið að vinna í því að koma fólki á staðinn.“
Ferðamennska á Íslandi Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent