Vafasamt fæðubótarefni fannst í klefa Frakka á EM: "Þetta er lyfjamisnotkun“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júlí 2016 11:00 vísir/getty/bild Fæðubótarefnið Guronsan fannst í búningsklefa franska landsliðsins í fótbolta eftir undanúrslitaleikinn á EM 2016 gegn Þýskalandi sem heimamenn unnu, 2-0. Þýskur prófessor vill meina að Frakkar hafi hreinlega verið að svindla. Það er þýska blaðið Bild sem greinir frá en blaðamaður þess náði myndum af fæðubótarefninu í klefa franska liðsins eftir leik Frakklands og Þýskalands í undanúrslitum í Marseille. „Fyrir mér er þetta lyfjamisnotkun,“ segir prófessorinn Fritz Sörgel í samtali við Bild um þetta efni. Sörgel er yfirmaður rannsóknarstofu í Heroldsberg sem sérhæfir sig í líflæknisfræði. Hann hefur einnig starfað fyrir Alþjóðaíþróttadómstólinn. Guronsan er ekki á bannlista WADA og gerðu Frakkar því í raun ekkert rangt samkvæmt alþjóðareglum en þýski prófessorinn er ekki á sama máli. Antoine Griezmann, besti leikmaður EM, og Aron Einar í baráttunni á Stade de France.vísir/getty Árangursbætandi áhrif „Það er koffín í efninu og koffín hefur árangursbætandi áhrif á frammistöðu í íþróttum. Það er sannað. Það bætir viðbragðstíma og þess vegna er þetta lyfjamisnotkun,“ segir Sörgel. Á Facebook-síðu fæðubótarefnisins segir: „Guronsan hreinsar eiturefni úr líkamanum og hefur þannig hressandi og örvandi áhrif á endurheimt líkamans sem dregur úr andlegri þreytu og streitu.“ Efnið má nota á hverjum degi og við öll tilefni að því kemur fram á heimasíðu portúgalska fyrirtækisins Jaba Recordati sem framleiðir Guronsan. Bild hafði samband við franska knattspyrnusambandið sem vildi ekki tjá sig um málið og einnig hefur sænska blaðið Expressen reynt að hafa samband við portúgalska framleiðandann, en án árangurs. Frakkar völtuðu yfir Ísland, 5-2, í átta liða úrslitum EM áður en þeir tóku Þjóðverja 2-0 í undanúrslitum. Þeir spiluðu úrslitaleikinn á Stade de France en töpuðu fyrir Portúgal í framlengdum leik. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Sjá meira
Fæðubótarefnið Guronsan fannst í búningsklefa franska landsliðsins í fótbolta eftir undanúrslitaleikinn á EM 2016 gegn Þýskalandi sem heimamenn unnu, 2-0. Þýskur prófessor vill meina að Frakkar hafi hreinlega verið að svindla. Það er þýska blaðið Bild sem greinir frá en blaðamaður þess náði myndum af fæðubótarefninu í klefa franska liðsins eftir leik Frakklands og Þýskalands í undanúrslitum í Marseille. „Fyrir mér er þetta lyfjamisnotkun,“ segir prófessorinn Fritz Sörgel í samtali við Bild um þetta efni. Sörgel er yfirmaður rannsóknarstofu í Heroldsberg sem sérhæfir sig í líflæknisfræði. Hann hefur einnig starfað fyrir Alþjóðaíþróttadómstólinn. Guronsan er ekki á bannlista WADA og gerðu Frakkar því í raun ekkert rangt samkvæmt alþjóðareglum en þýski prófessorinn er ekki á sama máli. Antoine Griezmann, besti leikmaður EM, og Aron Einar í baráttunni á Stade de France.vísir/getty Árangursbætandi áhrif „Það er koffín í efninu og koffín hefur árangursbætandi áhrif á frammistöðu í íþróttum. Það er sannað. Það bætir viðbragðstíma og þess vegna er þetta lyfjamisnotkun,“ segir Sörgel. Á Facebook-síðu fæðubótarefnisins segir: „Guronsan hreinsar eiturefni úr líkamanum og hefur þannig hressandi og örvandi áhrif á endurheimt líkamans sem dregur úr andlegri þreytu og streitu.“ Efnið má nota á hverjum degi og við öll tilefni að því kemur fram á heimasíðu portúgalska fyrirtækisins Jaba Recordati sem framleiðir Guronsan. Bild hafði samband við franska knattspyrnusambandið sem vildi ekki tjá sig um málið og einnig hefur sænska blaðið Expressen reynt að hafa samband við portúgalska framleiðandann, en án árangurs. Frakkar völtuðu yfir Ísland, 5-2, í átta liða úrslitum EM áður en þeir tóku Þjóðverja 2-0 í undanúrslitum. Þeir spiluðu úrslitaleikinn á Stade de France en töpuðu fyrir Portúgal í framlengdum leik.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn