Bárðarbunga fyrsta öskjusig sem mældist nákvæmlega Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júlí 2016 19:45 Aldrei í sögunni hefur vísindamönnum tekist að fylgjast jafn vel með öskjusigi eins og í Bárðarbungu fyrir tveimur árum. Það orsakaði Holuhraunsgosið, stærsta eldgos Evrópu frá Skaftáreldum. Vísindaritið Science birtir í dag ítarlega grein um atburðinn þar sem íslenskir vísindamenn eru aðalhöfundar. Landsmenn muna eflaust flestir enn vel eftir myndunum sem birtust í sjónvarpsfréttunum árið 2014 af logandi gígaröðinni, sem á sex mánuðum sendi frá sér meira hraun upp á yfirborð en menn höfðu orðið vitni að á Íslandi allt frá tímum Skaftárelda. Þetta var mun stærra gos en Katla 1918 og Hekla 1947.Eldsprungan í Holuhrauni á fyrstu dögum eldgossins í september 2014. Kvikan flæddi úr öskju Bárðarbungu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir vísindamennina var hins vegar enn meira spennandi að fylgjast með því sem var að gerast undir jökulhettu Bárðarbungu en samtímis því sem kvikan flæddi þaðan út seig askjan um 65 metra. „Öskjusig fylgja öllum stærstu gosum sem verða. Á síðustu hundrað árum hafa orðið sjö öskjusig í heiminum og þetta er það fyrsta sem tókst að mæla mjög nákvæmlega alveg frá upphafi og til enda,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Afraksturinn birtist í dag í ítarlegri grein bandaríska vísindaritsins Science en höfundar hennar eru 48 vísindamenn frá fjórtán stofnunum í níu löndum.Skýringarmyndir úr grein vísindaritsins Science.„Náið samstarf Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er svona lykillinn að þessu en jafnmikilvægir eru okkar góðu erlendu samstarfsaðilar,“ segir Magnús Tumi, sem er fyrsti höfundur. Og það er kannski ágætt að ímynda sér að við stöndum á barmi Almannagjár þegar við reynum að átta okkur á því hvað sigdalurinn er stór sem myndaðist þegar botninn í Bárðarbungu seig fyrir tveimur árum.Ferðamenn horfa yfir sigdalinn Þingvelli. Sigið í Bárðarbungu er tvöfalt dýpra.visir/pjetur„Ef við tökum stærðina þá er svæðið sem seig meira en einn metra, - það er 110 ferkílómetrar, sem er næstum því eitt og hálft Þingvallavatn að flatarmáli. Mesta sig var 65 metrar. Þetta er svona skálarlögun á þessu þannig að mesta sigið er nálægt miðju. Það eru 65 metrar. Það er svona tvöfalt sigið á Þingvöllum, hæðin frá brún Almannagjár niður að Þingvöllum, - niður að Þingvallavatni, - eða aðeins minna en hæð Hallgrímskirkju,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson. Meðal fjölmiðla sem fjallað hafa um rannsóknina í dag er The New York Times.Skýringarmynd úr Science sem sýnir hvernig kvikan þrýstist úr öskju Bárðarbungu og fann sér uppgöngu í Holuhrauni. Tengdar fréttir Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Sérfræðingar Veðurstofu segja líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. 6. janúar 2016 19:30 Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Aldrei í sögunni hefur vísindamönnum tekist að fylgjast jafn vel með öskjusigi eins og í Bárðarbungu fyrir tveimur árum. Það orsakaði Holuhraunsgosið, stærsta eldgos Evrópu frá Skaftáreldum. Vísindaritið Science birtir í dag ítarlega grein um atburðinn þar sem íslenskir vísindamenn eru aðalhöfundar. Landsmenn muna eflaust flestir enn vel eftir myndunum sem birtust í sjónvarpsfréttunum árið 2014 af logandi gígaröðinni, sem á sex mánuðum sendi frá sér meira hraun upp á yfirborð en menn höfðu orðið vitni að á Íslandi allt frá tímum Skaftárelda. Þetta var mun stærra gos en Katla 1918 og Hekla 1947.Eldsprungan í Holuhrauni á fyrstu dögum eldgossins í september 2014. Kvikan flæddi úr öskju Bárðarbungu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir vísindamennina var hins vegar enn meira spennandi að fylgjast með því sem var að gerast undir jökulhettu Bárðarbungu en samtímis því sem kvikan flæddi þaðan út seig askjan um 65 metra. „Öskjusig fylgja öllum stærstu gosum sem verða. Á síðustu hundrað árum hafa orðið sjö öskjusig í heiminum og þetta er það fyrsta sem tókst að mæla mjög nákvæmlega alveg frá upphafi og til enda,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Afraksturinn birtist í dag í ítarlegri grein bandaríska vísindaritsins Science en höfundar hennar eru 48 vísindamenn frá fjórtán stofnunum í níu löndum.Skýringarmyndir úr grein vísindaritsins Science.„Náið samstarf Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er svona lykillinn að þessu en jafnmikilvægir eru okkar góðu erlendu samstarfsaðilar,“ segir Magnús Tumi, sem er fyrsti höfundur. Og það er kannski ágætt að ímynda sér að við stöndum á barmi Almannagjár þegar við reynum að átta okkur á því hvað sigdalurinn er stór sem myndaðist þegar botninn í Bárðarbungu seig fyrir tveimur árum.Ferðamenn horfa yfir sigdalinn Þingvelli. Sigið í Bárðarbungu er tvöfalt dýpra.visir/pjetur„Ef við tökum stærðina þá er svæðið sem seig meira en einn metra, - það er 110 ferkílómetrar, sem er næstum því eitt og hálft Þingvallavatn að flatarmáli. Mesta sig var 65 metrar. Þetta er svona skálarlögun á þessu þannig að mesta sigið er nálægt miðju. Það eru 65 metrar. Það er svona tvöfalt sigið á Þingvöllum, hæðin frá brún Almannagjár niður að Þingvöllum, - niður að Þingvallavatni, - eða aðeins minna en hæð Hallgrímskirkju,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson. Meðal fjölmiðla sem fjallað hafa um rannsóknina í dag er The New York Times.Skýringarmynd úr Science sem sýnir hvernig kvikan þrýstist úr öskju Bárðarbungu og fann sér uppgöngu í Holuhrauni.
Tengdar fréttir Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Sérfræðingar Veðurstofu segja líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. 6. janúar 2016 19:30 Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Sérfræðingar Veðurstofu segja líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. 6. janúar 2016 19:30
Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45