Bárðarbunga fyrsta öskjusig sem mældist nákvæmlega Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júlí 2016 19:45 Aldrei í sögunni hefur vísindamönnum tekist að fylgjast jafn vel með öskjusigi eins og í Bárðarbungu fyrir tveimur árum. Það orsakaði Holuhraunsgosið, stærsta eldgos Evrópu frá Skaftáreldum. Vísindaritið Science birtir í dag ítarlega grein um atburðinn þar sem íslenskir vísindamenn eru aðalhöfundar. Landsmenn muna eflaust flestir enn vel eftir myndunum sem birtust í sjónvarpsfréttunum árið 2014 af logandi gígaröðinni, sem á sex mánuðum sendi frá sér meira hraun upp á yfirborð en menn höfðu orðið vitni að á Íslandi allt frá tímum Skaftárelda. Þetta var mun stærra gos en Katla 1918 og Hekla 1947.Eldsprungan í Holuhrauni á fyrstu dögum eldgossins í september 2014. Kvikan flæddi úr öskju Bárðarbungu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir vísindamennina var hins vegar enn meira spennandi að fylgjast með því sem var að gerast undir jökulhettu Bárðarbungu en samtímis því sem kvikan flæddi þaðan út seig askjan um 65 metra. „Öskjusig fylgja öllum stærstu gosum sem verða. Á síðustu hundrað árum hafa orðið sjö öskjusig í heiminum og þetta er það fyrsta sem tókst að mæla mjög nákvæmlega alveg frá upphafi og til enda,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Afraksturinn birtist í dag í ítarlegri grein bandaríska vísindaritsins Science en höfundar hennar eru 48 vísindamenn frá fjórtán stofnunum í níu löndum.Skýringarmyndir úr grein vísindaritsins Science.„Náið samstarf Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er svona lykillinn að þessu en jafnmikilvægir eru okkar góðu erlendu samstarfsaðilar,“ segir Magnús Tumi, sem er fyrsti höfundur. Og það er kannski ágætt að ímynda sér að við stöndum á barmi Almannagjár þegar við reynum að átta okkur á því hvað sigdalurinn er stór sem myndaðist þegar botninn í Bárðarbungu seig fyrir tveimur árum.Ferðamenn horfa yfir sigdalinn Þingvelli. Sigið í Bárðarbungu er tvöfalt dýpra.visir/pjetur„Ef við tökum stærðina þá er svæðið sem seig meira en einn metra, - það er 110 ferkílómetrar, sem er næstum því eitt og hálft Þingvallavatn að flatarmáli. Mesta sig var 65 metrar. Þetta er svona skálarlögun á þessu þannig að mesta sigið er nálægt miðju. Það eru 65 metrar. Það er svona tvöfalt sigið á Þingvöllum, hæðin frá brún Almannagjár niður að Þingvöllum, - niður að Þingvallavatni, - eða aðeins minna en hæð Hallgrímskirkju,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson. Meðal fjölmiðla sem fjallað hafa um rannsóknina í dag er The New York Times.Skýringarmynd úr Science sem sýnir hvernig kvikan þrýstist úr öskju Bárðarbungu og fann sér uppgöngu í Holuhrauni. Tengdar fréttir Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Sérfræðingar Veðurstofu segja líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. 6. janúar 2016 19:30 Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Aldrei í sögunni hefur vísindamönnum tekist að fylgjast jafn vel með öskjusigi eins og í Bárðarbungu fyrir tveimur árum. Það orsakaði Holuhraunsgosið, stærsta eldgos Evrópu frá Skaftáreldum. Vísindaritið Science birtir í dag ítarlega grein um atburðinn þar sem íslenskir vísindamenn eru aðalhöfundar. Landsmenn muna eflaust flestir enn vel eftir myndunum sem birtust í sjónvarpsfréttunum árið 2014 af logandi gígaröðinni, sem á sex mánuðum sendi frá sér meira hraun upp á yfirborð en menn höfðu orðið vitni að á Íslandi allt frá tímum Skaftárelda. Þetta var mun stærra gos en Katla 1918 og Hekla 1947.Eldsprungan í Holuhrauni á fyrstu dögum eldgossins í september 2014. Kvikan flæddi úr öskju Bárðarbungu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir vísindamennina var hins vegar enn meira spennandi að fylgjast með því sem var að gerast undir jökulhettu Bárðarbungu en samtímis því sem kvikan flæddi þaðan út seig askjan um 65 metra. „Öskjusig fylgja öllum stærstu gosum sem verða. Á síðustu hundrað árum hafa orðið sjö öskjusig í heiminum og þetta er það fyrsta sem tókst að mæla mjög nákvæmlega alveg frá upphafi og til enda,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Afraksturinn birtist í dag í ítarlegri grein bandaríska vísindaritsins Science en höfundar hennar eru 48 vísindamenn frá fjórtán stofnunum í níu löndum.Skýringarmyndir úr grein vísindaritsins Science.„Náið samstarf Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er svona lykillinn að þessu en jafnmikilvægir eru okkar góðu erlendu samstarfsaðilar,“ segir Magnús Tumi, sem er fyrsti höfundur. Og það er kannski ágætt að ímynda sér að við stöndum á barmi Almannagjár þegar við reynum að átta okkur á því hvað sigdalurinn er stór sem myndaðist þegar botninn í Bárðarbungu seig fyrir tveimur árum.Ferðamenn horfa yfir sigdalinn Þingvelli. Sigið í Bárðarbungu er tvöfalt dýpra.visir/pjetur„Ef við tökum stærðina þá er svæðið sem seig meira en einn metra, - það er 110 ferkílómetrar, sem er næstum því eitt og hálft Þingvallavatn að flatarmáli. Mesta sig var 65 metrar. Þetta er svona skálarlögun á þessu þannig að mesta sigið er nálægt miðju. Það eru 65 metrar. Það er svona tvöfalt sigið á Þingvöllum, hæðin frá brún Almannagjár niður að Þingvöllum, - niður að Þingvallavatni, - eða aðeins minna en hæð Hallgrímskirkju,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson. Meðal fjölmiðla sem fjallað hafa um rannsóknina í dag er The New York Times.Skýringarmynd úr Science sem sýnir hvernig kvikan þrýstist úr öskju Bárðarbungu og fann sér uppgöngu í Holuhrauni.
Tengdar fréttir Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Sérfræðingar Veðurstofu segja líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. 6. janúar 2016 19:30 Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Sérfræðingar Veðurstofu segja líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. 6. janúar 2016 19:30
Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45