Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. janúar 2016 19:30 Bárðarbunga gæti brotist upp með stórgosi á Veiðivatnasvæðinu, að mati jarðvísindamanna Veðurstofu. Þar útloka sérfræðingar ekki að lítið gos gæti orðið innan skamms tíma en segja þó líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. Bárðarbunga, sem og önnur eldfjöll Íslands, er komin í gjörgæslu jarðvísindamanna því frá 1. nóvember hefur verið höfð vakt allan sólarhringinn á Veðurstofunni með eldstöðvum á landinu. Þar sjá menn að skjálftar mælast nú öflugri í Bárðarbungu samhliða því sem eldstöðin er að þenjast út. „Við túlkum það svo að það sé kvikusöfnun í gangi í kvikuhólfinu undir Bárðarbunguöskjunni,” segir Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur, hópstjóri náttúruváreftirlits Veðurstofu, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hún segir þetta aðeins geta endað með því að kvikan brjóti sér leið upp á yfirborð, það sé aðeins spurning um tíma hvenær þrýstingurinn verði orðinn nægur.Sumarið 2014 braust kvika Bárðarbungu upp í Holuhrauni.„Það er líklegast að það taki einhver ár. En það er þó ekki útlokað að það verði minna gos. Og þá er kannski líklegast að það verði minna gos nálægt öskjunni sjálfri af því að nú vitum við að það er kvikusöfnun í gangi þar. Þessi kvikusöfnun gæti valdið því að það kæmi einhver spýja upp, þá í öskjunni sjálfri, en það yrði þá eitthvað mjög lítið. Til þess að fá stórt gos þarf eldstöðin að fá tíma til að byggja upp þrýsting.” Kristín segir að kvikan leiti þangað sem fyrirstaðan sé minnst og það geti verið utan öskjunnar þar sem land er lægra. Hún segir möguleika á stóru gosi ef kvikan finni sér farveg til suðvesturs, inn á Veiðivatnasvæðið.Frá Veiðivötnum. Svæðið er talið hluti af Bárðarbungueldstöðinni.Mynd/Stöð 2.Veiðivatnasvæðið er þekkt fyrir stórgos í jarðsögunni og fyrir Þjórsárhraunið, sem það sendi niður Suðurland og til sjávar við Eyrarbakka. Það hraun er talið það það lengsta sem runnið hefur á jörðinni frá lokum síðustu ísaldar. Á Veiðivatnasvæðinu eru einnig Vatnsfellsvirkjun og Sigölduvirkjun og miðlunarlón Landsvirkjunar, þar á meðal Þórisvatn. -En setur þetta virkjanir í hættu eða byggð á Suðurlandi? „Eldgos eru hættuleg. Það náttúrlega fer algerlega eftir því hvar kvikan kæmi upp og hvert hún myndi renna. Það geta komið upp gos þarna bæði fyrir norðaustan, eins og við sáum í Holuhrauni, og svo getum við líka fengið gos þarna fyrir suðvestan,“ svarar Kristín Jónsdóttir.Frá Vatnsfellsvirkjun.Mynd/Stöð 2. Tengdar fréttir Öflugri skjálftar tíðari í Bárðarbungu Þensla mælist á svæðinu sem bendir til kvikusöfnunar. 5. janúar 2016 14:18 Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 Toppgígur Bárðarbungu 75 km frá næstu byggð Verði mikið sprengigos er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. 4. janúar 2016 19:30 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Bárðarbunga gæti brotist upp með stórgosi á Veiðivatnasvæðinu, að mati jarðvísindamanna Veðurstofu. Þar útloka sérfræðingar ekki að lítið gos gæti orðið innan skamms tíma en segja þó líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. Bárðarbunga, sem og önnur eldfjöll Íslands, er komin í gjörgæslu jarðvísindamanna því frá 1. nóvember hefur verið höfð vakt allan sólarhringinn á Veðurstofunni með eldstöðvum á landinu. Þar sjá menn að skjálftar mælast nú öflugri í Bárðarbungu samhliða því sem eldstöðin er að þenjast út. „Við túlkum það svo að það sé kvikusöfnun í gangi í kvikuhólfinu undir Bárðarbunguöskjunni,” segir Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur, hópstjóri náttúruváreftirlits Veðurstofu, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hún segir þetta aðeins geta endað með því að kvikan brjóti sér leið upp á yfirborð, það sé aðeins spurning um tíma hvenær þrýstingurinn verði orðinn nægur.Sumarið 2014 braust kvika Bárðarbungu upp í Holuhrauni.„Það er líklegast að það taki einhver ár. En það er þó ekki útlokað að það verði minna gos. Og þá er kannski líklegast að það verði minna gos nálægt öskjunni sjálfri af því að nú vitum við að það er kvikusöfnun í gangi þar. Þessi kvikusöfnun gæti valdið því að það kæmi einhver spýja upp, þá í öskjunni sjálfri, en það yrði þá eitthvað mjög lítið. Til þess að fá stórt gos þarf eldstöðin að fá tíma til að byggja upp þrýsting.” Kristín segir að kvikan leiti þangað sem fyrirstaðan sé minnst og það geti verið utan öskjunnar þar sem land er lægra. Hún segir möguleika á stóru gosi ef kvikan finni sér farveg til suðvesturs, inn á Veiðivatnasvæðið.Frá Veiðivötnum. Svæðið er talið hluti af Bárðarbungueldstöðinni.Mynd/Stöð 2.Veiðivatnasvæðið er þekkt fyrir stórgos í jarðsögunni og fyrir Þjórsárhraunið, sem það sendi niður Suðurland og til sjávar við Eyrarbakka. Það hraun er talið það það lengsta sem runnið hefur á jörðinni frá lokum síðustu ísaldar. Á Veiðivatnasvæðinu eru einnig Vatnsfellsvirkjun og Sigölduvirkjun og miðlunarlón Landsvirkjunar, þar á meðal Þórisvatn. -En setur þetta virkjanir í hættu eða byggð á Suðurlandi? „Eldgos eru hættuleg. Það náttúrlega fer algerlega eftir því hvar kvikan kæmi upp og hvert hún myndi renna. Það geta komið upp gos þarna bæði fyrir norðaustan, eins og við sáum í Holuhrauni, og svo getum við líka fengið gos þarna fyrir suðvestan,“ svarar Kristín Jónsdóttir.Frá Vatnsfellsvirkjun.Mynd/Stöð 2.
Tengdar fréttir Öflugri skjálftar tíðari í Bárðarbungu Þensla mælist á svæðinu sem bendir til kvikusöfnunar. 5. janúar 2016 14:18 Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 Toppgígur Bárðarbungu 75 km frá næstu byggð Verði mikið sprengigos er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. 4. janúar 2016 19:30 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Öflugri skjálftar tíðari í Bárðarbungu Þensla mælist á svæðinu sem bendir til kvikusöfnunar. 5. janúar 2016 14:18
Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00
Toppgígur Bárðarbungu 75 km frá næstu byggð Verði mikið sprengigos er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. 4. janúar 2016 19:30
Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30